Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 2017 19 Nú styttist í að sólin verði hæst á lofti yfir Íslandi og því ekki úr vegi að kíkja á hvað skógræktarráðgjafi Vesturlands segir um skógrækt í landshlutanum. Hlynur Gauti Sig- urðsson tók nýlega við starfi sem skógræktarráðgjafi á Vesturlandi. Hann starfaði áður hjá Héraðs- og Austurlandsskógum. „Skógræktar- geirinn er ungur miðað við hvern- ig tré haga sér. Við byrjuðum ekki að gróðursetja að staðaldri fyrr en um miðja síðustu öld og þeg- ar verkefnin urðu stór í kringum 1980-90 þá voru þau aðallega fyrir austan,“ segir Hlynur sem starfaði í sjö ár fyrir Héraðsskóga. Hlynur er menntaður sem landslagsarki- tekt og borgarskógfræðingur, en áður nam hann umhverfisskipulag á Hvanneyri ásamt nokkrum skóg- ræktarkúrsum sem komust inn í hans stundaskrá. Mikill ávinningur af skógum Hlynur Gauti segir að bænd- ur á Vesturlandi séu á byrjunar- stigi í sinni skógrækt. Áhuginn sé hins vegar mikill og góður. „Það er töluverð vakning í þessum lands- hluta,“ segir Hlynur. Hann bætir við að þörfin sé samt síst lítil hér og bendir á að járnblendiverksmiðj- an á Grundartanga kaupi mikið af trjáspæni sem kolefnisgjafa í sinni framleiðslu. Hann segir að reynsl- an að austan sýni að skógrækt geti vel farið saman með annarri rækt- un, eins og sauðfjárrækt. „Þar voru margir bændur sem bjuggu til eins- konar fjárhús inni í skóginum sín- um með því að greinahreinsa tré og voru þá komnir með beitar- hólf,“ segir Hlynur. Gras hafi vaxið á skógarbotninum og því létu kind- urnar vera að éta trén. Ávinningur- inn af því að féð bíti trén er þó ekki lítill. „Eitt hart sumarið hélt einn góður bóndi yngstu lömbunum heima. Lömbin gengu laus heima hjá honum í skóginum og þeg- ar kom að slátrun voru þessi lömb nokkrum kílóum þyngri en hin sem gengu á fjall. Það var áþreyfanleg- ur munur,“ segir Hlynur og bendir á að skógurinn geti gefið svo mikið þótt víðáttur geti líka heillað. Býr til kynningarefni fyrir Skógræktina „Allir vilja gróðursetja. Allir vilja fá skóg,“ segir Hlynur. Hann segir að sumir stundi skógrækt af umhverf- issjónarmiðum. Með því að rækta tré í fjallshlíðum binst raki í jarð- veginum. „Þar sem er raki er meira líf. Með því að halda rakanum jöfn- um í vistkerfinu öllu skapast jafn- vægi, hvað sem vistkerfið heitir.“ Aðrir horfi til framtíðar og vilji rækta nytjaskóg. Hlynur segir að til þess að geta fengið góðan nytjaskóg þurfi að rækta upp marga hektara af landi. „Ég vil sjá það hér á landi að skógarbóndi geti farið inn í skóginn sinn að minnsta kosti annað hvert ár og fengið timbur. Þetta verð- ur þá sjálfbært kerfi,“ segir Hlyn- ur en bendir á að til að ná þessum markmiðum þurfi að gefa skóg- unum tíma og vinnu og þar getur hann verið bændum innan handar. Ásamt því að vera skógræktarráð- gjafi Vesturlands sinnir hann einn- ig kynningar- og fræðslustörfum. Hlynur býr til fræðslumyndbönd um skógrækt fyrir Skógræktina, enda með mikla reynslu af mynd- vinnslu eftir störf fyrir 365 miðla. Hann leggur mikla áherslu á mik- ilvægi þess að grisja og hugsa vel um skóginn sem er ræktaður. Það sé ekki síður mikilvægt en að planta trjánum. klj Skógrækt fer ekki síður saman með annarri ræktun Hlynur Gauti Sigurðsson, skógræktarráðgjafi Vesturlands, á blíðviðrisdegi á Hvanneyri. Skógrækt á Hvanneyri. Friðsæll lundur við Hvanneyri þar sem meðal annars vaxa hindberjarunnar. Birkikjarr sem einkennir Suður- og Vesturland og Hafnar- fjallið í bakgrunninum. Sameiginleg áhöfn á Brynju SH og Tryggva Eðvarðs SH unnu bæði kappróður og reiptog í Snæfellsbæ. Ljósm. af. Mikið fjör var á bryggjunni í Stykkishólmi. Ljósm. sá. Börnin í Snæfellsbæ urðu ekki útundan og var nóg að gera fyrir þau í tilefni sjómannadagsins. Ljósm. af. Sjómenn heiðraðir í Ólafsvík. Frá vinstri: Sólrún Guðbjarts- dóttir, Víkingur Halldórsson, Pétur Jóhann Bogason og Kristjana Huldudóttir. Ljósm. af. Þyrla Landhelgisgæslunnar mætti í Stykkishólm á sjómannadag- inn. Ljósm. sá. Í Grundarfirði var keppt í róðri á fiskikörum. Ljósm. sá. Lagður var minningarkrans við minnismerki sjómanna við Grundarfjarðarkirkju. Á myndinni eru Aðalsteinn Þorvaldsson sóknarprestur og Guðmundur Pálsson ásamt börnum Guðmundar; Páli og Diljá. Ljósm. sk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.