Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson hlh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Fjarlægðarvernd Hugtakið fjarlægðarvernd er þekkt úr gömlum fræðum þar sem segir að ákveðin vegalengd í tíma eða lengd geti leitt til fjarlægðarverndar, sem menn hafa stundum nýtt sér full ítarlega. Slíkt getur nefnilega auðveld- lega dregið úr samkeppnisaðhaldi. Þannig má til sanns vegar færa að þeg- ar Hvalfjarðargöng voru opnuð fyrir tæpum tveimur áratugum hafi kaup- menn á Akranesi séð á eftir ákveðinni „vernd“ sem þeir töldu sig hafa vegna fjarlægðar frá stóra markaðinum. Finnst ég hafa heyrt að verslun- um á Akranesi hafi fækkað um fjóra tugi á árunum eftir göng. Hins vegar var hópur kaupmanna sem leit á þetta afnám fjarlægðarverndar sem tæki- færi. Fyrst það tæki innan við klukkustund að aka til Reykjavíkur, tæki það Reykvíkinga jafn langan tíma að komast á Skagann. Þessi hópur kaus að líta á bættar samgöngur sem tækifæri, blés til sóknar og uppskar eft- ir því. Þeir sögðu eitthvað í þeim dúr; ef við ætlum að lifa af þurfum við einfaldlega að standa okkur að minnsta kosti jafn vel og samkeppnisað- ilar okkar í Reykjavík. Þetta dugmikla fólk uppskar og nokkrar verslanir hafa lifað góðu lífi síðan. En nú bregður svo við að kaupmenn í Reykjavík, og hvar sem er á landinu, standa frammi fyrir nákvæmlega sama „vanda- málinu“ og kollegar þeirra á Akranesi 11. júlí 1998. Nú er verslun orðin alþjóðleg með tilstuðlan netviðskipta, daglegra millilandaflutninga, auk- innar tungumálahæfni fólks og ferðalögum. Sport nútímans er að panta eitthvað á netinu og láta sem kaupmaðurinn á horninu sé ekki til. Það er ekki gæfuspor, í það minnsta ekki til lengri tíma litið. Eina svarið sem íslenskir kaupmenn hafa þegar aðstæður breytast með þessum hætti, er að beita sömu rökum og kaupmennirnir á Skaganum. Þeir þurfa að standa sig jafn vel eða betur en þeir kaupmenn úti í hinum stóra heimi sem falbjóða varning á netinu. En reyndar eru ýmsar hindr- anir sem geta orðið á þeim vegi. Laun í verslun hér á landi þurfa t.d. að vera samkeppnishæf, húsnæðiskostnaður hóflegur, skattaumhverfi rétt- látt, flutningakosnaður sanngjarn og svo framvegis. Til dæmis er launa- kostnaður hér á landi augljós hindrun þegar kemur að alþjóðlegri sam- keppni. Laun í verslun, þótt þau séu ekki há á íslenskan mælikvarða, eru miklu hærri en víða þar sem varan er afgreidd í pakka eða poka og send út á flugvöll. Við Íslendingar búum einfaldlega við þá staðreynd að til þess að launafólk hér geti lifað þarf það að greiða okurvexti af húsnæðislánum, hátt matarverð og sitthvað fleira. Alveg á sama hátt er íslensk fiskvinnsla ekki lengur í góðri stöðu gagnvart launum ytra, þangað sem hráefnið héð- an er flutt út lítið unnið. Jafnvel fer fiskurinn aldrei á land, heldur er unn- inn úti á sjó og á hafnarbakkanum fluttur beint í gám til útflutnings. Ég heyrði nýlega að um þrjú þúsund manns ynnu úti í Bretlandi við að full- vinna íslenskan fisk. Þá búa t.d. íslenskir garðyrkjumenn ekki við nokkra fjarlægðarvernd vegna hinna tíðu millilandaflutninga. Þeir brugðust við með vöruþróun, eftirliti og áherslunni á ferskleika til að skáka innfluttri vöru að gæðum. Segja má að fjarlægðarvernd líkt og fákeppni á markaði séu falsvonir sem vissara er að bregðast við í tíma ef ekki á illa að fara. Aldrei mega menn sofna á verðinum og ímynda sér að markaðurinn leiti ekki uppi sóknarfærin. Í mörgum tilfellum eru það hins vegar neytendur sjálfir sem hafa val um hvort þetta eða hitt lifir af tímabundna samkeppni. Ef ég til dæmis kýs að kaupa innlent grænmeti jafnvel þótt það kosti 10-20% meira en það innflutta, þá er það mitt val. Ég kýs að kaupa málningu, gallabuxur eða blóm af verslunum í heimabyggð til að halda þeim frekar gangandi. Allavega styð ég þær verslanir sem veita mér góða þjónustu og kaupmenn sem ekki hafa sofnað á verðinum í skjóli fákeppni eða fjar- lægðarverndar. Magnús Magnússon. Leiðari Aðalfundur GrundaPol var hald- inn í Sögumiðstöðinni í Grund- arfirði 2. maí síðastliðinn. Félagið var stofnað árið 2012 og er til- gangur þess að styðja við vinabæj- artengsl á milli Paimpol í Frakk- landi og Grundarfjarðar. Fundur- inn var með nokkuð hefðbundnu sniði en farið var yfir skýrslu stjórnar og reikninga eins og lög gera ráð fyrir. Samhljómur var um að efla starfsemi félagsins en sams- konar félag er starfrækt í vinabæn- um Paimpol í Frakklandi. Stefnt er á að heimsækja Paimpol í sumar og var mikill áhugi á því. Ný aðal- og varastjórn var skipuð á fundinum og því bjart framundan í eflingu tengsla á milli Grundarfjarðar og Paimpol. tfk Aðalfundur GrundaPol Ný aðal- og varastjórn GrundaPol, frá vinstri: Hinrik Konráðsson, Herdís Björns- dóttir, Helena María Jónsdóttir Stolzenwald, Eygló Bára Jónsdóttir, Elín Ottós- dóttir og Björg Ágústsdóttir. Björg Ágústsdóttir fer yfir sögu félagsins. Jeratún ehf. er einkahlutafélag í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helga- fellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykk- ishólmsbæjar, en félagið á og rek- ur húsnæði Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga. Þriðjudaginn 9. maí komu fulltrúar félagsins í heimsókn í skól- ann. Þegar Fjölbrautaskóli Snæfell- inga var tíu ára árið 2014 færði fé- lagið skólanum eina milljón króna að gjöf. Nú hefur sá peningur verið notaður til að kaupa nýtt hljóðkerfi og nýja stóla á hjólum fyrir nem- endur. Þessar gjafir voru afhentar formlega af fulltrúum félagsins. Þær munu efalaust nýtast skólanum og nemendum vel. Á myndinni eru þau Hinrik Konráðsson, Kristinn Jónas- son, Sólrún Guðjónsdóttir aðstoð- arskólameistari, Hrafnhildur Hall- varðsdóttir skólameistari og Sturla Böðvarsson. tfk Jeratún gefur gjafir Dagana 15., 16. og 17. maí verða þrennir jazztónleikar haldnir á Akranesi. Það er listafélagið Kal- man sem hefur umsjón með dag- skránni. Mánudagskvöldið 15. maí heldur Sönghópurinn við Tjörn- ina tónleika í Vinaminni ásamt jazz- sveit Fríkirkjunnar. Sálmahugtak- ið verður skoðað í víðu samhengi og flutt verða lög í djassútsetning- um eftir Gunnar Gunnarsson, Sig- urð Flosason, Tómas R. Einars- son, John Höybye og Lars Jans- son. Flytjendur auk Sönghópsins eru Gunnar Gunnarsson píanóleik- ari, Örn Ýmir Arason, kontrabassi, Aron Steinn Ásbjarnarson, saxó- fónn og Gísli Páll Karlsson, slag- verk. Þriðjudaginn 16. maí er síðan komið að heimamanninum Þorleifi Gauki munnhörpuleikara. Hann er mættur á land eftir nám í Berk- lee College of Music. Í þetta skiptið tekur hann með sér Ethan Jodzie- wicz, einn fremsta Roots-bassaleik- ara heims. Þeir félagar hafa verið að kanna tengsl old-time/bluegrass tónlistar og jazz og munu leiða tón- leikagesti í allan sannleikann um þá útkomu á Gamla Kaupfélaginu. Síðustu tónleikarnir verða síðan miðvikudaginn 17. maí en þá mun píanótríó Agnars Más Magnússon- ar koma fram. Á tónleikunum mun tríóið leika efni af nýútkomnum geisladiski og þjóðlög í bland. Á síðasta ári gaf Agnar frá sér geisla- diskinn Svif og er tónlistin öll frum- samin. Meðleikarar Agnars verða Scott McLemore trommuleikari og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari sem einnig voru Agnari innan handar við gerð plötunnar. Það er mikil gróska í íslenskum jazzheimi og gaman að geta feng- ið þessa frábæru listamenn hingað á Akranes. Allir tónleikarnir hefj- ast kl. 20.30 og eru um klukku- stundar langir. Miðaverð á tón- leikana er kr. 2.500 en styrktaraðilar Kalmans, Kalmansvinir, greiða kr. 1.500. Hægt er að kaupa miða í for- sölu og tryggja sér þá einnig 20% afslátt af mat á Gamla Kaupfélag- inu fyrir hverja tónleika gegn fram- vísun miða. Hægt er að panta miða í forsölu með því að hringja í síma 865-8974 eða senda póst á netfang- ið kalmanlistafelag@gmail.com. -fréttatilkynning Jazzdagar framundan á Akranesi Sönghópurinn við Tjörnina. Þorleifur Gaukur og Ethan Jodziewich. Agnar Már Magnússon.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.