Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2017, Side 4

Skessuhorn - 14.06.2017, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Skerpt á verðvitundinni Enginn vafi er að mikill skjálfti hefur gripið um sig á íslenskum smásölu- markaði eftir komu ameríska kaupfélagsins hingað til lands. Viðbrögð markaðarins hafa hins vegar verið með býsna ólíkum hætti. Til eru smá- sölufyrirtæki sem ætla greinilega að freista þess að bregðast ekki við breytt- um aðstæðum, halda sig við sama gamla verðið, óbreytt vöruframboð og þjónustu og bíða þess líklega að rykið taki að setjast. Svo eru önnur og kvik- ari fyrirtæki á markaði sem fóru strax á síðasta ári að breyta áherslum til að takast á við komu þessa nýja risa á smásölumarkað. Þá hefur að undanförnu átt sér stað býsna mikil samþjöppun á fyrirtækjamarkaði sem sýnir glöggt að byrjað er að fara um ýmsa sem höfðu það notalegt við kjötkatlana. Nú eru Hagar og Olís til dæmis gengin í eina sæng, Skeljungur og 10-11 og nú síðast heyrðist af sameiningu N1 og Krónunnar. Allt eru þetta viðbrögð við því að kominn er á markað verslun sem selur t.d. eldsneyti fyrir 15% lægra verð en við höfum þekkt, brauð fyrir allt að tíunda hluta þess verðs en við þekkjum og áfram mætti telja. Nú síðast sá ég frétt þess efnis að Ölgerðin væri búin að kaupa Kú. Ekki veit ég hvort það er af ótta við að hægt er að kaupa ódýr drykkjarföng eða osta í Costco, eða ástæðan sé einhver önnur. Einhver hlýtur skýringin að vera því annars væru kaupin út úr kú. Öll þessi viðbrögð markaðarins eru athyglisverð og taka á sig ólíkar myndir. Mér finnst ekkert annað en jákvætt að Einar í Einarsbúð, gamli kaupmaðurinn á horninu, fari suður í Costco og kaupi þar vöru til endur- sölu, ef verðið sem honum býðst þar er lægra en heildsalar hafa fram til þessa boðið honum. Það er náttúrlega ekkert annað en vísbending um að heildsölum mun fækka, líkt og eftir að fyrsta Bónusbúðin var opnuð þarna um árið. Ef heildsalinn í þessu tilfelli ætlar að lifa, þarf hann einfaldlega að lækka verð eða/og bæta þjónustuna. Nýr formaður VR skrifaði upplýsingandi grein í einhvern fjölmiðilinn í vikunni sem leið. Þar heldur hann því fram að koma Costco ein og sér á markaðinn hafi miklu minni áhrif en hin opna verslun sem hefur farið fram á netinu í nokkur ár. Á netinu getur almenningur keypt það sem hon- um sýnist, fengið sent á nokkrum dögum svo lengi sem flutningskostnað- ur og -tími er innan skynsamlegra marka. Þetta er rétt svo langt sem það nær. Hins vegar er eðli matvöru, sem er uppistaðan í því sem Costco er að selja, háð ákveðinni nálægð við viðskiptavininn. Allavega þekki ég fáa sem myndu kaupa sér agúrkur eða nautahakk í vefverslun frá Kína. Það er því mín skoðun að útbreiðsla og áframhaldandi tryggð fólks við að gera megin innkaup sín í Costco mun fara eftir samgöngum. Ef samgöngur eru greið- ar, ferðatíminn innan skynsamlegra marka og vegalengdir einnig, þá virð- ast jafnvel Íslendingar vera tilbúnir að leggja svona langar kaupfélagsferðir á sig. Í það minnsta sá ég í þessari einu verslunarferð sem ég hef átt þarna suður í Garðabæ fullt af fólki af Vesturlandi. Á sama tíma hefur greinileg fækkun viðskiptavina orðið í verslunum okkur nær, sem fram til þessa hafa verið kjaftfullar af fólki. Auðvitað hlutu þetta að verða áhrifin, buddan er látin tala. Mér reiknast til dæmis til að miðað við elsneytisnotkun á mínum heimilisbíl geti ég sparað sem nemur 7.500 krónum á mánuði með að kaupa bensínið í Costco í samanburði við verð hinna olíufélaganna. Það munar um minna. Ég viðurkenni fúslega að ég hef fylgst grannt með bæði umræðu og skrif- um um komu þessarar nýju verslunar hingað til lands. Fyrir almenning hafa áhrifin almennt verið jákvæð, en til lengri tíma má reikna með að smá- söluaðilum muni fækka og samþjöppun aukast enn frekar. Það jákvæða við þetta allt er hins vegar sú staðreynd að nú virðist vera búið sé að skerpa á verðvitund Íslendinga. Kannski var alveg kominn tími til. Magnús Magnússon Leiðari Á sjómannadaginn á Akranesi var nýja björgunarskip Björgunar- félags Akraness vígt við hátíðlega athöfn í Akraneshöfn. Skipið heit- ir jón Gunnlaugsson og er nefnt eftir jóni Gunnlaugssyni útvegs- bónda frá Bræðraparti á Akranesi. Árið 1971 var stofnaður sjóður af börnum hjónanna jóns Gunnlaugs- sonar og Guðlaugar Gunnlaugs- sonar til minningar um þau. Eign sjóðsins var landið Bræðrapartur og runnu lóðarleigutekjur af land- inu í sjóðinn. Hlutverk sjóðsins var að styrkja ungt fólk til náms í sam- bandi við sjávarútveg og vinnslu sjávarafurða. Enn fremur var heim- ilt að verja hluta af tekjum sjóðs- ins til slysavarna, en björgunar- og slysavarnamál voru þeim hjónum hugleikin. Í lok febrúar 2014 var minningar- sjóðnum formlega slitið og við það tilefni var Björgunarfélagi Akraness og Slysavarnadeildinni Líf úthlutað lóðum sjóðsins til eignar. Að auki fengu þau rausnarlega peningagjöf sem skiptist jafnt á milli félaganna. Ákveðið var að styrkurinn úr sjóðn- um yrði nýttur til að styrkja sjó- flokk björgunarfélagsins. Flutt var inn skip frá Bretlandi sem framleitt var árið 1996. Þar hafði það gegnt hlutverki sjómælinga- og hafnsögu- báts hjá breska sjóhernum. Skipið kom til Íslands í nóvember 2014 og var fljótlega hafist handa við endur- bætur á tækjabúnaði skipsins. Allt rafmagn hefur verið endurnýjað og megnið af þeim tækjabúnaði sem var í skipinu sömuleiðis. Skipið er útbúið hitamyndavél sem er öfl- ugt verkfæri þegar kemur að leit og björgun og side-scan sónar til leitar neðansjávar. Mikið hefur verið unn- ið í sjálfboðavinnu og hafa þeir Ant- on Örn Rúnarsson og jón Gunnar Ingibergsson stýrt því verkefni. Birna Björnsdóttir, formaður Björgunarfélags Akraness, tók til máls við vígslu björgunarskipsins og rakti tildrög þess að jón Gunn- laugsson var tekinn til notkunar hjá björgunarfélaginu. „Við vonumst til að skipið verði góð viðbót við tækjaflóru félagsins og komi til með að nýtast okkur vel í komandi verk- efnum. Framundan eru spennandi tímar. Þjálfa þarf áhöfn á skipið og er stór hópur félaga sem er áhuga- samur um að sinna því hlutverki. Einnig þarf að fara í prufusigling- ar, læra á skipið, tæki þess og tól. Þetta er stór dagur í sögu Björgun- arfélags Akraness. Á Akranesi hefur í gegnum tíðina verið mikill metn- aður í sjóbjörgunarmálum og mun tilkoma jóns Gunnlaugssonar gera það að verkum að svo verði áfram,“ sagði Birna í ræðu sinni. Eftir Birnu tók séra Þráinn Haraldsson til máls og blessaði skipið og áhöfn þess. bþb Jón Gunnlaugsson vígður við hátíðlega athöfn á Akranesi Fjölmargir voru viðstaddir þegar björgunarbáturinn Jón Gunnlaugsson var form- lega vígður og honum gefið nafn á sjómannadaginn. Sveitarstjórn Borgarbyggðar fór á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag yfir lyktir Alþingis við þinglok um mánaðamótin síðustu um meðferð fjármuna úr jöfnunarsjóði sveitar- félaga. „Sveitarstjórn Borgarbyggð- ar lýsir andstöðu við þá ákvörð- un Alþingis frá 1. júní sl. að breyta lögum um tekjustofna sveitarfélaga á þann veg að helmingi þess fjár sem situr í jöfnunarsjóði sveitar- félaga vegna álagningu s.k. banka- skatts verði úthlutað eftir almenn- um gildandi reglum um jöfnunar- sjóðinn og helmingi þess í samræmi við hlutdeild sveitarfélaga í álögðu heildarútsvari á árinu 2016. Fyrir liggur að nokkur undanfarin ár hef- ur fé safnast upp í sjóðnum ár frá ári í stað þess að því væri úthlutað til sveitarfélaga samkvæmt gildandi reglum hans. Þessi ákvörðun hef- ur valdið Borgarbyggð fjárhagsleg- um skaða þar sem úthlutuð framlög úr sjóðnum til sveitarfélagsins hafa verið lægri en gildandi lög og regl- ur segja til um.“ Sveitarstjórn samþykkti á fundi sín- um að fela sveitarstjóra að skýra eftir föngum réttarstöðu sveitar- félagsins í þessu sambandi og hefja síðan undirbúning að málshöfðun á hendur jöfnunarsjóði sveitarfé- laga vegna þess fjárhagslega skaða sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir vegna fyrrgreindra aðgerða sjóðs- ins. mm Íhuga að leita réttar síns vegna vanefnda á greiðslum úr Jöfnunarsjóði Á Sjómannadaginn síðastliðinn sunnudag hlaut áhöfn Saxhamars SH 50 viðurkenningu frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu fyrir að hafa sýnt öðrum fremur góða ör- yggisvitund á námskeiðum Slysa- varnaskóla sjómanna. Á Saxhamri er Friðþjófur Sævarsson skipstjóri og tók Sævar Freyr Reynisson yfirstýrimaður á móti viðurkenn- ingunni fyrir hönd áhafnarinnar. Svanfríður Anna Lárusdóttir ritari stjórnar Slysavarnafélagsins Lands- bjargar afhenti viðurkenninguna sem er farandbikar til varðveislu í eitt ár ásamt veggskildi til eignar. mm Áhöfn Saxhamars SH sýndi góða öryggisvitund

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.