Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2017 25 Fimmtudaginn 4. maí samþykkti byggðarráð Borgarbyggðar að út- hluta Skotfélagi Vesturlands svæði sem liggur við fólkvanginn Einkunn- ir undir skotæfingar. Þar sem það liggur næst eru 150 m á milli svæða. Á meðan skipulag skotæfinga- svæðisins var í auglýsingaferli og það kynnt fyrir íbúum komu mjög sterk viðbrögð gegn þessari fyrirætlan Borgarbyggðar. 58 einstaklingar skil- uðu inn mótmælum við slíkri fram- kvæmd á þessum stað, tveir undir- skriftalistar bárust sveitarstjórn og félagasamtök sem nýta sér fólkvang- inn til útivistar, sum meira en 60 ára, lýstu andstöðu sinni, þ.e. Skógrækt- arfélag Borgarfjarðar, Hestamanna- félagið Skuggi og Umsjónarnefnd Einkunna. Íbúar í Lækjarkoti lýstu yfir andstöðu sinni, en í Lækjarkoti er rekin öflug ferðaþjónusta, listagallerí og járnsmiðja sem skapa 20 manns vinnu. Íbúar Lækjarkots lýstu því yfir að staðsetning skotæfingasvæðins kippti fótunum undan rekstri þeirra, ef af þessari ákvörðun yrði þyrftu þau að bregða búi og flytja sig um set. Mótmæli íbúa Borgarbyggðar voru af ýmsum toga. Íbúar bentu á að tillagan samræmdist ekki aðal- skipulagi Borgarbyggðar, uppbygg- ingu á fólkvanginum, öryggisþátt- um og starfsemi sem er innan og við fólkvanginn. Einnig var vitnað til hljóðmengunar, öryggismála, nátt- úruupplifunar, stærðar sveitarfélags- ins, til náttúru fólkvangsins og bent á hve stutt er í æskulýðstarf, mannvirki og náttúrufyrirbrigði. Jafnframt bár- ust athugasemdir vegna nálægðar við atvinnustarf, þ.e. ferðaþjónustu og listagallerí. Rétt er að benda á vax- andi ferðamannastraum bæði inn- lendra og erlendra í fólkvanginn. Þessum athugasemdum hefur ekki enn verið svarað! Borgarbyggð fékk Ólaf Hjálm- arsson hljóðverkfræðing til að mæla hljóðstyrk frá riffli sem skotið var úr á fyrirhuguðu skotæfingasvæði. Hann kom og kynnti niðurstöður sínar á fundi í Menntaskólanum. Í máli hans kom m.a. fram að fyrri hljóðmæl- ingar voru ekki rétt framkvæmdar, hljóðmanir svokallaðar hafa óveru- leg áhrif á hljóðstyrk (en mikil sál- fræðileg áhrif) og engin hljóðmæling fór fram á reiðveginum næst fyrir- huguðu skotæfingasvæði. Í lok fund- arins var rætt um mikilvægi þess að slíkar hljóðmælingar færu fram. Því miður er skýrsla Ólafs ekki aðgengi- leg á netinu. Ég hvet sveitarstjórn að gera hana opinbera og láta fara fram hljóðmælingar á viðeigandi stöðum. Í fylgiskjölum með umsókn Skot- félags Vesturlands er vitnað til reglu- gerðar þar sem kemur fram að ef nauðsyn beri til megi veita undan- þágu frá banni til að nota hljóðdeyfi (hann mun dempa hljóðið um 30 dB) á öll vopn til þeirra sem nota skot- vopn vegna atvinnu sinnar. Hvergi er minnst á skotæfingar í reglugerðinni! Í minnisblaði þeirra kemur fram að það hafi farið fram mæling þar sem hljóðstyrkur hafi mælst 60 dB, hvað var það langt frá skotstað? Minni á að fólkvangurinn er í 150 m fjarlægð. Fólki til fróðleiks þá rakst ég á þessa mynd á netinu: Ég vil minna á og vekja athygli á nokkrum staðreyndum sem hafa komið fram: 150 m eru frá riffilbrautinni að • fólkvangsmörkum. rúm 1200 m loftlína er frá riff-• ilbraut að næstu íbúabyggð. 600 m loftlína er frá riffilbraut • að göngustíg sem liggur á milli Álatjarnar og Háfsvatns. um 1000 m loftlína er frá riffil-• braut að skátaskálanum Flugu. 800 m eru frá riffilbraut að fjöl-• förnum reiðveg/akveg/göngu- leið sem liggur í Einkunnir. 800 m eru frá riffilbraut að • Álatjörn. Í samstarfssáttmála núverandi meirihlutaflokka er boðað: „...að innleiða í ríkara mæli lang- tímahugsun með skýrum markmið- um og framtíðarsýn. Til þess að slík vinna öðlist gildi þarf að leita eftir frumkvæði og þátttöku íbúa í stefnu- mótun sveitarfélagsins. Því verða gildi á borð við samvinnu, auðmýkt og traust höfð að leiðarljósi.“ Hver er staðan á þessum vettvangi í Borgarbyggð? Var tekið tillit til á annað hundrað athugasemda? Var þeim svarað? Var tekið tillit til þeirra félaga, s.s. hestamanna, Skógræktarfélags Borg- arfjarðar og umsjónarnefndarinnar sem eru að nýta umrætt svæði í dag og hafa verið á svæðinu í tæp 70 ár? Var rætt við og leitað samráðs við ábúendur í Lækjarkoti þar sem rekin er öflug ferðaþjónusta, listagallerí og járnsmiðja sem skapa um 20 manns atvinnu? Var hlustað, rætt við og tekið tillit til óska skotfélagsmanna? Hvað var oft fundað með ofan- greindum aðilum? Sátu allir við sama borð? Það væri mjög farsælt fyrir sam- félagið í Borgarbyggð og öll sam- félög að starfa í þeim anda sem Sam- fylking og Sjálfstæðisflokkur boða í Borgarbyggð. Það skapar einingu, sátt, traust og stolt hjá íbúum sveitar- félagsins með gerðir sveitarfélagsins síns. Nú er lag að hlusta, leita sam- ráðs og taka upplýsta ákvörðun með hag allra íbúa sem eru að nýta sér svæðið í huga. Hilmar Már Arason. Höf. er formaður umsjónarnefndar Einkunna, útivistarperlu við Borg- arnes. Átakið hjólað í vinnuna hófst með formlegum hætti í síðustu viku þegar Óttar Proppé heilbrigðisráð- herra hjólaði ásamt fleirum af stað í vinnuna á miðvikudagsmorgni. Það er Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands sem stendur fyrir átakinu en um er að ræða heilbrigða vinnu- staðakeppni sem stendur að þessu sinni yfir dagana 3. til 23. maí. „Landsmenn hafa tekið átakinu gríðarlega vel í gegnum árin. Einn- ig má merkja að hjólreiðar allt árið hafa aukist til muna síðan verkefnið hófst fyrir 15 árum. Meginmark- mið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta,“ segir í tilkynningu frá ÍÓÍ. mm Hjóluðu af stað í vinnuna Ráðherra á hjólinu ásamt ferðafélögum sínum. Pennagrein Pennagrein Skotæfingasvæði í 150 m fjarlægð frá fólkvangi? Nú er lag að hlusta, leita samráðs og taka upplýsta ákvörðun með hag allra sem eru að nýta sér svæðið í huga. Síðustu þrjú ár höfum við, ég og gamall vinnufélagi minn sem verður níræður eftir nokkra mánuði, borðað saman í hádeginu á Höfða. Á þessum tíma hefur heilsu hans og sjón hrak- að svo að ég hef verulegar áhyggjur af honum. Þessi maður býr einn í húsi og hefur að mestu séð um sig sjálf- ur. En ég tek eftir því að oftar og oft- ar kvartar hann um magnleysi, slæma sjón og fleira, sem bagar hann. Ég tel mig fara rétt með, að hann sé búinn að sækja þrisvar sinnum um dvöl á Höfða, og fengið synjun jafn oft á þeim forsendum að hann þurfi ekki á henni að halda. Nú síðast var hann látinn ganga undir nokkuð sér- stakt próf í þessu sambandi. Spurn- ingarnar snérust flestar um hverstags- lega hluti. Dag, mánuð, ár, fæðingar- dag, aldur og ýmislegt í þeim dúr. Hann leit á þetta sem niðurlægjandi aðferð og skálkaskjól fyrir þá sem spurðu til að losna við að ræða stað- reyndir málsins, og kom hann bæði sár og reiður úr þessari yfirheyslu. Og þar við situr. Heilsa þessa manns og sjóndepra hefur ekkert með það að gera hvort hann fær hjálp, eða ekki. Af þessu leiðir meðal ann- ars það að nú óttast hann að geta ekki keyrt bílinn sinn lengur. Þar með verður hann eins og fangi í búri. Þetta er ekki eina mann- eskjan sem býr við þessar aðstæð- ur. Fjarri því. En hvernig er þetta? Kemur þetta engum við? Um þessi mál vill helst enginn tala. Hvernig er það með bæjarfélagið? Getur það ekki haft áhrif á þessi mál á einhvern hátt? Er þetta bara talið í nokkuð góðu lagi? Ef ég veit rétt, þá er verið að opna gömlu E deildina á Sjúkra- húsinu á Akranesi fyrir sjúklinga frá Reykjavík og þeir sem Höfði var í upphafi byggt fyrir, eiga engan rétt umfram aðra. Og það sem verra er; að Dvalarheimilið Höfði var lagt niður og í staðinn var stofnuð Sjúkrastofn- unin Höfði. Sem sagt; öldruðum við einhverja heilsu er úthýst þar og ekk- ert kom í staðinn. Þetta er ekki bara blettur á samfélaginu, heldur smánar- blettur, sem engum nema þeim sem á hjálp þurfa að halda virðist koma við. Verkin sýna merkin. Jón Frímannsson Smánarblettur á samfélaginu Laugardaginn 13. maí heldur Flug- björgunarsveitin á Hellu sína 44. tor- færukeppni og hefst hún klukkan 11. Um leið verður keppnin fyrsta umferð Íslandsmótsins í torfæru 2017. Eknar verða sex brautir og öllu til tjaldað, að sögn forsvarsmanna keppninnar. Um 25 keppendur eru skráðir til leiks og munu þeir etja kappi í sandbrekk- um, ánni og mýrinni þar til yfir lík- ur um klukkan 16:00. „Þetta er sport fyrir alla fjölskylduna að horfa á þar sem má sjá veltur, tilþrif og listir eins og torfæruökumönnum einum er lag- ið,“ segir í tilkynningu. Aðgangseyrir er krónur 2000 en frítt fyrir 12 ára og yngri. mm Torfærumót á Hellu næsta laugardag 20 keppendur eru skráðir til keppni í tveimur flokkum. Einn af þeim er torfærugoðsögnin Árni Kópsson sem margir þekkja úr akstursíþróttunum. Hann ók Heimasætunni fyrir um þremur áratugum til sigurs í flestum keppnum, en eftir gott gengi til fjölda ára seldi hann svo bílinn. Nú er Árni skráður til keppni á laugardaginn á Heimasætunni. Sandbrekkurnar, börðin, áin og mýrin munu efalaust flækjast eitthvað fyrir þessum köppum. Á dögunum opnuðu frænkurnar Mæsa og Theó agnarsmátt kaffihús í húsnæði Harbour Hostel í Stykk- ishólmi, Slowly kaffi. Þar hyggjast þær bjóða upp á gæðakaffi og smá- vægilegt meðlæti fyrir kaffiþyrsta Hólmara og aðra gesti. Kaffihúsið verður opið frá því klukkan átta á morgnana á virkum dögum og fram eftir degi, eftir því sem hægt er fyr- ir samanlagt fjögurra barna mæður. Megináhersla er þó lögð á morg- unkaffi og með því. Kaffihúsið er í raun hluti af enn stærra batter- íi því frænkurnar hafa stofnað fyr- irtæki sem nefnist Stykkishólmur Slowly. Undir þeim merkjum ætla þær að bjóða upp á menningar- tengdar ferðir í sátt við samfélag og náttúru og kenna fólki að „njóta í stað þess að þjóta”. Um er að ræða gönguferðir um Stykkishólm sem allar enda í því sem þær nefna „há- stemmdri lautarferð,” þar sem mat- armenning og -framleiðasla svæðis- ins er kynnt fyrir gestum. sá Njóta í stað þess að þjóta í Stykkishólmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.