Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2017, Síða 28

Skessuhorn - 14.06.2017, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 201728 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Leiguakstur á Akranesi sem og á öllu Vesturlandi Ari Grétar Björnsson Sími: 864-2100 Email : taxar@simnet.is TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Pennagrein Í grein í Skessuhorni eftir Kjartan S. Þorsteinsson 31. maí s.l. segir: „Líkt og sumir afrískir ættbálkar var íslenskan að mestu einangruð frá áhrifum annarra menningar- strauma og tungumála í þúsund ár. Það gerði að verkum að hún breytt- ist miklu hægar en skyldar tungur í kringum okkur. Hún er því mikið sögulegt og menningarlegt verð- mæti, ekki bara fyrir okkur Íslend- inga heldur líka fyrir aðrar þjóðir sem gætu haft áhuga á að kynna sér hana. Hún er því alls engin ástæða til minnimáttarkenndar. Þvert á móti getum við verið mjög stolt af þessari flottu arfleifð.” Nýyrði Taka má undir flest í þessum orð- um Kjartans S. Þorsteinssonar – nema að íslenska hafi „að mestu verið einangruð frá áhrifum ann- arra menningarstrauma og tungu- mála í þúsund ár”. Þetta er nokk- ur misskilningur. Á miðöldum varð íslenska fyrir miklum áhrif- um frá tungumálum eins og latínu, fornensku og þýsku, bæði vegna kristnitökunnar og vegna þýðinga af ýmsu tagi. Fjölmörg orð eru komin í íslensku úr þessum tveim- ur tungumálum, enda var Ísland ekki einangrað land. Dæmi um nýyrði sem koma inn í málið með þýðingum eru orð úr fornensku eins og bjalla, guðspjall, hringja, kirkja, sál, sálmur og sunnudagur. Mörg orð í íslensku kirkjumáli eru einnig komin úr fornsaxnesku eða miðlágþýsku, því að samskipti voru mikil við Þýska- land á tímum kristniboðs á Norð- urlöndum. Má nefna altari, djöf- ull, kór, krans, paradís, prestur, synd, trú og vers. Mörg orð í ís- lensku kirkjumáli á miðöldum eru svo að sjálfsögðu komin beint úr latínu s.s. altari, annáll, bréf, djöf- ull, doktor, fígúra, glósa, grallari, klausa, krans, paradís, letur, meist- ari, persóna, punktur, rím sakra- menti, synd og vers. Eftir siðaskipti og fram eftir 19. öld – á danska tímanum sem svo er nefndur – voru áhrif frá danska kansellístílnum mikil, bæði hvað varða orð og stíl. Fræg er auglýs- ing Stefáns Gunnlaugssonar bæj- arfógeta í Reykjavík í upphafi árs 1848 svohljóðandi: „Íslensk tunga á best við í íslenskum kaupstað, hvað allir athugi.” Bæjarfógeti fyr- irskipaði einnig næturverðinum í Reykjavík að hrópa á íslensku í stað dönsku áður. Síðast en ekki síst má nefna áhrif frá ensku eftir hernám Breta og Bandaríkjamanna í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar þegar tekin voru upp orð eins og gæi, jeppi, sjeik, sjitt, og sjoppa og sagnirn- ar bögga, fríka út og dissa. Þá má nefna að breytingar á beyginga- kerfi og hljóðkerfi málsins hafa orðið verulegar í tímans rás svo að Borgfirðingarnir Egill og Snorri mundu ekki skilja okkur Kjartan S. Þorsteinsson ef við hittum þá á förnum vegi. Móðursýki Eftir að Flugfélag Íslands tók upp nafnið Air Iceland Connect greip um sig nokkur móðursýki. Öllum má hins vegar vera ljóst að íslensk fyrirtækni taka síaukinn þátt í sam- keppni á alþjóðamarkaði – þar sem tungumálið er enska. Ekkert óeðli- legt er því við það að íslensk fyr- irtæki á alþjóðamarkaði noti ensk heiti til þess að vekja á sér athygli. Leyfi ég mér að fullyrða að ensk heiti á íslenskum fyrirtækjum ógna ekki framtíð íslenskrar tungu. Þar vega aðrir þættir þyngra svo sem minnkandi bóklestur ungs fólks, tölvuleikir á ensku sem valda því að börn og unglingar tala orð- ið ensku sín á milli. Þá er afstaða stjórnvalda til menntamála og lé- leg kjör kennara mun meiri ógn við íslenska tungu en ensk heiti á íslenskum fyrirtækjum. Oft áður hefur raunar verið efast um gildi íslenskrar tungu og henni spáð dauða. Árið 1754 kom út í Kaupmannahöfn ritið TYRO jURIS edur Barn í Lögum eftir Svein lögmann Sölvason. Þar seg- ir hann, að heppilegra sé að nota orð úr dönsku en íslensku þegar ritað er um lögfræði á íslensku. Bjarni jónsson, rektor Skálholts- skóla, lagði til í bréfi til Lands- nefndarinnar fyrri árið 1771 að ís- lenska yrði lögð niður og danska tekin upp eða með hans orðum – á dönsku: „jeg anseer det ikke alene unyttigt men og desuden meget skadeligt, at man skal beholde det islandske Sprog.” Í upphafi vel- mektardaga frjálshyggju í lok síð- ustu aldar var lagt til að íslenska yrði lögð niður og enska tekin upp í staðinn. Staða íslenskunnar Staðreyndin er hins vegar sú, að íslensk tunga hefur aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Á þetta m.a. rætur að rekja til þess, að málið hefur verið sveigt að nýjum viðfangsefnum og breyttu menningarumahverfi. Ritun skáld- sagna og leikrita, ljóðagerð og vísnasöngur og vönduð bókaút- gáfu hefur aldrei verið öflugri en undanfarna áratugi og nýstárlega auglýsingagerð í útvarpi og sjón- varpi hafa auðgað tunguna þar sem orðið hafa til orðaleikir og íslensk fyndni sem áður voru óþekktir í málinu – að ógleymdu rappi á ís- lensku. Engu að síður eru ýmis viðgangsefni sem bíða úrlausnar svo sem notkun íslensku í stafrænu umhverfi. Flest bendir því til, að íslenska, þetta forna beygingarmál, geti áfram gegnt hlutverki sínu sem félagslegt tjáningartæki í fjölþættu samfélagi nútímans. Hins vegar hefði ef til vill mátt finna betra enskt nafn á Flugfélag Íslands en Air Iceland Connect. Tryggvi Gíslason Air Iceland Connect og íslensk tunga Á vef Skessuhorns var mánudaginn 5. júní sl. birt tilkynning frá Lög- reglunni á Vesturlandi um brúna hryssu sem tapast hafði úr stóði deginum áður við gatnamót línu- vegar á Uxahryggjum, ofan við Skorradal og Lundarreykjadal. Ár- vökull bóndi sem lesið hafði frétt- ina tilkynnti um brúnt hross við sauðfjárvarnargirðingu ofan við Ferstiklu í Hvalfirði daginn eft- ir. Þetta reyndist vera hryssan sem saknað var. Hún hefur að líkindum farið Botnsheiðina frá þeim stað sem hún týndist, fylgt línuvegin- um að sauðfjárvarnargirðingunni þar til hún komst ekki lengra. Síð- an fylgdi hún girðingunni að hliði og beið þar róleg. Hryssan var að sögn eiganda hennar ánægð að komast til félaga sinna og eigand- inn jafnframt himinlifandi með farsæl málalok. mm Hryssan kom í leitirnar Hundurinn Kolli er í eigu Stein- unnar Snæland Bergendal sem bú- sett er í Noregi. Kolli er mikill náttúruhundur. Finnst honum fátt notalegra en að fara í leirbað í pytti einum í landareigninni. Þar liggur hann drykklanga stund en skríður síðan á land hundblautur, sæll en skítugur upp fyrir haus. Líklega fær hann við leirbaðið unaðstilfinningu líkt og þeir sem prófað hafa að fara í leirböðin á heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Eftir leirbaðið hefur Kolli hins vegar vit á að fara í bað í næsta vatni og nær þá af sér mesta leirnum. mm Tekur reglulega leirbað sér til heilsubótar Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.