Skessuhorn - 31.05.2017, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 201714
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur
Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpiehf.is
HAFÐU
SAMBAND
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði
Opinn hádegisfundur um ferðaþjón-
ustu á Akranesi var haldinn í Tón-
bergi, sal tónlistarskólans þar í bæ,
síðastliðinn föstudag. Fulltrúar Sæ-
ferða sögðu frá fyrirhuguðum ferju-
siglingum milli Akraness og Reykja-
víkur. Nánar er greint frá því í ann-
arri frétt í Skessuhorni vikunnar (sjá
bls. 10).
15 skipakomur
Fulltrúar frá Faxaflóahöfnum fóru
yfir komur skemmtiferðaskipa til
Akraness á komandi sumri, en alls eru
15 skipakomur áætlaðar. Fyrst leggst
Callisto að bryggju föstudaginn 12.
júní næstkomandi, en það skip mun
koma alls 14 sinnum í sumar. Le Bo-
real kemur síðan 30. júlí næstkom-
andi með um 260 farþega innanborðs.
Í umræðum um skipakomur var rætt
hversu mikil tækifæri lægju í komum
farþegaskipa, þar sem farþegar skip-
anna færu margir í fyrirfram skipu-
lagðar ferðir. Gísli Gíslason, hafnar-
stjóri Faxaflóahafna, svaraði því til að
reynsla frá öðrum stöðum hefði sýnt
að um 70% farþega færu í fyrirfram
skipulagðar ferðir en 30% gerðu það
alls ekki. Þá færi áhöfn skipanna ekki
í ferðir, þó hún færi í land. „Nær alls
staðar er fjöldi áhafnarmeðlima van-
metinn,“ sagði hann.
Aðspurður sagði hann jafnframt að
ferðaþjónustufólk og veitingamenn á
Akranesi gætu freistað þess að kom-
ast inn í skipulagðar ferðir fyrir far-
þega. Það væri gert með því að hafa
samband við skipaumboðsmanninn.
Markhópur bæjarins væri þó fyrst og
fremst sá hluti sem ekki fer í skipu-
lagðar ferðir, sem og áhöfn skipanna.
Þá lagði hann áherslu á skipakom-
ur væru langhlaup, það tæki tíma að
mynda tengslanet og skapa bænum
orðspor sem komustað skemmti-
ferðaskipa.
Hlutverk bæjarfélagsins
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á
Akranesi, ræddi síðan hlutverk Akra-
ness í ferðaþjónustu og greindi að
því hverju væri unnið að í þeim
efnum. Fyrst nefndi hann Akra-
nesvita. Tilraunaverkefni með
heilsársopnun vitans verður hald-
ið áfram til ársloka. Vitann hafa
heimsótt 40 þúsund manns frá
2012, þar af 14 þúsund á síðasta
ári. Það sem af er 2017 hafa fimm
þúsund gestir sótt vitann heim.
Þessa dagana er verið að undirbúa
þjónustuhús á Breiðinni fyrir opn-
un, en því var nýverið komið fyr-
ir. Þá fer senn af stað undirbún-
ingur vegna 100 ára afmælis gamla
vitans sem nær þeim merku tíma-
mótum á næsta ári. Rekstrarkostn-
aður Akranesvita og upplýsinga-
miðstöðvar er 10 milljónir á ári.
Því næst sagði hann frá Tjald-
svæðinu við Kalmansvík, sem opið
er 5. maí til 1. október. Á síðasta
ári komu þangað sjö þúsund gest-
ir. Endurbætur hafa verið gerðar
á salernum og sett upp ný leik-
tæki fyrir börn, auk þess sem raf-
magnsmálum hefur verið kom-
ið þar í betra horf. Rekstur tjald-
svæðisins nam tæpum 10 milljón-
um á síðasta ári en tekjur voru sjö
milljónir.
Gestir Byggðasafnsins í Görð-
um voru 2000 á síðasta ári og gert
er ráð fyrir að þeir verði 2200 í ár.
Safnið fær 50 milljónir í framlag
frá eigendum þess, Akraneskaup-
stað og Hvalfjarðarsveit. Pening-
arnir eru nýttir í smíði bátahúss,
almennt viðhald auk þess sem nú
er unnið að uppsetningu nýrrar
grunnsýningar.
Bærinn ver 1,4 milljónum í
markaðs- og kynningarmál, það er
að segja auglýsingar vegna ferða-
þjónustu og er bærinn kynntur í
prentmiðlum og stafrænum miðl-
um. Þá hefur kort af Akranesi ver-
ið prentað í 20 þúsund eintökum
þar sem er yfirlit yfir þjónustu á
svæðinu, auk göngu og hjólaleiða
og hvar hægt er að fá upplýsingar.
Þá er auglýsing um gerð Guð-
laugar í útboði og birtist í blaðinu
í dag, en Guðlaug verður heit laug
í grjótgarðinum við Langasand.
Bærinn fékk til gerðar hennar 10
milljónir að gjöf úr Bræðraparts-
sjóði árið 2014 auk 30 milljóna
framlags úr Framkvæmdasjóði
ferðamannastaða nú í ár. Verklok
við laugargerðina eru áætluð 20.
nóvember á þessu ári.
kgk
Ferðamál voru til umræðu á Akranesi
Skemmtiferðaskipið Le Boreal leggst hér að bryggju í Grundarfirði.
Ljósm. úr safni/ tfk.
Akranesviti og gamli vitinn á Breiðinni á Akranesi.
Fundarmenn hlýða á erindi.
Akranesbæ hefur verið boðið að
vera heiðursgestur á lista- og
menningarhátíðinni Menning-
arnótt, sem haldin er í Reykja-
vík ár hvert. Sævar Freyr Þráins-
son bæjarstjóri greindi frá þessu
á opnum fundi um ferðaþjónustu
á Akranesi síðastliðinn föstu-
dag. Sagði hann að boð þess efn-
is hefði borist bæjaryfirvöldum
síðastliðinn miðvikudag. „Inn-
an tíðar mun hefjast vinna við
að tengja Menningarnótt hingað
yfir á Akranes,“ sagði Sævar.
Menningarnótt verður hald-
in laugardaginn 19. ágúst næst-
komandi.
kgk
Akranes heiðursgestur
á Menningarnótt
Þjóðlagasveitin Slitnir Strengir. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum
hætti. Ljósm. úr safni.
Veiðin hefur verið ágæt í Hrauns-
firði á Snæfellsnesi það sem af er
sumri og margir fengið fína veiði.
Bleikjan hefur verið að gefa sig og
hún er vel haldin þessa dagana. „Jú,
það hefur verið veiði, við höfum
fengið í soðið nokkrum sinnum,“
sagði Bjarni Júlíusson sem hefur
veitt nokkrum sinnum í Hrauns-
firðinum í vor og sumar.
„Við eigum bústað þarna rétt hjá
og stutt að fara að veiða. Hrauns-
fjörðurinn er skemmtilegur,“ sagði
Bjarni sem var að drífa sig til að vera
við opnun urriðasvæðisins í Laxá
í Þingeyjarsýslu. „Við fréttum að
vel hefði veiðst hjá honum og fleir-
um fyrsta daginn sem mátti veiða.
Veiðimenn sem voru í Hvítárvatni
nýverið fengu fína veiði, bæði urr-
iða og bleikju. Vötnin koma vel
undan vetri og fiskurinn er í tök-
ustuði, en það skiptir miklu máli.“
g
Hraunsfjörðurinn
hefur verið að gefa veiði
Hafþór Bjarni Bjarnason með fallega bleikju úr Hraunsfirði fyrir skömmu.
Ljósm. bj.