Skessuhorn - 31.05.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 20178
Aflatölur fyrir
Vesturland
20. - 26. maí
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 18 bátar.
Heildarlöndun: 23.022 kg.
Mestur afli: Stapavík AK:
3.674 kg í tveimur löndun-
um.
Arnarstapi 23 bátar.
Heildarlöndun: 149.115
kg.
Mestur afli: Bárður SH:
96.972 kg í níu löndunum.
Grundarfjörður 24 bátar.
Heildarlöndun: 333.776
kg.
Mestur afli: Hringur SH:
66.220 kg í einni löndun.
Ólafsvík 49 bátar.
Heildarlöndun: 507.755
kg.
Mestur afli: Guðmund-
ur Jensson SH: 61.419 kg í
þremur löndunum.
Rif 35 bátar.
Heildarlöndun: 378.554
kg.
Mestur afli: Rifsnes: 55.321
kg í einni löndun.
Stykkishólmur 26 bátar.
Heildarlöndun: 74.538 kg.
Mestur afli: Sunna Rós SH:
6.944 kg í fjórum löndun-
um.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Hringur SH - GRU:
66.220 kg. 23. maí.
2. Anna EA - GRU:
63.423 kg. 24. maí.
3. Rifsnes SH - RIF:
55.321 kg. 22. maí.
4. Tjaldur SH - RIF:
50.877 kg. 22. maí.
5. Helgi SH - GRU:
46.911 kg. 21. maí.
-grþ
Um þessar mundir er verið að leggja
lokahönd á nýjan veitingastað á Arn-
arstapa. Staðurinn verður rekinn af
fyrirtækinu Birkisól ehf., en að því
standa hjónin Helga Birkisdóttir
og Ólafur Sólmundsson, sem jafn-
framt reka Prímus Kaffi á Helln-
um. Skessuhorn hitti Helgu að máli
á föstudaginn og ræddi við hana um
nýja staðinn, sem hefur fengið nafn-
ið Stapinn. Hún segir fjórar ástæður
liggja að baki nafninu. „Í fyrsta lagi
er staðurinn auðvitað á Arnarstapa
og þar gnæfir Stapafellið yfir. Í öðru
og þriðja lagi þá er Stapinn líka til í
Vogum á Vatnsleysuströnd, þar sem
móðurfólkið mitt bjó. Í honum býr
Stapadraugurinn sem við krakkarn-
ir lékum okkur að því að ögra þeg-
ar við vorum lítil. Sjálf ólst ég upp
í Keflavík og þar var Stapinn aðal
skemmtistaðurinn þegar ég var ung-
lingur. Það kom því eiginlega ekkert
annað til greina en þetta nafn,“ segir
Helga og brosir.
Stapinn er staðsettur norðan
vegar á Arnarstapa í rétt tæplega
eitt hundrað fermetra timburhúsi.
Húsið hannaði Ómar Pétursson í
Nýhönnun á Hvanneyri og er það
smíðað af Kristjáni bróður hans í
PJ byggingum. Helga kveðst ánægð
með hvernig til tókst. „Húsið er fal-
legt og kemur skemmtileg á óvart
hvað rúmast vel í því. Það er ekki
stórt, níutíu og eitthvað fermetrar
en mjög vel heppnað,“ segir hún.
„Fyrir utan verður síðan 160 fer-
metra pallur með stólum og borð-
um, sófa og útihiturum. Þar verður
hægt að sitja fram eftir kvöldi, hafa
það huggulegt og njóta lífsins,“ bæt-
ir hún við.
Gott andrúmsloft
aðalatriðið
Helga segist ekki vera búin að leggja
lokahönd á matseðil Stapans enn
sem komið er. Hann verði þó til-
búinn innan tíðar. „Ég er með alls
konar hugmyndir sem ég á eftir að
vinna úr. Það verður gaman að vinna
úr þeim, ég er búin að láta mér detta
margt skemmtilegt í hug,“ segir
hún. „En ég sé fyrir mér nokkurs
konar grillstað en samt með fínna
ívafi. Það verður hægt að fá ham-
borgara en líka osta og salsa, vöfflur
með ís og fleira gott,“ bætir hún við.
Stemningin og andrúmsloftið verð-
ur þó aðalatriðið. „Aðal áherslan
verður á að þarna verði góð stemn-
ing, gleði og gaman og hlýtt viðmót.
Starfsfólkið er sérlega almennilegt,
krakkar frá Tékklandi og Íslandi.
Sumir þeirra eru að koma í vinnu til
okkar þriðja sumarið í röð. Þetta eru
alveg frábærir krakkar, reglusam-
ir og vinnusamir, jákvæðir glaðir og
skemmtilegir. Ég hef verið ótrúlega
heppin með starfsfólk, það er ekkert
sjálfgefið,“ segir Helga ánægð.
Hafa trú á uppbyggingu
á Stapa
Aðspurð hvers vegna þau hafi ákveð-
ið að bæta veitingarekstri á Arnar-
stapa við þann rekstur sem fyrir er
á Hellnum segir Helga að þau hafi
einfaldlega trú á þeirri uppbyggingu
sem þar á sér stað um þessar mund-
ir. „Það er uppbygging á Arnarstapa
sem er mjög jákvætt. Ég held að
Stapinn sé góður liður í þeirri upp-
byggingu og skemmtileg viðbót við
það sem fyrir er. Við höfum trú á að
þetta gangi upp,“ segir hún og bæt-
ir því við að þau hafi góða reynslu
af rekstri Prímus Kaffi á Hellnum.
„Það hefur gengið mjög vel síðan við
byrjuðum þar 2014. Á Prímus Kaffi
leggjum við mikið upp úr heima-
gerðum mat, heimabökuðum kök-
um með kaffinu og brauði með súp-
unni. Það hefur mælst mjög vel fyr-
ir. Gestum hefur fjölgað ár frá ári og
við erum búin að stækka kaffihúsið
einu sinni,“ segir Helga. „En Helln-
ar og Arnarstapi eru ólíkir staðir
þó stutt sé á milli þeirra og öðru-
vísi stemning. Á Hellnum er meiri
kyrrð og ró, en meira líf á Arnar-
stapa. Báðir staðirnir eru óskaplega
fallegir og það er gott að taka á móti
ferðamönnum sem minna mann
á það. Við þurfum að láta minna á
okkur á hvað við eigum fallegt land
og höfum það gott,“ segir hún.
Aðspurð um væntingar til nýja
staðarins kveðst hún fyrst og fremst
vonast til að hafa ánægju af honum.
„Ég vonast aðallega eftir því að þetta
verði skemmtilegt og áfram gaman
hjá okkur þó það verði mikið að gera
og álagið stundum mikið. Mig lang-
ar að skapa góða stemningu og vona
að það gangi eftir,“ segir hún.
Opna á sjómannadaginn
Helga áætlar að Stapinn verði
opnaður 11. júní næstkomandi, á
sjómannadaginn. „Við ætlum að
halda gott opnunarpartí 10. júní
fyrir starfsfólk, fjölskyldu og vini
og þá sem hafa unnið að bygging-
unni og opna síðan með pompi
og prakt daginn eftir. Ég vona að
það muni ganga upp,“ segir hún
og kveðst ekki eiga von á öðru en
að opnunardagsetningin geti stað-
ist. Framkvæmdir hafi gengið vel
og lítið sé eftir. „Núna er verið
að smíða pallinn en annars er lít-
ið eftir. Það þarf að lakka gólf og
það er smá eftir í rafmagnsvinn-
unni. Síðan er eftir að setja hurð-
ir á innréttingar og smá frágang-
ur. Þetta hefur gengið mjög vel og
Ólafur, maðurinn minn, hefur ver-
ið þarna öllum stundum með góða
menn sér til halds og trausts,“ seg-
ir Helga. Þannig hafa þau raun-
ar unnið að öllum framkvæmdum
sem tengjast þeirra rekstri, bæði á
Prímus Kaffi og nú við byggingu
Stapans. „Það erum bara við sem
stöndum í þessu, það gerir þetta
enginn fyrir okkur en þannig vilj-
um við líka hafa það. Við viljum
gera vel og leggjum hjartað í það
sem við gerum en ætlum ekki að
vera með neinn æðibunugang í
upphafi heldur sjá hvernig þetta
þróast. Það á að vera notalegt og
skemmtilegt að stoppa í Stapan-
um,“ segir Helga Birkisdóttir að
endingu. kgk
Stapinn er nýr veitingastaður á Arnarstapa
- Verður opnaður 11. júní með pompi og prakt
Hjónin Helga Birkisdóttir og Ólafur
Sólmundsson.
Veitingastaðurinn Stapinn er staðsettur norðan við veginn á Arnarstapa. Þessa
stundina er verið að smíða pallinn, sem verður 160 fermetrar að stærð.
Miklar endurbætur hafa að undan-
förnu staðið yfir við Farfuglaheim-
ilið við Borgarbraut 9-13 í Borgar-
nesi. Innandyra lýkur framkvæmd-
um 1. júní en þá er eftir að mála og
ganga frá utandyra. Gestamóttaka
hefur nú verið endurnýjuð og einn-
ig gestaeldhúsið. Öll 21 herbergin á
heimilinu eru nú með nýjum hús-
gögnum. Eva Hlín Alfreðsdóttir er
móttökustjóri á Farfuglaheimilinu
en alls eru starfsmenn 5-6. mm
Endurbætur á Farfuglaheimilinu
í Borgarnesi
Úr móttöku og matsal.
Svipmynd úr einu af 21 herbergi á farfuglaheimilinu.