Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 201722 Messað var í Ólafsvíkurkirkju síð- asta sunnudag. Í þessari messu var þó mjög gestkvæmt því vígslu- biskupinn í Skálholti, séra Krist- ján Valur Ingólfsson, var að vísitera prestakallið dagana 7. og 8. maí. Af því tilefni prédikaði hann við þetta tækifæri. Hann var þó ekki eini gesturinn sem tekið var á móti þennan dag því safnaðarfélagar úr Víðistaðakirkju voru einnig á ferð- inni. Sóknarprestur kirkjunnar, séra Bragi Ingibergsson, þjónaði fyrir altari ásamt séra Óskari Inga Ósk- arssyni staðarpresti. Kór Víðistaða- kirkju ásamt Kór Ingjaldshólskirkju og Kirkjukór Ólafsvíkur sungu. Fyrir messuna hittust kórnarir til að æfa saman og njóta góðs hádeg- isverðar sem gestagjafakórarnir sáu um. Að messu lokinni bauð sóknar- nefnd Ólafsvíkurkirkju upp á kaffi í safnaðarheimilinu. Messa þessi var einn af viðburðum afmælisársins en Ólafsvíkurkirkja er 50 ára á þessu ári. þa Fjölmenni í messu í Ólafsvík Hótel Bifröst, sem er í eigu Há- skólans á Bifröst, verður selt í opnu söluferli auk nokkurra annarra eigna. Hótelinu tilheyra 51 her- bergi og 170 manna veitingasalur í fullum rekstri. Auk þess fylgja tvær fasteignir með samtals 48 litlum íbúðum. Hægt er að gera tilboð í allar eignirnar eða hluta þeirra. Fjárfestum býðst einnig til kaups fjölbýlishús á svæðinu með sam- tals 88 herbergjum. Í boði er að kaupa eignirnar að hluta eða öllu leyti og því eru þær verðmetnar á bilinu 1,5 til 2,5 milljarðar. Færi svo að einn kaupandi myndi fjár- festa í öllum eignunum gætu allt að 239 herbergi orðið hluti af endur- bættum hótelrekstri á Bifröst. Yrði það langstærsti hótelrekstur á Vest- urlandi og þó víðar væri leitað. Vegna fækkunar staðnema Vilhjálmur Egilsson, rektor Há- skólans á Bifröst, segir í tilkynningu að nokkur áhugi hafi þegar ver- ið sýndur eignum skólans. „Gangi salan upp í samræmi við áætlanir skólans mun það gera okkur kleift að greiða stóran hluta skulda okk- ar. Það mun hafa gríðarlega jákvæð áhrif á fjárhagsstöðu skólans,“ seg- ir Vilhjálmur. Salan eignanna er að sögn rektorsins til komin vegna fækkunar í staðnámi við skólann, en um 80% nemenda við skólann eru fjarnemar. „Kennslan við Há- skólann á Bifröst byggist á fjar- námi en staðnám er einnig í boði. Undanfarin ár hefur staðnemum fækkað og íbúðir og herbergi því verið lítið nýtt. Þess vegna hóf- um við hótelrekstur árið 2013 sem gekk vel en núna er von okkar að öflugur aðili taki við keflinu og haldi uppbyggingunni áfram svo við getum einbeitt okkur að rekstri skólans,“ segir Vilhjálmur. Capacent hefur umsjón með söluferlinu og verður sala eign- anna í höndum löggiltra fasteigna- sala. Tilboð skulu berast til Capa- cent eigi síðar en kl. 14 fimmtu- daginn 8. júní næstkomandi. kgk/ Ljósm. úr safni. Hótel og húseignir á Bifröst til sölu Félagar í Hestamannafélaginu Dreyra á Akranesi og Hvalfjarðar- sveit fögnuðu 70 ára afmæli félags- ins með því að sýna sig og sjá aðra í veðurblíðunni á Akranesi síðastlið- inn laugardag. Fóru Dreyramenn miðbæjarreið frá hesthúsahverf- inu við Æðarodda kl. 14 og riðu sem leið lá niður á Akratorg. Vakti uppátæki þeirra forvitni og ánægju meðal vegfarenda. Þegar komið var að Akratorgi var áð á blettin- um neðan við Suðurgötu þar sem gestum og gangandi var boðið að virða hestana fyrir sér, klappa þeim og jafnvel bregða sér á bak. Vakti uppátæki Dreyramanna ekki síst lukku meðal yngstu kynslóðarinn- ar, en börnin voru mörg hver ólm í að klappa hestunum og himinlif- andi þegar teymt var undir þeim. Ekki var annað að heyra á Dreyra- mönnum sjálfum að þeir væru ánægðir með miðbæjarreiðina í tilefni afmælisins, enda afar góð þátttaka meðal félagsmanna. Sitt- hvað fleira er á dagskrá félagsins. Meðal annars hópferð á Löngu- fjörur í næsta mánuði. kgk Riðið um Skagann á sjötugsafmælinu Dreyramenn ríða fylktu liði niður Skagabrautina.Hestarnir vöktu mikla athygli gesta og gangandi við Akratorg, enda ekki á hverjum degi sem hestar sjást innanbæjar. Ánægjan í fyrirrúmi. Það er ekki alltaf sem bílar nema staðar fyrir hestum sem teymdir eru yfir gangbrautina. Fallegt er vinasamband hests og knapa. Uppátæki Dreyramanna vakti mikla lukku meðal yngstu kyn- slóðarinnar. Börnin fengu að bregða sér á bak. Teymt var undir börnunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.