Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 19. tbl. 20. árg. 10. maí 2017 - kr. 750 í lausasölu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 6 -3 0 6 7 Greiðslumat á � mínútum fyrir viðskiptavini allra banka Nú geta allir gert fullgilt greiðslumat á arionbanki.is og fengið nákvæma mynd af greiðslugetu sinni með nokkrum smellum. Kynntu þér þessa spennandi nýjung Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Á Sögulofti Landnámsseturs Föstudagur 12. maí kl. 20:00 Sunnudagur 14. maí kl. 17:00 Miðapantanir: landnam@landnam.is sími 437-1600 SK ES SU H O R N 2 01 7 www.skessuhorn.is Minnum á fríar smáauglýsingar á vef Skessuhorns Liðin vika var með eindæmum hlý og góður forsmekkur að sumri sem landsmenn fengu. Reyndar á að kólna aftur tímabundið næstu daga. En þegar heitt er í veðri er upplagt að nota tækifærið og taka til í óhreinatauskörfunni. Á stóru heimili á Ystu- Görðum í Kolbeinsstaðarhreppi tók húsmóðirin sig til við sokkaþvott og notaði svo góða veðrið til að þurrka sokkaplöggin. Komnir á snúruna voru litríkir sokkarnir jafnvel enn listrænni en dýrustu innsetningar á virtum listhúsum úti í hinum stóra heimi. Ljósm. Þóra Sif Kópsdóttir. Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar síðastliðinn fimmtudag var sam- þykkt að vísa til fundar sveitar- stjórnar í þessari viku erindi Skot- félags Vesturlands um úthlutun æf- ingasvæðis í Hamarslandi ofan við Borgarnes. Mál þetta hefur verið á borði sveitarstjórnar um nokkra hríð og andstaða hefur verið við skotsvæði á þessu svæði m.a. frá umsjónarfólki fólkvangsins Ein- kunna. Ef sveitarstjórn tekur jákvætt í erindi skotfélagsins verður far- ið í að sækja um sérstakt leyfi til að opna skotæfingasvæði að upp- fylltum þeim skilyrðum sem slíku fylgir. Fyrir útgáfu starfsleyfis fyrir æfingasvæði þarf sveitarstjórn síðar að samþykkja reglur um nokkur at- riði. Þar skal meðal annars kveðið á um opnunartíma svæðisins, örygg- ismál, notkun hljóðdeyfa á rifflum við æfingar, krafa er gerð um hljóð- manir, skothús og fleiri atriði. mm Umdeilt skotsvæði Einhvern tímann var sagt að lengi tæki sjórinn við. Vissulega er mikið til í því, en hins vegar er umhverf- ismengun orðin þvílík að plast og annar manngerður úrgangur fyll- ir nú höfin og er að stofna lífrík- inu í stórhættu. Nýlega kom fram í frétt Skessuhorns að því er spáð að árið 2050 verði jafnvel meira plast í höfunum en fiskur, ef ekki verður spornað gegn þessari þróun. Víð- tæk hugarfarsbreyting þarf því að eiga sér stað víða um heim til að snúa þessu til betri vegar. Liður í þeirri viðleitni var norræni strand- hreinsunardagurinn sem hér á landi fór fram við strendur Snæfellsness á laugardaginn. Fjölmargir tóku þátt í hreinsun og voru mörg tonn af rusli, að mestu leyti plast, hreinsað skipulega af þremur strandsvæðum og að auki voru víða minni hreins- anir. Ragnhildur Sigurðardóttir fram- kvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæ- fellsness segir landeigendur hafa tekið til hendinni, ferðaþjónustu- fyrirtæki, eyjar hafi verið hreins- aðar, kafað í höfnina í Stykkishólmi og áfram mætti telja. Ragnhildur kveðst afar ánægð með hvernig til hafi tekist og ekki spillti að veðr- ið lék við þátttakendur. „Þar sem þetta er samvinnuverkefni verð- ur fljótlega hægt að lesa um það hvað fannst hvar og sjá samanburð við strandsvæði á hinum Norður- löndunum sem voru hreinsuð eftir sömu hugmyndafræði á sama tíma. Markmið verkefnisins var að vekja athygli á viðfangsefninu „plast í hafinu“ og mögulegum aðgerðum til úrbóta. Við þurfum að endur- skoða neyslu, flokka og skila rusli og hreinsa upp gamlar syndir. Snæ- fellsnes var í fararbroddi vegna þess að hér er unnið gott starf í umhverf- ismálum og menn hafa komið sér upp samstarfsfarvegi. Nú höldum við ótrauð áfram að hreinsa strend- ur og koma í veg fyrir að plast endi í hafinu,“ segir Ragnhildur. Ítarlega er fjallað um strand- hreinsunardaginn á Snæfellsnesi á bls. 18-19. mm Söfnuðu fleiri tonnum af rusli úr fjörunni Fjölskyldan í Hofgörðum í Staðarsveit var liðtæk við hreinsunina eins og glöggt má sjá. Meginhluti þess sem úr fjörunni kom var plast. Ljósm. rs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.