Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 20178 Hópferðafyrir- tæki gjaldþrota BORGARBYGGÐ: Frétta- vefurinn mbl.is greindi í síð- ustu viku frá því að ekkert hafi fengist upp í 120 milljóna króna kröfur í þrotabú hóp- ferðafyrirtækisins Sæmundur Sigmundsson ehf. Félagið var í eigu samnefnds fyrrum sér- leyfishafa í Borgarnesi. Haft er eftir skiptastjóra að það hafi verið sýslumaðurinn á Vest- urlandi sem fór fram á gjald- þrotaskipti vegna ógreiddra opinberra gjalda. Rekstur rútubíla Sæmundar hefur síð- an árið 2013 verið í höndum félagsins Hópferðabílar Sæ- mundar ehf. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 29. apríl - 5. maí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 17 bátar. Heildarlöndun: 35.554 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 10.339 kg í þremur löndunum. Arnarstapi 24 bátar. Heildarlöndun: 39.686 kg. Mestur afli: Lea RE: 3.196 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður 28 bátar. Heildarlöndun: 548.427 kg. Mestur afli: Snæfell EA: 179.424 kg í einni löndun. Ólafsvík 45 bátar. Heildarlöndun: 527.269 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 127.171 kg í fjórum löndun- um. Rif 32 bátar. Heildarlöndun: 334.426 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 49.116 kg í þremur löndun- um. Stykkishólmur 17 bátar. Heildarlöndun: 191.434 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 156.477 kg í fjórum löndun- um. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Snæfell EA - GRU: 179.424 kg. 1. maí. 2. Anna EA - GRU: 74.281 kg. 1. maí. 3. Hringur SH - GRU: 67.210 kg. 2. maí. 4. Anna EA - GRU: 55.952 kg. 5. maí. 5. Tjaldur SH - RIF: 52.096 kg. 2. maí. -grþ Framhaldsaðalfundur Hollvina- samtaka Borgarness verður haldinn í kvöld, miðvikudag 10. maí, klukk- an 20 á Sögulofti Landnámsset- ursins í Borgarnesi. Hollvinasam- tök Borgarnes eru grasrótarsamtök íbúa og geta allir sem vilja vinna að góðum málum fyrir Borgarnes tek- ið þátt. Eitt aðalverkefni samtak- anna fram að þessu er að standa fyr- ir Brákarhátíðinni í Borgarnesi sem undanfarin átta ár hefur verið hald- in síðasta laugardag í júní. Í ár hef- ur Borgarbyggð styrkt hátíðina sér- staklega í tilefni af 150 ára versl- unarafmæli bæjarins. Geir Kon- ráð Theódórsson hefur tekið að sér að vinna að skapandi verkefn- um með nemendum grunnskólans og Menntaskóla Borgarfjarðar sem mun afraksturinn verða sýnilegur á hátíðinni. Hollvinasamtökin hafa einnig í samstarfi við Borgarbyggð og með styrk frá Framkvæmdasjóði ferða- þjónustunnar komið að göngustíga- gerð í Borgarnesi. Þau hafa stað- ið að útgáfu á sérteiknuðu korti af bænum, sem nú stendur til að end- urprenta, unnið að hreinsunarátaki í Brákarey og margt fleira. Á fundinum í kvöld á meðal ann- ars að ræða undirbúning Brákarhá- tíðar, greina frá stöðu mála við end- urgerð Borgarneskortsins og full- trúar sveitarstjórnar Borgarbyggð- ar munu kynna ákvörðun Byggð- arráðs um úthlutun lóða í bænum. „Engin félagaskrá er í Hollvina- samtökunum og eru allir velkomn- ir sem láta sig málefni í Borgarnesi varða,“ segir í tilkynningu frá Holl- vinasamtökum Borgarness. mm/ Ljósm. hlh. Framhaldsaðalfundur Hollvina- samtaka Borgarness er í kvöld Ársreikningur Eyja- og Mikla- holtshrepps fyrir árið 2016 var tekinn til fyrri umræðu á fundi hreppsnefndar í gær, fimmtudag- inn 4. maí. Þar kemur fram að reksturinn var jákvæður um 22,1 milljón króna. Er það betri niður- staða en áætlað hafði verið fyrir í fjárhagsáætlun, en þar var áætlað að rekstur samstæðunnar myndi skila 86 þúsund króna afgangi. Rekstrartekjur A og B hluta námu 140,6 milljónum króna á síð- asta ári. Þar af námu tekjur A hluta 140,3 milljónum. Rekstrargjöld A og B hluta voru 121,1 milljón og rekstrarniðurstaða samstæðunnar 22,1 milljón, að teknu tilliti til af- skrifta, fjármagnstekna og -gjalda. Þar af var niðurstaða A hlutans já- kvæð um 23,9 milljónir. Álagningarhlutfall útsvars var 14,48% en það er hámarksútsvar. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A flokki var 0,5% en hámarkið er 0,625%. Í B flokki var hlutfallið 1,32% sem er lögbundið hámark en í C flokki var hlutfallið 0,5% en hámarkið er 1,65%. Eigið fé sveitarfélagsins í árs- lok 2016 var 220,5 milljónir króna samkvæmt efnahagsreikningi A og B hluta. Þar af nam eigið fé A hluta nam 223,1 milljón. kgk Jákvæð rekstrarniðurstaða Eyja- og Miklaholtshrepps Grunnskólabörn í Laugargerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ljósm. úr safni. Ungliðahreyfingar nær allra þing- flokka hafa tekið höndum sam- an og skipulagt opinn málfund um framtíð háskólanna á Íslandi, undir yfirskriftinni „Uppþorn- un viskubrunnsins“. Fundurinn er haldinn þvert á flokkslínur, annars vegar til að sýna í verki að stuðn- ingur við menntun sé okkur öll- um mikilvægur og hins vegar í von um að þannig verði hægt að þrýsta á þingið að hlúa betur að þessari stoð samfélagsins en gert hefur verið undanfarin ár. Fund- urinn verður haldinn á Kex hostel í Reykjavík, í kvöld, miðvikudag- inn 10. maí, kl. 20:00. Frú Vigdís Finnbogadóttir verður sérstakur heiðursgestur á fundinum. Fram- sögu halda Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og Ragna Sigurðardótt- ir, formaður Stúdentaráðs HÍ. Eft- ir framsögur verða panelumræður þar sem í panel munu sitja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefnd- ar, Steinunn Gestsdóttir, fulltrúi í Vísinda- og tækniráði, Davíð Erik Molberg, formaður Landsam- taka íslenskra stúdenta, Steinunn Knútsdóttir, deildarstjóri sviðs- listadeildar Listháskóla Íslands, og Guðrún Hafsteinsdóttir, for- maður stjórnar SI og fráfarandi varaformaður SA. Stjórn fundar- ins verður í höndum Maríu Rut- ar Kristinsdóttur, sérfræðings hjá dómsmálaráðuneytinu og fyrrver- andi formanns Stúdentaráðs. Meðal þeirra spurninga sem leitast verður við að svara á fund- inum er hvort á Íslandi skorti framtíðarsýn og hvort líkur séu á því að við munum í náinni fram- tíð standa höllum fæti gagnvart öðrum þjóðum á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar. mm Háskólanemar. Ljósm. úr safni. Ungliðar ætla að ræða framtíð háskólanna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.