Skessuhorn - 19.07.2017, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 20174
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Kettirnir í sekkjunum
Vonandi hafa allir reynt það einu sinni eða oftar að gera það sem kalla
mætti góð kaup. Til dæmis að kaupa notaðan bíl fyrir lágt verð, bíl sem
jafnvel entist eigandanum svo mánuðum eða árum skipti. Nú eða velja
sérlega gott happrættismiðanúmer, miða sem eigendur vinna sífellt á
fúlgur fjár (reyndar þekki ég engin slík dæmi). Miklu algengara hygg ég
að fólk upplifi að hafa keypt köttinn í sekknum. Ég ímynda mér að slík
hafi líðan þeirra verið sem keyptu fimm þúsund króna áskrift að sportrás
Stöðvar 2 vegna þess að íslenski fjölbragðaglímukappinn Gunnar Nel-
son var að slást við argentískan götustrák á sunnudagskvöldið. Þessir
lukkulegu unnendur siðprúðrar íþróttar voru varla sestir, hvað þá búnir
að opna popppokana, þegar búið var að blinda kappann með að pota í
augu hans og slá hann svo í framhaldinu í rot. Þetta var svona „köttur í
sekknum“ áskriftarkaup. jafnvel poppið bragðaðist illa!
Sama kvöld og Nelson var rotaður eftir hálfa mínútu var ég í öðru
verkefni. Þannig var að ég tók mig til og hugðist þrífa heimilisbílinn
eins og ég geri reglulega á hverju ári. Bílinn þreif ég á þvottaplani í boði
Olís. Finnst það hljóta að vera í lagi að slíta aðeins kústunum þeirra, í
ljósi þess hversu duglegur ég er að kaupa af þeim eldsneyti fyrir 15%
hærra verð en ég get keypt það í Costco. Nú, þegar ég var búinn að þvo
burtu flugnalík og mávaskít af bílnum hugðist ég ryksuga hann að inn-
an, einnig í boði Olís. Þá reyndist rygsugan sú biluð. Ég gafst ekki upp
því bíllinn skyldi þrifinn. Ók sem leið lá á útsölustað N1 í sama kaup-
stað. Ég byrjaði að gá að hvað bensínlítrinn kostaði þar. Geri það svona
af gömlum vana núorðið. Er alltaf að bíða eftir því að þessir sem stilla
verðið suðr´í Reykjavík vakni og reyni allavega að láta eins og þeir séu í
samkeppni við ameríska kaupfélagið. En, verðið var það sama allsstaðar
hjá Fákeppni ehf. Það sama gamla og góða. Þarna á bensínstöðvarplan-
inu tók ég mikilvæga ákvörðun. Ég ætla að fjárfesta í hentugum brúsum
undir eldsneyti. jafnvel kaupi ég mér svona olíukerru eins og ýtukarl-
arnir notuðu í gamla daga þegar þeir fóru milli bæja til að slétta tún og
komust ekki í olíubirgðir svo dögum eða vikum skipti. Þá get ég ekið
með slíka kerru í eftirdragi suður í Garðabæ af og til og selt svo bensín
ef svo ber undir. Það hlýtur allavega að koma að því að einhverjir fari að
stunda slík viðskipti.
En þegar hér var komið sögu átti ég enn eftir að ryksuga bílinn. En
það kostar hjá N1! Það kostar hundrað krónur að nota þetta tæki í fjórar
og hálfa mínútu. Þarna var mér eiginlega öllum lokið, Bleik brugðið og
allt það. Búið er að breyta olíustöðvunum í illa lyktandi skyndibita steik-
ingarhús, ekki lengur hægt að fá eldsneyti dælt á bílana og nú er annað
hvort ekki hægt að ryksuga bílinn eða það kostar 1333 krónur klukku-
stundin. Halló! Ég var ekki að leigja bíl, heldur aðgang að ryksugu! Ég
fór að hugsa hvort þetta væri afleiðing af því að nú hafa lífeyrissjóðirnir
keypt olíufélögin, eða hvort önnur ástæða er fyrir því að olíuverslun er
orðin að steikhúsi og búið er að stela þjónustulundinni. Eru kannski líf-
eyrissjóðirnir búnir að færast of mikið í fang að vera farnir að reka olíu-
félög? Getur kannski verið að þeir séu ekki góðir í neinu?
Með hlýhug var mér hugsað til þeirra löngu liðnu tíma þegar bílnum
var rennt upp að dælum bensínstöðvanna, sérstaklega Hyrnunni í Borg-
arnesi, út hljóp maður til að fylla á, tékkaði jafnvel á olíunni á mótorn-
um í leiðinni, fyllti á rúðupissið eða mældi loftþrýstinginn í dekkjunum.
Þessi breyting finnst mér allavega kalla á að Kári í Erfðagreiningu hefji
tafarlaust rannsókn á af hverju íslenska þjónustulundin er svona hratt
víkjandi gen í íslendingum.
Magnús Magnússon
Leiðari
Veður fer batnandi um vestanvert
landið eftir því sem líður á vikuna.
Á föstudag og laugardag er spáð
hægri norðlægri átt og að þurrt og
bjart verði um allt vestanvert land-
ið. Búast má við að hiti fari yfir
tuttugu stigin í uppsveitum í Borg-
arfirði, en þá verður skýjað og mun
svalara á Norðurlandi eftir hita-
bylgju sem þar gekk yfir um miðja
þessa viku. Á sunnudag er útlit fyrir
breytilega vindátt, úrkomulítið og
hlýtt í veðri.
mm
Hlýtt um helgina
Hitaspá fyrir
laugardag.
„Ef þú átt sumarbústað sem þú hef-
ur í hyggju að selja þá skaltu gera
það áður en þú hefur töku lífeyrirs.
Söluhagnaður af sumarbústaðnum
skerðir lífeyrisgreiðslur,“ segir í
frétt á vefnum lifdununa.is. Vefn-
um lifðu núna var komið á fót árið
2014. Markmið hans er að gera líf
og störf þeirra landsmanna sem
eru komnir um og yfir miðjan ald-
ur sýnilegri en þau eru, auka um-
ræðu um þau málefni sem tengjast
þessu æviskeiði og lífsgæði þeirra
sem eru komnir á þennan aldur.
Um sölu sumarhúsa að ef viðkom-
andi er í þeirri stöðu að vera líf-
eyrisþegi og eiga sumarbústað sem
hann eða hún vill selja, þá borgi sig
að taka skerðinguna út á einu ári,
það er að fá bústaðinn greiddan
að fullu á einu ári. Að öðrum kosti
skerði söluhagnaðurinn lífeyririnn
jafn lengi og fólk er að fá bústaðinn
greiddan að fullu.
Almennt hefur sala á sumar-
bústað þau áhrif að söluhagnað-
ur verður til sem skilgreindur er
sem fjármagnstekjur á skattfram-
tali. Fjármagnstekjur hafa áhrif á
réttindi hjá TR. „Það skiptir ekki
máli hvernig greiðslur fyrir sum-
arbústaðinn fara fram. Horft er á
söluhagnaðinn sem verður til sam-
kvæmt skattframtali þegar rétt-
indi eru reiknuð út. Fjármagns-
tekjur eru alltaf sameign hjóna og
hafi t.d. sumarbústaður verið seldur
og söluhagnaður myndast fyrir 10
milljónir króna teljast 5 milljónir
fjármagnstekna á hvorn aðila um
sig. Hægt er að dreifa söluhagnaði á
tíu ár hjá TR en í flestum tilfellum
kemur betur út að taka á sig skerð-
ingu eitt ár vegna sölu á sumarbú-
stað en það verður að meta hverju
sinni,“ segir í svari frá TR sem vitn-
að er til á vefnum lifdununa.is
mm
Eldra fólk hvatt til að selja bústaðinn
áður en það fer á eftirlaun
í byrjun ágústmánaðar 2016 var
tekin fyrsta skóflustungan að nýju
Amtsbókasafni og skólabókasafni í
Stykkishólmi. Framkvæmdir hófust
skömmu síðar, en byggingin rís við
hlið grunnskólans. Húsið er rúm-
ir 500 fermetrar að stærð, teikn-
að af Arkitektastofunni OG. Það
er Skipavík ehf. sem byggir og að
sögn Sævars Harðarsonar, fram-
kvæmdastjóra Skipavíkur, hefur
verkið sóst vel. „Framkvæmdirn-
ar ganga vel um þessar mundir og
hafa reyndar gengið með eðlilegum
hætti síðan þær hófust. Það er alltaf
eitthvað sem kemur upp á, eins og
gengur og gerist, en heilt yfir hef-
ur gengið vel,“ segir Sævar í samtali
við Skessuhorn. „Þessa dagana er
verið að klára að glerja að utan og
pússa að innan. Öll vinna við þau
verk sem eftir á að gera er komin
af stað. Undirverktakar eru komn-
ir á svæðið í múrverkið, uppsetn-
ingu á loftræstikerfi og fleira í þeim
dúr. Fáir starfsmenn frá okkur eru
við bygginguna sem stendur,“ bæt-
ir hann við.
Sævar vill ekki kveða svo fast að
orði að framkvæmdir séu á loka-
metrunum. „En það tekur allt enda
og styttist óðum í að þetta klárist
þó nokkuð sé eftir enn. Þó er ekki
komin endanleg dagsetning á það
hvenær við skilum verkinu af okk-
ur,“ segir hann.
Nóg að gera
Sævar segir nóg við að vera hjá
starfsmönnum Skipavíkur á öðr-
um vígstöðvum. „Fljótlega hefjast
framkvæmdir við raðhúsalegju við
Móholt hér í Stykkishólmi, beint á
móti leikskólanum. Við eigum von á
að hefjast handa þar með haustinu.
Síðan er meiningin að byggja hús
við Aðalgötu, húsnæði sem Skipa-
vík kemur til með að eiga og leigja
út undir atvinnustarfsemi,“ segir
hann. Þá vinnur hluti starfsmanna
fyrirtækisins um þessar mundir að
að Dröngum á Skógarströnd, þar
sem verið er að breyta íbúðarhúsi
í gistirými. „Síðan er alltaf nóg að
gera í slippnum og í járninu. Það er
búið að vera mjög gott það sem af
er sumri. Vonum bara að þau hausti
ekki snemma, eins og kerlingin
sagði,“ segir Sævar léttur í bragði
að endingu.
kgk
Bygging Amtsbókasafns gengur vel
Nýtt húsnæði Amtsbókasafns og skólabókasafns í Stykkishólmi rís við hlið
grunnskólans. Framkvæmdir hafa gengið vel að sögn Sævars Harðarsonar,
framkvæmdastjóra Skipavíkur.