Skessuhorn - 19.07.2017, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 20178
Vegna umræðu um stöðu skólpmála
og mengun á höfuðborgarsvæðinu
að undanförnu hafa íbúar í Borgar-
nesi og Akranesi kallað eftir upplýs-
ingum um stöðu skólphreinsimála
á þessum stöðum. Ólöf Snæhólm
upplýsingafulltrúi Veitna, dóttur-
fyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur
sem annast þessi mál á Akranesi og
Borgarnesi, segir að nú sé búið að
gangsetja hreinsistöðina á Akranesi
og prófanir og gangsetning í Borg-
arnesi verði í ágúst. Þannig sér fyr-
ir endan á verkefni sem upphaflega
átti að ljúka við haustið 2009.
Ólöf segir að á Akranesi hafi still-
ingar og prófanir staðið yfir á kerf-
inu undanfarnar vikur. „Hreinsi-
stöðin mun leysa af hólmi allar þær
fjölmörgu útrásir sem hafa verið í
fráveitukerfinu síðustu áratugi. Frá
3. júlí síðastliðnum hefur stöðin
verið í gangi allan sólarhringinn,“
segir Ólöf. Þó segir hún að dælu-
brunnar við Faxabraut og Hafnar-
braut á Akranesi hafi ekki verið enn
tengdir við stöðina. „Skólp sem mun
verða dælt frá þeim rennur nú út um
þær útrásir sem verið hafa í notkun
síðustu áratugi. Gert er ráð fyrir að
dælubrunnur við Faxabraut komist í
gagnið þegar nær dregur haustinu og
brunnurinn við Hafnarbraut verður
gangsettur þegar fyrirtæki í bænum
hafa lokið við að gera nauðsynlegar
ráðstafanir til að geta tengst hreinsi-
stöðinni.“
í Borgarnesi segir Ólöf að prófanir
á búnaði í nýrri hreinsistöð í Brák-
arey séu langt komnar. „Gert er ráð
fyrir að skólpi verði hleypt á dælu-
stöðina í Borgarnesi í ágúst. Gera má
ráð fyrir að stillingar og prófanir eftir
það taki nokkurn tíma og að stöðin
verði ekki komin í fullan rekstur fyrr
en að þeim loknum.“ mm
Andlát - Ólafur
H Torfason
Ólafur H. Torfa-
son, rithöfundur,
fjölmiðlamaður og
kvikmyndafræð-
ingur, er látinn,
tæplega sjötug-
ur að aldri. Ólafur
fæddist í Reykjavík 27. júlí 1947.
Hann varð stúdent frá MR 1969
og stundaði nám í kvikmynda- og
fjölmiðlafræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla 1970-73. Ólafur
starfaði meðal annars sem kenn-
ari, fjölmiðlamaður, kvikmynda-
fræðingur og kvikmyndagagnrýn-
andi. Auk þess lagði hann stund á
myndlist og fékkst við fræðistörf
og ritstörf af ýmsu tagi. Ólafur var
kennari í Stykkishólmi 1975-82
og fréttaritari DV og Þjóðvilj-
ans þar. Eftir það starfaði hann
sem blaða- og fréttamaður á Ak-
ureyri 1982-86, sá um útgáfu á
tímaritinu Heima er bezt og Ár-
bók Akureyrar, var dagskrárgerð-
armaður fyrir RúVAK og frétta-
maður Ríkissjónvarpsins á Ak-
ureyri. Hann var forstöðumað-
ur Upplýsingaþjónustu landbún-
aðarins 1986-89, ritstjóri Þjóð-
viljans 1989-91, dagskrárgerð-
armaður hjá RúV 1991-92 og
kvikmyndagagnrýnandi Rásar 2
frá 1987 og textavarps Ríkissjón-
varpsins frá upphafi 1993. Hann
starfaði einnig að kynningarmál-
um fyrir listasafn íslands. Auk
þessara starfa vann Ólafur við
gerð stuttmynda, sjónvarpsþátta
og gerði fjölda útvarpsþátta, hélt
átta myndlistarsýningar og tók
þátt í samsýningum. Hann kynnti
íslenska kvikmyndagerð í ræðu og
riti, jafnt hérlendis sem erlendis,
var einn aðstandenda Heimildar-
og stuttmyndahátíðar í Reykjavík,
sat í dómnefnd Kvikmyndaverð-
launa Norðurlandaráðs og var um
hríð formaður Hins íslenska kvik-
myndafræðafélags. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 8.-14. júlí
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes, 13 bátar.
Heildarlöndun: 71. 421 kg.
Mestur afli: Ebbi AK:
37.689 kg í 6 róðrum.
Arnarstapi, 12 bátar.
Heildarlöndun: 17.085 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
3.390 kg í 3 löndunum.
Grundarfjörður, 12 bátar.
Heildarlöndun: 26.442 kg.
Mestur afli: Vinur SH:
3.238 kg í 4 löndunum.
Ólafsvík, 33 bátar.
Heildarlöndun: 81.944 kg.
Mestur afli: Egill SH: 20.927 kg
í 2 róðrum.
Rif, 23 bátar.
Heildarlöndun: 55.692 kg.
Mestur afli: Askur SH:
4.355 kg í 1 róðri.
Stykkishólmur, 26 bátar.
Heildarlöndun:108.988 kg.
Mestur afli: Hanna SH:
9.705 kg í 4 róðrum.
Topp fimm landanir á tímabilinu:
1. Egill SH - ÓLA:
13.464 kg. 11. júlí.
2. Egill SH - ÓLA:
7.463 kg. 10. júlí.
3. Klettur ÍS - AKR:
7.319 kg. 11. júlí.
4. Ebbi AK - AKR:
7.188 kg. 11. júlí.
5. Ebbi AK - AKR:
6.865 kg. 10 júlí.
-kgk
Skólphreinsistöðvar teknar í notkun á
Akranesi og í Borgarnesi
Á meðfylgjandi loftmynd er búið að merkja inn þær útrásir á Akranesi sem enn
eru virkar samkvæmt upplýsingum frá Veitum. Ein þeirra er tengd tveimur húsum
þar sem starfsemi er lítil, þ.e. Fiskmarkaðinum og útrás frá rotþró Sementsverk-
smiðjunnar.
Skólphreinsistöðin við Ægisbraut á Akranesi hefur nú verið tekin í notkun en
ennþá hafi tveir dælubrunnar, við Faxabraut og Hafnarbraut, ekki verið tengdir
við hana.
Dælustöðin í Brákarey í Borgarnesi verður tekin í notkun í ágúst og verði komin í
fullan rekstur eftir prófanir og stillingar í haust.
Bæði á Akranesi og í Borgarnesi hefur þetta risastóra verkefni verið í gangi um
árabil, en mikil seinkun var vegna hrunsins og slæmrar fjárhagsstöðu Orkuveitu
Reykjavíkur. Hér er unnið við niðurlagningu skólplagnar í Borgarbraut í Borgar-
braut vorið 2009. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Í fjörunni í Höfðavík á Akranesi var haustið 2015 unnið við að festa steinsteypta klossa á fráveitulögnina, en þeir halda lögninni á hafsbotni. Auk þess var leiðslan grafin
niður að hluta en einnig fest með ankerum við botninn. Ljósm. úr safni Skessuhorns.