Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 201724
Íþróttaþing ÍSÍ fór fram um helgina.
Þar var Lárus Blöndal endurkjör-
inn forseti samtakanna. Helga H.
Magnúsdóttir, Jón G. Zoëga og
Júlíus Hafstein voru gerð að heið-
ursfélögum ÍSÍ. Þá valdi Íþrótta-
samband Íslands Jón Kaldal frjáls-
íþróttamann í Heiðurshöll ÍSÍ. Jón
er sextándi einstaklingurinn sem ÍSÍ
útnefnir í Heiðurshöll ÍSÍ. Heið-
urshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll af-
reksíþróttafólks og afreksþjálfara Ís-
lands, í ætt við Hall of Fame á er-
lendri grundu. Framkvæmdastjórn
ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurs-
höll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lút-
andi. Með þessu verkefni vill ÍSÍ
skapa vettvang til að setja á frekari
stall framúrskarandi fólk og skapa
minningar í máli og myndum af
þeirra helstu afrekum.
Jón Kaldal fæddist í Húnavatns-
sýslu 24. ágúst ári 1896 og lést 1981.
Hann hóf að stunda íþróttir hjá ÍR
þegar hann fluttist til Reykjavíkur til
náms en árið 1918 fór Jón til Dan-
merkur til frekara náms í ljósmynd-
un og iðkaði íþróttir þar á meðan á
námsdvölinni stóð, undir merkjum
íþróttafélagsins AIK. Jón var frá-
bær íþróttamaður og í hópi fremstu
hlaupara Norðurlandanna á þess-
um árum. Danir völdu hann m.a. til
þátttöku á Olympíuleikunum í Ant-
werpen 1920. Sigrar hans eru fjöl-
margir bæði heima og erlendis. Var
hann lengi íslenskur methafi í 3.000,
5.000 og 10.000 m hlaupum. Hann
átti m.a. Íslandsmet í 3 km hlaupi í
nærri 30 ár eða allt til ársins 1952. Í
höfuðstöðvum ÍSÍ er að finna fjöl-
marga verðlaunagripi Jóns sem bera
afrekum hans glöggt vitni.
Árið 1923 varð Jón að hætta
keppni í íþróttum, á hátindi síns fer-
ils, vegna veikinda. Árið 1925 sneri
hann aftur til Íslands, fullnuma í ljós-
myndun, og var þá fljótlega kominn
á kaf í leiðtogastörf í íþróttahreyf-
ingunni. Hann var formaður ÍR í
allmörg ár og einnig var hann vara-
forseti ÍSÍ árin 1943-1945. Hann
var gerður að Heiðursfélaga ÍSÍ árið
1946 en Jón var einnig Heiðurs-
félagi ÍR.
mm
Jón Kaldal í Heiðurshöll ÍSÍ
Jón Kaldal, sonarsonur Jóns, tók við viðurkenningunni fyrir hönd fjölskyldunnar og
aðstandenda.
Haukur Páll Kristinsson var á dög-
unum kjörinn forseti nemendafélags
Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Hauk-
ur Páll tekur við af Lenu Huldu Fe-
lizitas Fleckinger sem gegndi emb-
ættinu áður. Lena Hulda klárar þó
þetta skólaár og Haukur tekur svo
við í byrjun næstu annar.
tfk
Nýr forseti
NFSN
Skraddaralýs, bútasaumsklúbbur
í Hvalfjarðarsveit, færði leikskól-
anum Skýjaborg nýverið 16 búta-
saumsteppi að gjöf ásamt nokkrum
koddastykkjum. Með gjöfinni vildu
konurnar í klúbbnum sýna Hval-
fjarðarsveit þakklæti sitt fyrir að
fá afnot að félagsheimilinu Fanna-
hlíð endurgjaldslaust. „Við þökkum
þeim kærlega fyrir frábæra og nyt-
samlega gjöf,“ segir í frétt frá leik-
skólanum Skýjaborg. Meðfylgjandi
myndir eru af myndasíðu Skýja-
borgar. mm
Skraddaralýs þakka fyrir
sig með höfðinglegri gjöf
Íslandsmeistaramót barna og ung-
linga í kata var haldið á Akranesi
helgina 6.-7. maí síðastliðna. Keppt
var í íþróttahúsinu við Vesturgötu
og var þetta í fyrsta skipti sem mót-
ið er haldið á Akranesi. Áhorfenda-
pallarnir voru þétt setnir, enda
mótið fjölmennasta barnamót Ka-
ratesambands Íslands.
Þátttaka var góð meðal félaga í
Karatefélagi Akraness og frammi-
staðan félaginu og iðkendum til
sóma. Félagið eignaðist einn Ís-
landsmeistara, því Kristrún Bára
Guðjónsdóttir sigraði í kata 14 ára
stúlkna. Ólafur Ían Brynjarsson
hreppti bronsið í kata 13 ára drengja
og hópkatalið Karatefélags Akra-
ness vann til silfurverðlauna í flokki
táninga. Liðið var skipað Kristrúnu
Báru, Ólafi Ían og Kristni Benedikt
Hannessyni. kgk
Fjölmennt katamót fór fram á Akranesi
Áhorfendapallarnir voru þétt setnir, enda mótið fjölmennasta barnamót Karatesambandsins.
Ungur katapiltur í miklum ham.
Kristrún Bára Guð-
jónsdóttir, Ólafur Ían
Brynjarsson og Kristinn
Benedikt Hannesson úr
Karatefélagi Akraness
unnu til verðlauna á
mótinu.
Ljósm. KAK.
Einbeitingin í hámarki og tilþrifin eftir
því.