Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 201720 Í sumar munu Skagahjónin Guðrún Sigríður Gísladóttir og Guðmundur S. Jónsson hjóla um 1.300 kílómetra leið á einni viku, frá Kaupmanna- höfn til Parísar, þegar þau taka þátt í einu stærsta samnorræna góðgerða- verkefni Norðurlandanna;Team Rynkeby. Um samhjól er að ræða en ekki keppni, þar sem allir þátt- takendur hjóla alla leiðina. Ferðin er krefjandi hjólreiðaferð en liðin hjóla yfirleitt á 25-27 kílómetra hraða á klukkustund. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland verður með þátttöku- lið í verkefninu. Í íslenska liðinu eru 33 hjólreiðamenn og átta aðstoðar- menn. Safnað í hverju landi fyrir sig Team Rynkeby er góðgerðaverk- efni sem hófst árið 2002 þegar ell- efu starfsmenn danska safafram- leiðandans Rynkeby Foods ákváðu að hjóla til Parísar til að hreyfa sig og fylgjast með lokum Tour de France. Fyrirtækið var aðalstyrkt- araðili ferðarinnar, en önnur fyr- irtæki studdu hana einnig. Svo vel gekk að safna styrkjum að hagnað- ur varð, sem starfsmennirnir gáfu til barnakrabbameinsdeildar sjúkra- hússins í Odense og þar með skap- aðist sú hefð. Team Rynkeby hef- ur farið fram árlega síðan og hefur stækkað ár frá ári og safnar hvert lið fyrir félag krabbameinssjúkra barna í sínu heimalandi. Í ár taka þátt um 1.750 reiðhjólamenn og 400 manna aðstoðarlið í 44 liðum. Liðin hafa nýtt veturinn í undirbúning og æf- ingar fyrir ferðina en þau stefna öll að sömu markmiðum; að safna pen- ingum fyrir krabbameinssjúk börn í hverju landi fyrir sig og til rann- sókna á þessum banvæna sjúkdómi og að koma þátttakendum í það gott form að þeir geti hjólað þessa vegalengd til Parísar og notið þess. Þátttakendur greiða sjálfir fyrir sína þátttöku, bæði fyrir ferðir og allan búnað. Valið í liðin Guðrún segir í samtali við Skessu- horn að þau hjónin hafi frétt af við- burðinum í gegnum blaðaviðtal í fyrravor. „Þar var talað við íslensk hjón sem voru að undirbúa þátt- töku sína með dönsku liði, sem var forsenda til að stofna íslenskt lið í framhaldinu. Eftir það fórum við að fylgjast með verkefninu á netinu og sóttum í framhaldinu um þátttöku. Okkur þótti þetta strax mjög spenn- andi þar sem okkur hefur lengi lang- að að hjóla erlendis. Síðan er þetta gríðarleg áskorun um að koma sér í gott líkamlegt form og frábært að geta samhliða þessu styrkt gott mál- efni,“ segir Guðrún. Alls sóttu rúm- lega 70 manns um að fá að taka þátt fyrir Íslands hönd og voru 33 vald- ir úr þeim hópi eftir m.a. einstak- lingsviðtöl. ,,Það er m.a. leitast við að hafa aldursbil þátttakenda sem breiðast og kynjahlutfall sem jafn- ast,“ útskýrir Guðrún. Íslenska lið- ið er skipað fólki víðsvegar af land- inu en Guðrún og Guðmundur eru einu Vestlendingarnir í liðinu. Fyrir áhugasama bendir Guðrún á að nú þegar er hægt að sækja um þátttöku vegna ferðarinnar 2018 á heimasíðu verkefnisins www.teamrynkeby.is. Finnur mest fyrir setunni Guðrún og Guðmundur hafa aldrei tekið þátt í neinu sambærilegu við Team Rynkeby en þau hafa verið að hjóla í um það bil fimm ár. Hún seg- ir þau aldrei hafa hjólað jafn mik- ið og nú. „Við höfum bara verið venjulegir hjólarar og hjólað Hval- fjörðinn einstaka sinnum. Ég fékk brjósklos fyrir fimm árum og veit að hjólreiðarnar gera mér gott, ég nota þær m.a. til að halda mér við.“ Til að geta tekið þátt í Team Rynkeby þarf að æfa stíft. Verkefnið framundan er krefjandi og krefst talsverðrar þjálf- unar. Íslenska liðið hefur því und- irbúið sig í allan vetur og hafa Guð- rún og Guðmundur æft tabata fjóra morgna í viku. Auk þess hafa þau verið á hjólaæfingum, á spinning- hjólum þrisvar í viku. Nú fara hjóla- æfingarnar allar fram úti. „Það eru allir þátttakendur á eins racerhjól- um og í eins fatnaði, fyrir utan aug- lýsingarnar á fötunum sem eru mis- munandi eftir liðum. Við fengum hjólin afhent í lok mars og síðan þá höfum við bara hjólað úti. Við þurf- um að hafa hjólað 2.500 kílómetra á þessum hjólum áður en við för- um af stað í júlí, til að þjálfa okkur og venjast setunni á hnakknum. Það er eitt af því erfiðasta við þetta, að sitja á hnakk í sex til tíu tíma á dag, dag eftir dag,“ segir Guðrún. Hjón- in æfa tvisvar í viku með liðinu en hjóla sjálf þess á milli. „Um síðustu helgi hjólaði lið- ið Hvalfjörðinn og við enduðum á Akranesi. Hvalfjörðurinn er um 75 km og við hjóluðum svo um Akra- nes og nágrenni þar til við vorum komin í 100 kílómetra.“ Guðrún segist finna mikinn mun á sér eft- ir allar æfingarnar. Áður hafi henni þótt ótrúlega langt að hjóla 30 kíló- metra en núna sé lítið mál að hjóla 50-80 km. „Við hjóluðum til dæmis rúmlega 50 kílómetra á föstudags- kvöldið, 100 á laugardaginn og yfir 40 á sunnudaginn. Bara um helgina voru þetta um 200 kílómetrar. Þetta tekur aðeins í lærin en maður finnur mest fyrir setunni.“ Allt að 190 kílómetrar á dag Ferðin hjá Team Rynkeby Ísland hefst laugardaginn 8. júlí næstkom- andi, þegar liðið hjólar af stað frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Að sögn Guðrúnar er áætlað að vega- lengdir á dag verði frá 82 km á síðasta degi upp í rúmlega 190 km. „Öll lið- in koma á svipuðum tíma til Parísar laugardaginn 15. júlí. Þá hjóla öll 44 liðin saman um 15 km leið í lög- reglufylgd um París sem endar síð- an á sameiginlegum stað.“ Á meðan á ferðinni stendur gista þátttakendur á hótelum. Liðin fara því mismun- andi leiðir, þar sem ekki gista allir á sömu hótelum. „Það er hjólað af stað milli sjö og átta leytis á morgnanna. Svo er tekið kortérs kaffi þar sem er stoppað, hálftíma hádegismatur og svo aftur kortérs hlé í kaffitímanum. Eftir það er hjólað þar til komið er á hótel.“ Guðrún segir íslenska liðið vera frábæran hóp en hún og Guð- mundur þekktu engan í hópnum fyr- ir. „Við höfum kynnst alveg ótrúlega flottum einstaklingum, jákvæðum og skemmtilegum. Þetta er spennandi verkefni en stundum þegar maður er alveg að gefast upp og skilur ekki hvað maður er búinn að koma sér út í, þá hugsar maður um málefnið og það hvetur mann áfram.“ Enn er hægt að styrkja verkefnið Að sögn Guðrúnar hefur íslenska Team Rynkeby liðinu gengið ágætlega að safna styrkjum. ,,Við höfum hingað til aðallega ver- ið að leita til fyrirtækja, varðandi styrki og auglýsingar á liðsfatnað. Allir geta lagt málefninu lið, t.d. með því að fara inn á heimasíðu verkefnisins, www.team-rynkeby. is/styrkur eða haft samband við okkur. Allir styrkir renna óskert- ir til Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna á Íslandi. Einnig höf- um við verið með aðrar fjáraflan- ir svo sem bíósýningu fyrr í vet- ur og verðum með styrktargolf- mót í samstarfi við Golfklúbbinn Leyni á Garðavelli á Akranesi 27. maí næstkomandi, en frekari upp- lýsingar um mótið eru á www. golf.is. Liðið mun líka æfa saman þann dag á Akranesi og í nágrenni. Það eru því mjög spennandi vik- ur framundan við áframhaldandi æfingar, safnanir og undirbúning fyrir ferðina.“ segir Guðrún að lokum. grþ Ætla að hjóla 1.300 kílómetra til styrktar krabbameinssjúkum börnum Guðrún og Guðmundur í hjólafatnaðinum sem þau munu nota á ferð sinni frá Danmörku til Frakklands. Liðin þurfa að æfa stíft fyrir sumarið. Hluti íslenska liðsins sem tekur þátt í Team Rynkeby í sumar. Myndin er tekin á æfingu síðastliðna helgi en þá var hjólað í Hvalfirði og á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.