Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 2017 9
Umsóknarfrestur í almennt nám í Háskólagátt er til 15. júní
en með áherslu á verslun og þjónustu til 31. júlí.
Nánari upplýsingar á bifrost.is
Mótaðu þína framtíð
Háskólagáttin þjónar þeim sem fullnægja ekki formlegum inntökuskilyrðum háskóla og veitir undirstöðumenntun á framhaldsskólastigi.
Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi en nám í Háskólagátt er í boði bæði í fjar- og staðnámi.
Í Háskólagátt eru tvær námsleiðir; almennt nám og nám með áherslu á verslun og þjónustu. Nám með áherslu á verslun og þjónustu er
fjarnám, annars vegar tveggja anna nám án kjarnagreina og hins vegar fjórar annir með kjarnagreinum. Mikil áhersla er lögð á hagnýtingu
námsins.
Systurfyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi og 3X Technology ehf. á Ísafirði
mynda saman Skaginn 3X. Fyrirtækin framleiða og selja sérsniðnar hátæknilausnir fyrir
matvælaiðnað á alþjóðamarkaði og er viðskiptavinina að finna víðsvegar um heiminn.
Tæknistigið er hátt og starfsmenn eru rúmlega 180 talsins í starfsstöðvum sem eru um 14.000 m2
að stærð. Starfsemin hefur vaxið mjög síðustu misseri en frumkvöðla- og nýsköpunarandinn
hefur viðhaldist allt frá fyrsta degi. Áhersla er enn sem fyrr lögð á að bjóða gæðavörur og ryðja
braut nýrrar tækni sem færir viðskiptavinum og umhverfinu verulegan ávinning.
Skaginn 3X hlaut nýlega Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Nýsköpunarverðlaun Íslands.
Einnig kemur til greina að ráða verkamenn sem hafa reynslu af fyrrgreindum störfum.
Í boði er góð vinnuaðstaða, lifandi starfsumhverfi og góður vinnuandi hjá spennandi nýsköpunarfyrirtæki.
Einungis er um framtíðarstörf að ræða. Gert er ráð fyrir ráðningu sem fyrst.
Upplýsingar um starfsemina má finna á www.skaginn3x.com.
Vegna aukinna umsvifa fyrirtækjanna óskum við eftir að ráða til okkar
vélvirkja, rafvirkja, stálsmiði og rafsuðumenn.
Viltu vaxa með okkur?
Nánari upplýsingar gefur Árni Ingólfsson í síma 861-3988 en umsóknir skulu berast á netfangið
job@skaginn3x.com fyrir 18. júní nk.
Á laugardaginn tók hestaleig-
an Dalahestar til starfa í Búðar-
dal. Fyrirtækið er með aðstöðu í
gamalli hlöðu að Fjósum, í útjaðri
þorpsins. Að Dalahestum standa
Carolin Baare-Schmidt og Val-
dís Gunnarsdóttir. Þær munu ann-
ars vegar bjóða upp á samveru með
hestunum í beitarhaganum, þar
sem gestum gefst kostur á að láta
teyma undir sér og hins vegar að
fara í stutta reiðtúra. Meðal annars
verða farnar um tveggja tíma lang-
ar fjöruferðir. Þær ferðir munu taka
mið af sjávarföllum, svo tímasetn-
ingar verða breytilegar. Allar nán-
ari upplýsingar er að finna á heima-
síðunni www.dalahestar.is
Á opnunardaginn var öllum íbú-
um Dalabyggðar boðið að koma og
kynna sér aðstöðuna og starfsem-
ina. sm
Fyrirtækið Dalahestar
tekið til starfa
Carolin Baare-Schmidt og Valdís Gunnarsdóttir.
Bæði verður hægt að eiga samveru með hestunum en einnig að fara í reiðtúra.
Minnum á óbreyttan skilafrest auglýsinga
Auglýsingar í Skessuhorn þurfa að berast í síðasta lagi á hádegi á
þriðjudögum á netfangið auglysingar@skessuhorn.is.
Auglýsendum er einnig bent á heimasíðuna
www.skessuhorn.is þar sem boðið er
upp á helstu stærðir vefborða.
Nánari upplýsingar í síma 433-5500.