Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 201730 Fimmtudaginn 4. maí héldu sex sundmenn frá Sundfélagi Akra- ness til Noregs þar sem þeir tóku þátt í sterku sundmóti í Bergen. Á mótinu syntu 624 keppendur frá ellefu löndum. Margir heimsklassa sundmenn tóku þátt og má þar nefna heimsmethafana Sarah Sjöst- rom og Katinku Hosszu, Íslending- arnir okkar þau Hrafnhildur Lúth- ersdóttir, Aron Örn Stefánsson og Eygló Ósk Gústafsdóttir, hollenska landsliðið ásamt fullt af öðrum sterkum liðum. Ágúst Júlíusson átti mjög gott úr- slitasund í 100 m flugsundi þar sem hann bætti Akranesmetið um 0,47 sek., en það met setti hann á IM nú í apríl. Hann synti nú á tímanum 55:49. Ágúst er á leið á Smáþjóða- leikana í júní og er hann greinilega vel undirbúinn og í góðu formi fyr- ir það verkefni. Krakkarnir sem fóru til Noregs frá SA voru þau Ágúst Júlíusson, Una Lára Lárusdóttir, Brynhildur Traustadóttir, Ásgerður Jing Lauf- eyjardóttir, Erlend Magnússon og Sindri Andreas Bjarnason. Þjálfari er Kjell Wormdal og farastjóri var Jill Syrstad. Þetta er fyrsta stóra mótið á er- lendum vettvangi hjá flestum af þessum krökkum og stóðu þau sig mjög vel. Bættu þau sig alls 20 sinn- um af 32 stungum sem er athyglis- verður árangur. mm/hhf Nýtt Akranesmet hjá Ágústi á sterku móti í Bergen Hópurinn frá Akranesi. Ljósm. SA. Íþróttnefnd Félags eldri borgara á Akranesi stóð í síðustu viku fyr- ir sveitakeppni í boccia. Að sögn Þorvaldar Valgarðssonar, for- manns íþróttanefndar, er líflegt starf í kringum boccia íþróttina í félaginu, þótt vissulega megi alltaf bæta við í hópinn fleiri „yngri“ eldri borgurum. Verð- launaafhending og uppskeruhá- tíð púttmóta vetrarins fer síðan fram þriðjudaginn 16. maí þegar boccia tímabilið verður gert upp áður en næstu verkefni taka við. Þorvaldur segir að iðkendafjöldi í boccia vetur hafi verið um fjörtíu og æft þrisvar í viku. Oft séu þetta um 30 sem mæta á hverja æfingu, flestir koma á þriðjudögum þegar einnig er kaffi og meðlæti í boði. Sumarpúttið tekur við Sumarpúttið á vegum íþrótta- nefndar FEBAN hefst síðan á Garðavelli fimmtudaginn 18. maí næstkomandi. „Æfingar í púttinu verða á mánudögum og fimmtu- dögum í sumar og standa yfir frá klukkan 13 til 15. Þetta er holl og góð hreyfing og góður félags- skapur og ég hvet fólk til að mæta. Við gerum samning við rekstrar- aðila kaffihússins á Garðavelli og þar getur púttfólk keypt kaffi og meðlæti gegn vægu gjaldi,“ segir Þorvaldur. mm Sigruðu á innanfélagsmóti FEBAN í boccia Eiríkur Hervarsson, Silvía Georgsdóttir og Edda Elíasdóttir skipuðu sigursveitina í boccia. Ljósm. ki. Boltanum kastað. Ljósm. Baldur. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu- kylfingur úr GL, lauk á laugardag- inn leik í 5. sæti á VP Bank La- dies mótinu sem fór fram á LET Access mótaröðinni í Sviss. Mótið er hluti af næst sterkustu mótaröð Evrópu en þetta er annað mót Val- dísar á þeirri mótaröð á tímabilinu. Þetta er hennar besti árangur hing- að til en hún hefur leikið vel á þessu tímabili, bæði á Evrópumótaröð- inni og LET Access. Valdís Þóra lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari og end- aði samtals á pari í mótinu. Á loka- hringnum fékk hún þrjá fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla. mm/ Ljósm. kylfingur.vf.is Glæsilegur árangur Valdísar Þóru í Sviss Lið Snæfellsness í 4. flokki karla tryggði sér á dögunum sigur í Faxa- flóamótinu í knattspyrnu. Snæfells- nes keppti í C deild B liða og með öruggum sigri á ÍA-2 í lokaleiknum. Snæfellsnes sigraði átta af níu leikj- um sínum með markatöluna 48-8. Fyrir vikið hlaut liðið 25 stig, einu stigi meira en Breiðablik-2 sem hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þar með sigurinn í riðlinum, þrátt fyrir að hafa leikið einum leik færra en Blikar. Lið ÍA-2 hafnaði í 6. sæti sama riðils með sex stig. Skallagrímur sendi lið til keppni í B deild B liða og hafnaði í 5. sæti með sjö stig en lið ÍA sem keppti í A deild B liða lauk leik í 5. sæti með 16 stig. Loks sendi ÍA lið til keppni í A deild A liða og varð í 2. sæti með 24 stig. kgk Snæfellsnes sigraði í Faxaflóamótinu Lið Snæfellsness sem sigraði sinn riðil í Faxaflóamótinu. Ljósm. Þórey Úlfarsdóttir. Árlegt héraðsmót HSH í frjáls- um íþróttum innanhúss fór fram í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, sunnudaginn 7. maí sl. Það var frjálsíþróttaráð HSH sem stóð að undirbúningi og framkvæmd mótsins. Um 54 keppendur voru mættir til leiks af Snæfellsnes- inu öllu. Átta ára og yngri kepptu í langstökki með og án atrennu og 35 m hlaupi, 9-10 ára þátttak- endur kepptu í sömu greinum að viðbættu hástökki. Ellefu ára og eldri kepptu í hástökki, langstökki með og án atrennu, 35 m hlaupi og kúluvarpi, skipt í aldursflokka. Krakkarnir stóðu sig með prýði á mótinu og mótshaldið gekk vel. Allir fengu í lokin þátttökuverð- laun frá HSH, vatnsbrúsa með merki HSH, sem hún Hrafnhildur Jóna í Krums - handverk og hönn- un - Grundarfirði útbjó. HSH vill þakka þeim sem skipu- lögðu og sáu um mótshald og ekki síst öllum þátttakendum fyrir komuna og aðstandendum þeirra fyrir aðstoð á mótinu. bá Héldu héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.