Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2017, Page 6

Skessuhorn - 14.06.2017, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 20176 Sveitar- sjóður kaupir fjórar íbúðir SNÆFELLSBÆR: Bæj- arstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt að kaupa fjórar íbúðir við Fossa- brekku 21 í Snæfellsbæ, ásamt bílskúr við Hjarð- artún. Fasteignirnar eru í eigu Íbúðalánasjóðs og hefur Kristni jónassyni bæjarstjóra verið falið að ganga frá kaupunum, að því gefnu að lán að fjár- hæð 60 milljónir króna fáist hjá Lánasjóði sveit- arfélaga til að fjármagna kaupin. Til trygging- ar láninu standa tekjur sveitarfélagsins. Að sögn Kristins eru íbúðirnar allar í útleigu og verða það áfram. „Með þessu erum við að auka fram- boð leiguhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins. Hér er mikill skortur á leiguhús- næði og það hafa komið mörg mál inn á mitt borð síðasta hálfa árið, þar sem fólk leitar til okkar og er í vandræðum með að fá leiguhúsnæði. Þetta var vandamál áður en hefur aukist mikið síðustu mán- uði. Það er í raun sama staða um allt land; það vantar leiguhúsnæði og við erum bara að bregð- ast við þeim skorti,“ segir Kristinn. -grþ Linda Björk ráðin skrif- stofustjóri HVALFJ.SV: Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin skrifstofu- stjóri Hvalfjarðarsveitar. Starfið var auglýst laust til umsóknar í vor og sótt nítján um. Linda Björk er rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst og hefur frá 2011 unnið í Landsbankanum á Akra- nesi, nú síðast sem við- skiptastjóri. Þar áður var hún fjármálastjóri í Borg- arbyggð og sveitarstjóri í Borgarfjarðarsveit. Linda er gift Karvel L. Karvel- ssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvö börn, 19 og 24 ára og eitt barna- barn. Gert er ráð fyrir að Linda taki til starfa um miðjan júlímánuð, sam- kvæmt frétt á heimasíðu sveitarfélagsins. -mm Hana komið til bjargar LANDIÐ: Matvælastofn- un greinir frá því að nýlega hafi borist ábending um yfir- gefinn hana í fjárhúsi eftir að eigendur höfðu hætt búskap og flutt erlendis. Ekki kem- ur fram hvar þetta var á land- inu. Eftir mikið klifur og basl náðist að handsama hanann. Hann var orðinn nokkuð grannur en fékk nóg að éta og drekka enda svangur og þyrstur eftir veruna í fjárhús- inu. Að öðru leyti var hann í góðu ástandi. Farið var með hanann í húsdýragarðinn að Hraðastöðum í Mosfellsdal og þaðan var hann gefinn til hænsnaeiganda sem vantaði hana í hænsnakofann sinn. -mm Hefja undir- búning nýs að- alskipulags BORGARBYGGÐ: „Vegna samfélagsbreytinga og end- urtekinna vandkvæða sem hefur komið í ljós við nú- verandi aðalskipulag, legg- ur Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd til við sveitarstjórn að hafin verði undirbúningur á endur- skoðun aðalskipulags Borg- arbyggðar. Nefndin leggur til að skipaður verði starfs- hópur til að koma málinu af stað,“ segir í bókun byggð- arráðs Borgarbyggðar 7. júní síðastliðinn sem sveitar- stjórn staðfesti á fundi sínum daginn eftir. -mm Hestamenn í Borgarnesi og raun- ar Vesturlnadi öllu undirbúa nú af krafti Fjórðungsmót Vestur- lands sem haldið verður á félags- svæði hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi vikuna 26. júní til 2. júlí næstkomandi. Þar er nú búið að endurbyggja kynbótabraut sem síðast var notuð fyrir um 20 árum. Brautin var endurvígð í síðustu viku með kynbótasýningu og var almenn ánægja með hana meðal sýnenda og annarra. Mótssvæðið lítur mjög vel út og stutt er í hesthúsin í Borgar- nesi. Búist er við 300-400 hrossum á mótið en þar af eiga 68 kynbóta- hross rétt til þátttöku. Ámundi Sigurðsson er fram- kvæmdastjóri fyrir fjórðungsmót- ið en Ingi Tryggvason er formaður stjórnarinnar. Ingi segir að í gæð- ingakeppninni eiga keppnisrétt félagsmenn í hestamannafélögum á Vesturlandi, Vestfjörðum, í Húna- vatnssýslum og Skagafirði. Síðan verður keppni í tölti opnum flokki og tölti 17 ára og yngri og síðan 100 m fljótandi skeiði, 150 m skeiði og 250 m skeiði. Þessar greinar verða opnar fyrir alla. Hestamannafélög- in sem eiga keppnisrétt í gæðinga- keppninni hafa verið með úrtökur að undanförnu og er þeim nú nær öll- um lokið. En hvert félag má senda á FM einn keppanda fyrir hverja 50 félagsmenn. Ingi Tryggvason segir að aðgangs- eyri verði stillt í hóf til að sem flestir mæti. Það verður 2.500 krónur fyr- ir allt mótið. Síðan verða tjaldstæði með rafmagni í boði á Kárastaðatúni og verður selt sérstaklega á það. Til skemmtundar veðrur að auki dans- leikur með Stuðlabandinu í Reið- höllinni Faxaborg föstudaginn 30. júní og kvöldvaka laugardagskvöld- ið 1. júlí. mm Á fjórða hundrað hross væntanleg á Fjórðungsmót Vesturlands Svipmynd frá félagssvæðinu. Hafrannsóknastofnun ráðleggur 6% aukningu á aflamarki þorsks byggt á aflareglu stjórnvalda. Kvót- inn yrði samkvæmt því 258 þúsund tonn í stað 244 þúsund tonna á yf- irstandandi fiskveiðiári. Samkvæmt stofnmatinu í ár stækkaði viðmið- unarstofninn lítillega milli áranna 2016 og 2017. Búist er við að þegar þorskárgangarnir frá 2014 og 2015 komi inn í viðmiðunarstofninn 2018 og 2019 stækki hann nokkuð frá því sem nú er. Fyrsta mæling á árgangi 2016 bendir til að hann sé undir meðaltali. Samkvæmt aflareglu leggur Hafró til að aflamark ýsu verði 41.390 tonn fyrir næsta fiskveiði- ár, sem er 20% aukning frá fyrra ári. Aflaregla ufsa gerir jafnframt ráð fyrir 10% aukningu í aflamarki fyrir næsta fiskveiðiár, úr 55.000 tonnum í 60.237 tonn. Aukninguna má m.a. rekja til hins stóra 2012 árgangs. Árgangar gullkarfa hafa verið með lakasta móti frá 2006 og af þeim sökum hefur hrygn- ingarstofn minnkað lítillega. Sam- kvæmt aflareglu verður heildarafla- mark gullkarfa 50.800 tonn sem er 4% lækkun frá fyrra fiskveiðiári. Samkvæmt samkomulagi milli Ís- lands og Grænlands mun 90% eða 45.720 tonn koma í hlut Íslendinga. Ráðgjöf fyrir grálúðu er óbreytt frá fyrra ári eða 24.000 tonn. Af því koma 13.536 tonn í hlut Íslendinga. mm Leggja til sex prósentustiga aukningu þorskkvóta

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.