Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Page 24

Skessuhorn - 19.04.2017, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 201724 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness LYFTULEIGA - ÞUNGAFLUTNINGAR DRÁTTARBÍLL - BÍLAFLUTNINGAR Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar hafa á und- anförnum árum unnið saman að list- rænni sköpun ungs fólks á grundvelli borgfirskra bókmennta. Á hverju ári er valinn höfundur eða þema sem nemendur skólans semja lög við. Útbúið er hefti með textum og fróð- leik um höfund þeirra, í samvinnu við fjölskyldu viðkomandi skálds. Nem- endur velja sér síðan texta og tón- setja hann. Þeir ákveða síðan flutn- ingsmátann og flytja verkin, allt und- ir handleiðslu kennara sinna. Þetta verkefni hefur fengið afar jákvæð viðbrögð, bæði hjá nemendum skól- ans og fjölskyldum þeirra, svo og hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar. Það byggir á ákvæði í menningarstefnu sveitarfélagsins um frumkvæði, sköp- un og menningararf. Uppskerutón- leikar verkefnisins verða nú haldnir í fimmta sinn, á sumardaginn fyrsta. Þar flytja á þriðja tug nemenda verk sín og eru þeir yngstu í 1. bekk í grunnskóla. Afmælisár tónlistar- skólans Tónlistarskólinn Borgarfjarðar fagn- ar 50 ára afmæli í ár og stunda nú 164 nemendur þar nám. Safnahúsið hefur verið við lýði í svipaðan tíma eða síðan um 1960. Báðar stofnan- ir eru í eigu Borgarbyggðar og vinna að þessu verkefni þvert á fagsvið sín undir heitinu „Að vera skáld og skapa“. Verkefnisstjórar eru Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss og Theodóra Þorsteinsdóttir, skóla- stjóri Tónlistarskólans. Hugsaði um þá sem á eftir komu Höfundurinn sem valinn var að þessu sinni er Halldóra B. Björns- son (1907-1968) sem telja má eitt af merkustu skáldum landsins. Í formála að ljóðasafni verkefnisins kemst Þóra Elfa Björnsson dóttir hennar svo að orði: „Halldóra elskaði landið sitt og bar djúpa virðingu fyrir því og orti mörg ljóð þar sem þessar tilfinning- ar koma vel fram. Hún var þeirrar skoðunar að við ættum öll að ganga vel um jörðina og skila henni í góðu standi til næstu kynslóða. Hugsa um þá sem á eftir koma. [...] Hún átti létt með að yrkja um tilfinningar og sam- band fólks við hvert annað hvort sem var rímað eða órímað. Hún þótti hafa gott vald á íslensku máli og bregða upp einföldu myndmáli í ljóðum sín- um.“ Tónleikarnir verða eins og fyrr segir í Safnahúsi á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl næst- komandi og hefjast kl. 15.00. Dag- skráin er öllum opin og boðið verður upp á sumarkaffi. kgk Uppskerutónleikar í Safnahúsi: Unga fólkið semur Halldóra B. Björnsdóttir skáld. Laugardaginn 29. apríl klukk- an 16:00 verður Karlakórinn Stefnir með tónleika í Reyk- holtskirkju í Borgarfirði. Á dagskrá verða þjóðlög frá ýms- um löndum, hefðbundin karla- kóralög, rómantísk íslensk lög, lög af léttara tagi og lög úr söngleikjum. Einsöngvari með kórnum er Þór Breiðfjörð, en hann hefur einmitt sérhæft sig í söngleikjatónlist. Nýr stjórn- andi kórsins er Sigrún Þor- geirsdóttir, sem m.a. stjórn- aði Kvennakór Reykjavíkur um árabil, en Vignir Þór Stefáns- son leikur með á píanó. „Karlakórinn Stefnir hefur átt í skemmtilegu samstarfi við borgfirsku kórana Söngbræður og Freyjukórinn og hlakkar til að sjá félaga úr þessum kórum á tónleikunum - og auðvitað aðra söngelska Borgfirðinga líka,“ segir í tilkynningu frá kórnum. mm Stefnir og Þór Breið- fjörð í Reyk- holtskirkju Pennagrein Nú liggur fyrir Alþingi fjármála- áætlun ríkisstjórnarinnar til 2022. Þar er gert ráð fyrir því að virðis- aukaskattur á ferðaþjónustu verði hækkaður í efsta þrep, sem mun hafa miklar og neikvæðar afleiðing- ar, sérstaklega fyrir litla og meðal- stóra ferðaþjónustuaðila utan höf- uðborgarsvæðisins. Ferðaþjónustan glímir nú þegar við margfalda verðhækkun miðað við samkeppnislönd. Gengi krón- unnar hefur hækkað mikið sem ger- ir það að verkum að öll verð hækka skyndilega gagnvart söluaðilum er- lendis. Það er vel þekkt að jafnvel litlar verðbreytingar í ferðaþjón- ustu geta haft mikil áhrif á ákvörð- un ferðamanna um áfangastað. Við þetta bætast fleiri þættir sem hafa áhrif á verð og rekstrarskilyrði, t.d. hækkun á gistináttaskatti og hækk- un launa á undanförnum tveimur árum. Íslenskir ferðaþjónustuaðilar finna nú þegar fyrir skilningsleysi erlendra samstarfsaðila gagnvart tugprósenta verðhækkunum milli ára, sérstaklega þar sem hækkan- ir á helstu samkeppnismörkuðum eins og Norðurlöndum eru yfirleitt mjög litlar í samanburði. Óumflýjanleg neikvæð áhrif á landsbyggðina Áform ríkisstjórnarinnar eru van- hugsuð og geta því miður haft mik- il neikvæð áhrif, sérstaklega gagn- vart minni og meðalstórum ferða- þjónustuaðilum á landsbyggðinni. Sú mikla og jákvæða uppbygg- ing sem hefur orðið á stöðum eins og m.a. Ísafjarðarbæ, á Snæfellsnesi og í Húnavatnssýslum hefur í för með sér aukin atvinnutækifæri og sterkari byggðir. Það er skelfilegt til þess að hugsa að stjórnvöld skuli ekki taka neitt tillit til þeirra jákvæðu áhrifa sem slík uppbygging hefur í för með sér og huga frekar að því að styrkja mark- visst sjálfbærni ferðaþjónustunnar og þar með byggðanna sjálfra. Því miður hefur ekki verið lögð fram greining á áhrifum þessarar miklu skattahækkunar sem sýnir fram á að hún muni annars vegar ná markmiðum um tekjuöflun rík- issjóðs og hins vegar ekki hafa óaft- urkræf neikvæð áhrif á ferðaþjón- ustu á Íslandi til langs tíma. Það er grunnkrafa að þegar lagt er í aðgerðir sem eru svo augljós- lega mjög íþyngjandi, sérstaklega fyrir dreifðari byggðir landsins, liggi fyrir ítarleg greining á áhrif- um þeirra. Elsa Lára Arnardóttir Höf. er þingmaður Framsóknar- flokksins í NV kjördæmi. Skattahækkun á ferðaþjónustu er aðför að landsbyggðinni

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.