Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 201710 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, hefur svarað hluta þeirra fyr- irspurna sem Bjarni Jónsson vara- þingmaður VG lagði fyrir hana þar sem spurt var m.a. um verðmæti veiða í ám og vötnum hér á landi og væntanleg áhrif strandeldis á líf villtra fiskstofna. Bjarni spurði hvort nýlega hefði verið lagt mat á verð- mætasköpun sem veiði í ám og vötn- um stendur undir og þýðingu veiða á vatnafiskum fyrir byggð í sveit- um landsins. Ráðherra svaraði því til að slíkt mat hafi ekki verið fram- kvæmt nýlega, en Hagfræðistofn- un Háskóla Íslands hafi árið 2004 unnið skýrslu að beiðni Landssam- bands veiðifélaga um efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða á Íslandi. Sé stuðst við töflu sem þá var sett fram, og tölur úr henni uppreikn- aðar til verðlags dagsins í dag, gætu heildarumsvifin verið á bilinu 14 til 17 milljarðar króna á ári. Setja verði fyrirvara við slíka framreikninga, en áformað mun á vegum ráðuneytis- ins að uppfæra þá skýrslu og er áætl- að að niðurstöður verði kynntar fyr- ir lok árs. Vinna áhættumat vegna erfðablöndunar Þá var ráðherra spurð hvort áform um aukið laxeldi í sjó krefjist nýs verðmæta- og áhættumats fyrir veiði í ám og vötnum. Í svari Þor- gerðar Katrínar kom fram að mark- mið laga um fiskeldi, sé að skapa skilyrði til uppbyggingar fiskeldis og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja verndun villtra nytja- stofna. „Skal í því skyni leitast við að tryggja gæði framleiðslunnar, koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villt- um nytjastofnum og lífríki þeirra og tryggja hagsmuni þeirra sem nýta slíka stofna.“ Ráðherra telur mik- ilvægt að stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja um leið verndun villtra nytjastofna svo sem íslenskra villtra laxastofna. „Að tilstuðlan starfshóps um stefnumótun í fiskeldi er vinna hafin við gerð áhættumats vegna erfðablöndunar eldislax við íslenska villta laxstofna. Markmið verkefn- isins er að meta hve mikið umfang eldis má vera á hverjum stað án þess að það valdi óafturkræfum skaða á náttúrulegum laxastofnum vegna erfðablöndunar. Í verkefninu eru notuð bestu fáanlegu gögn um hlut- fall sleppinga, áhrifa hafstrauma, fjarlægð áa og stofnstærð laxa í ám auk erfðasamsetningar villtra stofna. Tilgangur verkefnisins er að leitast við að gera stjórnvöldum betur kleift að stýra þróun fiskeldis. Hafrannsóknastofnun annast fram- kvæmd verkefnisins,“ segir í svari ráðherra. mm Heildar umsvif stangveiði áætluð um fimmtán milljarðar króna Rekstraraðilar Landnámsseturs Íslands og Egils Guesthouse/Kaffi Brákar í Borgarnesi hafa andmælt úthlutun Borgarbyggðar á lóðun- um Brákarsundi 1 og 3 í Borgar- nesi, sem samþykkt var að úthluta á fundi byggðarráðs 12. apríl sl. Eins og greint var frá í Skessu- horni nýverið var lóðunum út- hlutað til byggingafélagsins Fylk- is ehf. sem auk þess fær bygging- arrétt á lóðinni Brákarsundi 5. Í húsunum verða átta íbúðir. For- svarmenn þessara ferðaþjónustu- fyrirtækja segja úthlutun lóð- anna á skjön við áætlanir stjórn- enda Borgarbyggðar um sam- komutorg á reitnum. Sömuleið- is andmælir Sigursteinn Sigurðs- son arkitekt úthlutun lóðanna, en hann var fenginn til að vinna til- lögur að nýju deiliskipulagi svæð- isins þar sem gert var ráð fyrir um- ræddu torgi. Andmælin voru lögð fram á síðasta fundi byggðarráðs, fimmtudaginn 27. apríl. Á fundi í byggðarráði 4. maí síðastlið- inn var lögð fram bókun þar sem fram kemur að úthlutun lóðanna við Brákarsund mun verða látin standa, enda samræmist hún gild- andi skipulag svæðisins. Útsýnið mikilvægt Í andmælabréfi sínu segja rekstr- araðilar fyrrnefndra ferðaþjón- ustufyrirtækja að með úthlutun lóðanna verði lokað á tengingu Landnámsseturs og Egils Guest- house við sjóinn og fjöruna. Með því verði gildi fyrirtækjanna og umhverfis þeirra verðfellt. „Það hefur verið hluti af þokka og vin- sældum Landnámssetursins og gistihússins að staðsetningin hef- ur verið þannig að fyrirtækin hafa verið í yndislegu sambandi við fjöruna, Brákarsundið og útsýnið út yfir Borgarfjörðinn,“ segir í er- indi þeirra. Segja rekstraraðilar að vegna lóðaleigu og lóðagjalda ætli stjórnendur sveitarfélagsins „að virðisfella eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í Borgarnesi, en það eru þessi tvö fyrirtæki.“ Rekstraraðilar segjast hafa stað- ið í þeirri trú, eftir að hafa orðið varir við vinnu Sigursteins arki- tekts um tillögur að torgi á svæð- inu, að til stæði að endurnýja deiluskipulag svæðisins. Sem og að stjórnendur sveitarfélagsins hafi áttað sig á mikilvægi þess fyr- ir veru ferðamanna í gamla bæn- um í Borgarnesi að halda sjávar- kantinum opnum vegna útsýnis og sambandsins við fjöruna. Benda rekstraraðilar á að fallið hafi verið frá úthlutun lóða við Brákarsund 1 og 3 á árunum 2003-2006, þegar Landnámssetur var í mótun, þeg- ar bent var á að þessi hús myndu spilla útsýni frá Landnámssetrinu. Vonast rekstraraðilar Landnáms- seturs og Egils Guesthouse til að stjórnendur sveitarfélagsins dragi ákvörðun sína til baka. Samkomutorg nauðsynlegt Sigursteinn Sigurðsson arkitekt vísar í andmælabréfi sínu í mikla óánægju hagsmunaaðila og íbúa í Borgarnesi með byggingar sem reistar voru fyrir hrun. Af þeim sökum hafi verið skipaður vinnu- hópur á vegum sveitarfélagsins til að vinna tillögur að nýju deili- skipulagi fyrir svæðið. „Vinnu- hópurinn ákvað að fá mig til liðs við sig um að koma með hug- myndir og svo tillögur að nýju deiliskipulagi,“ segir í bréfi Sig- ursteins. Hann segir nefndina hafa verið sammála um nauðsyn þess að gert yrði samkomutorg á svæðinu sem jafnframt gæti orð- ið einn fyrsti áfangastaður ferða- manna sem heimsækja Vesturland. „Faglegt mat mitt er að Borgarnes þarfnast enn slíks samkomu- og áfangastaðar,“ ritar Sigursteinn. Vinna við breytingar voru hafnar Enn fremur segir hann mikla ánægju hafa verið með tillöguna þegar hún var kynnt og að hún hafi verið lof- uð sem slík. „Þannig virtist stefna í að sátt myndi ríkja með skipulag gamla bæjarins,“ segir hann en bæt- ir því við að tillagan haf ekki verið óumdeild. Safnað hafi verið undir- skriftum þar sem hæð húsanna var mótmælt, en hann telur víst að þeir sem tóku þátt í þeirri undirskrifta- söfnun muni harma ef byggt verði eftir gildandi deiliskipulagi. Sig- ursteinn skorar því á sveitarstjórn að endurskoða ákvörðun byggðar- ráðs um úthlutun lóðanna, vegna þess að vinna við breytingar á eldra skipulagi hafi þegar verið hafn- ar. Sömuleiðis hvetur hann stjórn- endur sveitarfélagsins til að klára skipulagsmál á svæðinu og vanda til verka. Sveitarstjórn stendur fast á sínu Á fundi í byggðarráði Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag var samþykkt ályktun vegna mót- mæla við úthlutun lóðanna við Brákarsund. „Byggðaráð úthlut- aði 12. apríl 2017 þremur lóðum við Brákarsund á grunni gildandi deiliskipulags. Athugasemdir hafa borist frá fjórum aðilum við þessa úthlutun. Því vill byggðaráð árétta eftirfarandi: Vinnu við endurskoð- un deiliskipulags gamla miðbæjar- ins, sem hófst 2013 lauk ekki, og þar með hefur skipulagið ekki tek- ið gildi. Fjórar athugasemdir bár- ust við skipulagstillöguna á sín- um tíma auk 48 undirskrifta gegn þeirri tillögu. Deiliskipulagssvæð- ið var umfangsmikið og fól í sér tilfærslu á götunum Brákarsundi og Brákarbraut, tilfærslu á lagna- kerfi og bílastæðum og niður- rif húss sem er í einkaeigu, gamla kaupfélaginu við Egilsgötu 11. Framkvæmd þessara tillagna hefði falið í sér tugmilljóna útgjöld fyrir sveitarfélagið. Byggðaráð leggur því til að formlega verði fallið frá vinnu við breytingu á deiliskipu- laginu enda hefur vinna við skipu- lagið legið niðri í tvö ár. Byggða- ráð úthlutaði, sem fyrr seg- ir, þremur lóðum af fimm og þar með er dregið umtalsvert úr bygg- ingarmagni á svæðinu til að koma til móts við þær athugsaemdir sem bárust. Vert er að benda á að breyting á gildandi skipulagi var gerð árið 2007 þannig að íbúð- unum við Brákarsund 3 og 5 var fækkað úr fjórum í tvær í hvoru húsi og því verða þau hús minni en þau sem fyrir eru við Brákar- sund,“ segir í bókun byggðarráðs Borgarbyggðar 4. maí sl. kgk/mm Ferðaþjónar óhressir með úthlutun lóða við Brákarsund Loftmynd sem sýnir svæðið við Brákarsund í Borgarnesi. Ferðaþjónar í Landnámssetrinu og Kaffi Brák segja nýbyggingar við Brákarsund 1 og 3 muni skyggja mjög að útsýni frá þessum stöðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.