Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 20172 Dagana 15., 16. og 17. maí næstkom- andi verða þrennir djasstónleikar haldn- ir á Akranesi. Það er listafélagið Kalman sem hefur umsjón með dagskránni. Djass- unnendur geta kynnt sér málið nánar í Skessuhorni vikunnar. Norðaustan 13-23 m/sek á morgun, fimmtudag. Hvassast með suðurströnd landsins og rigning eða slydda með köfl- um. Hiti víða 0 til 6 stig, en þurrt á suðvest- urhorninu og hiti þar 5 til 10 stig. Austan 10-18 m/s á föstudag og rigning, einkum á Suðausturlandi. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á Vesturlandi. Suðaustlæg átt, 5-10 m/s og skúrir á laugardag en þurrt að kalla norð- an heiða. Hlýnar heldur í veðri. Á mánu- dag er útlit fyrir hæga suðaustlæga átt með rigningu sunnan til á landinu seinni part dagsins. Hiti 4 til 12 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvernig finnst þér að salernisrúllan eigi að snúa?“ Yfirgnæfandi meirihluti, eða 77%, sögðu „fremsta bréfið á að vísa frá veggnum“. 9% sögðu „alveg sama“ og 5% sögðu „fremsta bréfið á að vísa að veggn- um“. Mesta athygli vekur þó að alls 10% þátttakenda sögðust ekki nota salernis- pappír. Verða það að teljast sláandi nið- urstöður. Í næstu viku er spurt: „Gengur þú með reiðufé á þér?“ Skagahjónin Guðrún Sigríður Gísladóttir og Guðmundur S. Jónsson munu í sumar hjóla um 1.300 kílómetra leið á einni viku til styrktar krabbameinsveikum börnum. Þau eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Fyrir miðju á samræmdum prófum NV-KJÖRD: Menntamála- stofnun hefur birt niðurstöð- ur úr samræmdum könnun- arprófum sem lögð voru fyr- ir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla hér á landi í mars- mánuði. Prófin voru haldin í íslensku, ensku og stærðfræði og að jafnaði þreyttu um 7.500 nemendur hvert próf. Eft- ir sem áður er niðurstöðum skipt eftir kjördæmum. Suð- vesturkjördæmi kemur best út af öllum landssvæðum í öllum samræmdum prófum 9. og 10. bekkjar þegar normaldreifðar einkunnir á kvarðanum 0-60 eru skoðaðar. Reykjavík kem- ur næstbest út í öllum tilfell- um. Hin kjördæmin eru aftur á móti með svipaðan árangur á prófunum. Norðvesturkjör- dæmi kemur verst út í stærð- fræði í 9. bekk en er annars á svipuðu róli og Norðaustur- kjördæmi og Suðurkjördæmi. Einnig voru birtar tölur yfir fjölda nemenda sem nýta sér stuðningsúrræði eða er und- anþeginn prófi í 9. og 10. bekk. Flestir nemendur sem nýttu sér stuðningsúrræði í 9. bekk komu úr Norðvestur- kjördæmi, eða 36,9%. -grþ Baldur fjarri góðu gamni BREIÐAFJ: Breiðarfjarð- arferjan Baldur siglir þessa dagana milli Landeyjahafn- ar og Vestmannaeyja. Þessa leið mun Baldur sigla til 20. maí næstkomandi, eða þang- að til Herjólfur kemur aftur til landsins, en skipið er þessa dagana í slipp í Danmörku. Í fjarveru Baldurs frá Breiða- firðinum mun farþegaferjan Særún sjá um ferðir út í Flatey. Skv. upplýsingum frá Sæferð- um eru áætlaðar fimm sigl- ingar á viku út í Flatey; mánu- daga og þriðjudaga, fimmtu- daga og föstudaga og sunnu- daga. Tvær ferðir eru áætlaðar yfir að Brjánslæk, en á heima- síðu Sæferða segir að ef fleiri ferðir bætist við að Brjánslæk verði þær auglýstar með fyr- irvara. Særún getur ferjað um 120 manns í senn en er ekki bílferja, líkt og Baldur. -kgk Þakklæti fyrir vel heppnaða afmælishátíð BORGARNES: Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir ánægju með vel heppnuð hátíðarhöld sem fram fóru laugardaginn 29. apríl í tilefni 150 ára af- mælis Borgarness. „Færir ráð- ið afmælis- og ritnefnd Sögu Borgarness bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Mikil þátttaka íbúa í hátíðarhöldunum var sérstaklega ánægjuleg,“ segir í bókun byggðarráðs. -mm í 40 ÁR Með álfinum ...til betra lífs ! Sauðburður er nú almennt að hefj-ast í sveitum landsins. Á fjárbúinu á Brekku í Norðurárdal er aðeins byrj- að en næstu daga hellist aðal törn- in yfir. Þegar mæðgurnar Þórhild- ur Þorsteinsdóttir og dóttir henn- ar Erna Elvarsdóttir voru að hjálpa kind í burði um helgina, vildi ærin Blíð leggja gott eitt til málanna. Lagði hún höku sína varlega á öxl heimasætunnar, rétt eins og til að gefa af sér hlýja strauma og hvetja til dáða. Þórhildur greip símann og náði augnablikinu á mynd. Blíð hef- ur alla tíð verið mannelsk og ber nafn með rentu. mm Erna og Blíð Boðuð hækkun ríkisstjórnarinnar á virðisaukaskatti í gistiþjónustu á næsta ári úr 11 í 24% er þegar far- in að hafa mikil áhrif á fjárfesting- ar í greininni. Fjárfestar sem höfðu í undirbúningi hótelbyggingu á Akranesi hafa nú dregið til baka áætlanir sínar. Þetta upplýsir Egg- ert Herbertsson framkvæmdastjóri sem rekur Stay-Akranes, gisti- þjónustu á þremur stöðum á Akra- nesi. Viðræður höfðu staðið yfir við hann um að taka að sér rekst- ur hins nýja hótels. „Þessir fjárfest- ar eru einfaldlega hættir við sök- um fyrirhugaðrar hækkunar ríkis- stjórnarinnar á virðisaukaskatti,“ segir Eggert. Hann segir stöðu ferðaþjónust- unnar á ótrúlegum stað og í raun óskiljanlegum. „Þegar saman fer 118% hækkun á virðisaukaskatti, þreföldun á gistináttagjaldi, fjög- urra milljarða króna hækkun á bílaleigur í formi aukinna vöru- gjalda, þá hljóta menn að fara að endurskoða áform um uppbygg- ingu, ekki síst þegar 20-35% styrk- ing krónunnar skekkir samkeppn- isstöðuna íslenskrar ferðaþjónustu gagnvart helstu viðskiptalöndum okkar. Hér býðst fólki og fyrirtækj- um lán gegn hæstu vöxtum í þró- uðum ríkjum og mikil hækkun inn- lends kostnaðar er einfaldlega að höggva of nærri rekstri fyrirtækja í þessari ungu atvinnugrein. Eitt- hvað verður því undan að láta,“ segir Eggert. Sjálfur segir Eggert að vel gangi hjá þeim í Stay-Akranes þrátt fyr- ir allar þær breytingar sem nefnd- ar hafa verið í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar og óhagstæð ytri skilyrði. „Við erum með lít- inn rekstur og hóflega yfirbygg- ingu. En hins vegar verður ekki um stækkun að ræða, a.m.k. ekki í bili, sem er synd því gaman hefði verið að reyna að taka skurk í uppbygg- ingu á Akranesi nú þegar við sjáum fyrir okkur tækifæri t.d. varðandi nýjar ferjusiglingar og annað slíkt,“ segir Eggert Herbertsson. mm Fjárfestar hætta við hótelbyggingu á Akranesi Hjónin Eggert Herbertsson og Ingibjörg Valdimarsdóttir reka Stay-Akranes. Hér eru þau á Mannamóti ferðaþjónustuaðila í janúar á þessu ári. Ljósm. kgk. Nú í sumar mun frístundamið- stöðin Þorpið á Akranesi sjá um framkvæmd leikjanámskeiða fyr- ir börn á aldrinum 6-10 ára (f. 2007-2011). Skátafélag Akraness hefur sinnt þessu verkefni um ára- bil en síðastliðið sumar, þegar þriggja ára samningur við Akra- neskaupstað rann út, lýsti félagið því yfir að ekki væri áhugi að svo stöddu að endurnýja samninginn. Skóla- og frístundaráð Akranes- kaupstaðar fól verkefnastjóra, yf- irmanni félgasmiðstöðvarinnar Þorpsins, að leggja fram tillögur að fyrirkomulagi sumar- og leikj- anámskeiða og í framhaldi af því var Þorpinu falið verkefnið. Undirbúningur fyrir sumarnám- skeiðin er kominn á fullt. Boð- ið verður upp á vikunámskeið á tímabilinu 6. júní – 18. ágúst, alls 9 vikur. Þó verður gert hlé frá 24. júlí - 4. ágúst. Eins og undanfarin ár mun Þorpið einnig bjóða upp á sumarnámskeið í júnímánuði fyr- ir börn 10-12 ára (f. 2004-2006). Allar nánari upplýsingar um leikj- anámskeiðin og skráningu verða birtar á heimasíðu Akraneskaup- staðar. mm Þorpið annast leikjanámskeið á Akranesi í sumar Mynd úr safni Skessuhorns frá því skátarnir sáu um leikja- námskeiðin. Flestir á myndinni eru nú vaxnir úr grasi, enda myndin frá því 2009.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.