Skessuhorn - 14.06.2017, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 201726
Nú nýverið hóf sauðfjárbónd-
inn Þóra Sif Kópsdóttir á Ystu-
Görðum í Kolbeinsstaðahreppi að
framleiða handverk undir merkinu
Eldborgar Kind. Þóra Sif vinnur
handverkið úr afurðum sauðkind-
arinnar; spinnur ull, vinnur ýmis-
legt úr hornunum og sútar gærur,
svo eitthvað sé nefnt. úr hornun-
um vinnur Þóra alls kyns hluti eins
og t.d. skartgripi og lyklakippur en
hún lærði að vinna úr hornunum
hjá Páli og Rítu í Grenigerði, ofan
við Borgarnes. „Ég hef í gegnum
árin verið að viða að mér alls kyns
þekkingu í hvernig megi fullnýta
afurðir sauðkindarinnar í hand-
verk. Ég hef smátt og smátt fikr-
að mig áfram í hinum og þessum
þáttum og hef framleitt ýmislegt.
Eldborgar Kind er í raun afrakst-
urinn af öllu því sem ég hef lært.
Nú er það allt komið undir einn
hatt og orðið að heild með nafni
og lógói,“ segir Þóra en hún vakti
nokkra athygli í vetur á Snapchat
fyrir framleiðslu sína. „Fylgjend-
um mínum á Snapchat fór nokk-
uð ört fjölgandi þegar ég fór að
sýna þegar ég súta gærur. Marg-
ir höfðu ekki séð það gert áður
og þótti fólki það nokkuð merki-
legt. Nokkrir sögðu við mig að
þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir
því hversu mikil vinna færi í hverja
gæru.“
Leit nánast á
sauðburðinn sem frí
Þóra segir að framleiðslan hafi
gengið mjög vel en hún var, þeg-
ar blaðamaður ræddi við hana, í
óðaönn að undirbúa sölubás sem
hún var með um síðustu helgi á
Blönduósi. „Mér finnst þetta alveg
svakalega gaman og ég er með nóg
að hugmyndum í kollinum; ég er
bara rétt að byrja. Það er eiginlega
verst að það eru ekki fleiri klukku-
stundir í sólahringnum. Það er
búið að vera nóg að gera að und-
anförnu og maður leit hálfpartinn
á sauðburðinn í vor sem frí,“ segir
Þóra létt í bragði.
Er ein af
Sögufylgjunum
Þóra er með mörg járn í eldin-
um en auk Eldborgar Kindar og
starfa sinna sem sauðfjárbóndi er
hún það sem kallað er sögufylgja
í félaginu Sagnaseiður. „Við erum
hópur á sunnanverðu Snæfells-
nesi sem köllum okkur Sögufylgj-
ur og erum í félaginu Sagnaseið-
ur. Sögufylgjur er fínna orð yfir
kjaftakerlingar,” segir Þóra og
hlær. „Við segjum ferðamönnum
sögur sem við kunnum og þekkj-
um af stöðunum í kringum okkur.
Það er nóg að gera og það er bara
gaman að því,“ segir Þóra að end-
ingu.
Áhugasömum er bent á að hægt
er að skoða framleiðslu Þóru á Fa-
cebook síðunni Eldborgar Kind
og fylgjast með á Snapchat undir
nafninu thorakops
bþb/ Ljósm. Eldborgar Kind
á Facebook
Reynir að fullnýta afurðir af sauðkindinni með handverki
Um síðustu helgi var Þóra Sif með sölubás á Prjónagleði 2017 á Blönduósi þar sem
hún seldi vörur merkisins Eldborgar Kind.
Þóra Sif vinnur meðal annars hálsmen og aðra skartgripi úr hornum sauðkinda
sinna.
Áhugi á að þreyta inntökupróf í
læknisfræði og sjúkraþjálfun við
Háskóla Íslands hefur aukist mik-
ið frá því í fyrra en 367 nemend-
ur skráðu sig í prófið sem samsvar-
ar 23% aukningu. Inntökuprófið
fór fram í síðustu viku. Alls þreyttu
311 manns inntökupróf í læknis-
fræði og 56 inntökupróf í sjúkra-
þjálfun. Sama próf var lagt fyrir alla
þátttakendur og þeir sem standa sig
best á prófinu fá að skrá sig í nám-
ið. Teknir eru inn 48 nemendur í
læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfun
en fjöldinn miðast við afkastagetu
sjúkrahúsanna við verklega þjálf-
un nemenda. Í tilkynningu frá HÍ
kemur fram að þeir sem fara í próf-
ið, en komast ekki inn í Lækna-
deild, geta skráð sig í aðrar deildir
HÍ fram til 20. júlí. mm
Sveitastjórnasmiðja Pírata fór fram
á Akureyri um Hvítasunnuhelgina.
Markmið smiðjunnar er að gefa Pí-
rötum um allt land tækifæri til að
hittast og hefja stefnumótunar-
vinnu fyrir næstu sveitastjórnar-
kosningar. „Það er stórkostlegt að
sjá hvað það er mikill áhugi meðal
félagsmanna af öllu landinu. Þegar
við hófum undirbúninginn reikn-
uðum við með því að hingað kæmu
nokkrir fulltrúar úr hverju kjör-
dæmi. Mér kom síðan skemmtilega
á óvart að mæta yfir fjörutíu manns
í morgun þegar fyrsta sveitastjórn-
arsmiðja Pírata hófst. Ég vona inni-
lega að þetta setji tóninn fyrir kom-
andi sveitastjórnakosningar um allt
land,“ sagði Halldór Arason, stjórn-
armaður Pírata á Norðurlandi í til-
kynningu.
Píratar eru þriðji stærsti flokkur
landsins samkvæmt nýjustu skoð-
anakönnun Gallup. Flokkurinn
stækkaði mikið fyrir síðustu alþing-
iskosningar og eru Píratar nú með
tíu þingmenn í stað þriggja á síð-
asta kjörtímabili. Píratar eiga einn
aðalmann í sveitarstjórn á lands-
vísu, Halldór Auðar Svansson í
Reykjavík.
mm
Píratar brýna sverðin
fyrir komandi kosningar
Aukinn áhugi á læknis-
fræði og sjúkraþjálfun
Næstkomandi laugardag, 17. júní,
verður opnuð myndlistarsýn-
ing í Listasal Stykkishólmskirkju,
en salurinn var tekinn í notkun á
síðasta ári. Það er Listvinafélag
Stykkishólmskirkju sem sér um
listviðburði í kirkjunni ár hvert og
skipuleggur þessa sýningu. Tón-
listarviðburðir hafa verið fastur
liður í starfsemi félagsins allt frá
því að kirkjan var vígð fyrir rúm-
um 25 árum. Hafa fjölmargir tón-
listarmenn í fremstu röð komið
fram í kirkjunni í gegnum tíðina.
Í fyrra var tekinn í notkun sýning-
arsalur í safnaðarheimili kirkjunn-
ar þegar sýnt var í samstarfi við
Ljósmyndasafn Reykjavíkur ljós-
myndir eftir Gunnar Rúnar Ólafs-
son og vakti sú sýning mikla lukku.
Í ár var ákveðið að leita til Harald-
ar jónssonar myndlistarmanns um
sýningu. Haraldur er sonur jóns
Haraldssonar arkitekts kirkjunnar.
Haraldur hefur nú unnið sýningu
fyrir Listasalinn og verður hún
opnuð á laugardaginn klukkan 17
og stendur yfir til 20. ágúst. Sýn-
ingarsalurinn er opinn alla daga frá
kl. 17-19 með örfáum undantekn-
ingum vegna kirkjulegra athafna.
Haraldur er fæddur árið 1961 og
nam í MHÍ, Kunstakademie Düs-
seldorf. Hann hefur haldið fjölda
einkasýninga og samsýninga víða
um heim frá árinu 1987. Hann er
talinn einn af markverðari mynd-
listarmönnum af yngri kynslóð-
inni og var einn þeirra sem fjallað
var um í myndlistarþáttum RúV,
Opnun, í vetur. Sýningin ber heit-
ið LITROF og þar kallast á ljós
og skuggar og skynjun mannsins í
náttúrunni.
Tónlistarviðburðir Listvina-
félagsins eru þegar komnir í gang
þetta árið og standa út september.
Hægt er að kynna sér viðburði í
Stykkishólmskirkju á Facebook-
síðu Listvinafélagsins og á stykk-
isholmskirkja.is
-fréttatilkynning
Myndlistarsýning í Listasal
Stykkishólmskirkju