Skessuhorn - 31.05.2017, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 13
Til sölu eru átta samliggjandi sumarhúsalóðir á kyrrlátum stað í Borgarfirði
(lóðir 11-18). Landið er hluti skipulags sumarhúsasvæðis sem nefnist
Melabyggð og er úr landi Birkihlíðar í Reykholtsdal. Skipulagið nær yfir alls
40 ha og skiptist í 18 hektara lóðir en 22 ha eru skógræktarsvæði sem nú
er að mestu búið að planta í. Vegur, rafmagn og neysluvatn er komið að
mörkum neðstu lóðar. Hver lóð er um 10.000 fm að stærð (1,0 ha). Engin
hús eru risin á þessum hluta skipulagsins en fimm hús á neðra svæðinu
(á lóðum 1-10). Heimilt er að byggja allt að 100 fm hús á hverri lóð.
Lóðirnar átta bjóðast nú saman. Verð: Tilboð.
Allar nánari upplýsingar gefur eigandi í síma 894-8998.
Lóðir/land til sölu í Borgarfirði
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Heit laug við Langasand á Akranesi
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í uppsteypu á laugarmannvirki við
Langasand á Akranesi ásamt tilheyrandi jarðvinnu og frágangi.
Helstu magntölur:
Steypa 150 m3
Mótafletir 400 m2
Grjótvörn 750 m3
Verklok eru 20. nóvember 2017. Útboðsgögn eru afhent á
stafrænu formi með þvi að senda tölvupóst á netfangið akranes.
utbod@mannvit.is, með ósk þar um, þar sem fram
kemur nafn, netfang og símanúmer bjóðanda.
Tilboð verða opnuð í ráðhúsi Akranesbæjar, Stillholti 16-18,
Akranesi, fimmtudaginn 15. júní 2017 kl. 11:00.
Sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs
Á laugardaginn tóku starfsmenn
Límtré Vírnets í Borgarnesi til
hendinni; hentu rusli og snyrtu til
í kringum fyrirtækið. „Við tókum
okkur til og snyrtum hér í kring-
um fyrirtækið og alveg niður í fjöru
þar sem var talsvert járnarusl. Við
unnum að þessu með starfsmanna-
félaginu og ætlum að halda þess-
ari tiltekt áfram á næstunni. Maður
þarf að hugsa um umhverfið líka og
þetta er liður í því. Þetta gekk mjög
vel hjá okkur og það var góður andi
í hópnum. Þetta var eiginlega bara
skemmtilegt og maður var ánægður
eftir dagsverkið,“ sagði Jakob Guð-
mundsson hjá Límtré Vírneti þegar
Skessuhorn sló á þráðinn til hans í
gær. bþb
Hreinsunardagur Límtré Vírnets
Starfsmenn voru ánægðir með dagsverkið og munu halda áfram að snyrta til.