Skessuhorn - 19.07.2017, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 201714
Ferðaþjónusta sem atvinnugrein
hefur vaxið mjög undanfarin ár.
Síðasta ár var metár í komu ferða-
manna hingað til lands og hafa
fréttir sem tengjast ferðaþjónustu
verið áberandi á öllum miðlum síð-
astliðið ár. Bæði hafa verið dregnar
upp jákvæðar og neikvæðar mynd-
ir aukins straums ferðamanna um
landið. Má þar nefna fréttir af upp-
byggingu ferðaþjónustu í fámenn-
ari sveitarfélögum landsins og fleiri
atvinnutækifæri í ferðatengdri þjón-
ustu. Einnig hefur verið sagt frá of
háu verðlagi og of miklum ágangi á
náttúru landsins. Sterk staða krón-
unnar virðist þó vera helsti óvin-
ur ferðaþjónustunnar um þess-
ar mundir. Menn kalla einfaldlega
eftir nýjum og stöðugri gjaldmiðli.
Það er rauði þráðurinn eftir að
Skessuhorn heyrði hljóðið í nokkr-
um þeirra sem standa í eldlínu vest-
lenskrar ferðaþjónustu í dag. En
hvernig skyldi sumarið hafa verið?
Stay Akranes:
„Erfitt að gera áætlanir“
Eggert Herbertsson, eigandi Stay
Akranes, segir árið hafa gengið
prýðilega hjá sér. „Árið hófst afar
vel og það var mikið bókað fram í
tímann í sumar. Það voru laus gisti-
rými nokkra daga inn á milli sem
ekki voru bókuð og við bjuggumst
við að þau myndu fara þegar líða
færi að sumri. Það gerðist hins veg-
ar ekki og gistirýmin sem eftir voru
seldust lítið. Ég tel það stafa af háu
verðlagi hérlendis og setur staða
krónunnar strik í reikninginn. Hún
er sterk núna og þessar tíðu sveifl-
ur gjaldmiðilsins hafa það í för með
sér að erfitt er að áætla nokkuð
fram í tímann. Bókanir nú ganga
hægar en í fyrra og afbókanir tíðari.
Það er klárlega einhver samdráttur
í greininni,“ segir Eggert.
Eggert segir að ferjan Akranes
geti haft góð áhrif á ferðaþjónustu á
Akranesi en tilraunaverkefnið sem
snerti hana hafi ekki verið nógu
vel skipulagt. „Það var alltof margt
óljóst varðandi ferjuna í ár og hún
fór of seint af stað í sumar. Ég gat
ekki notað ferjuna í minni mark-
aðssetningu í ár sökum þess hve allt
var óljóst. Ég mun heldur ekki geta
notað hana í markaðssetningu fyrir
næsta ár þar sem aðeins er um til-
raunaverkefni fram að áramótum
að ræða og ég er nú þegar farinn
að selja fyrir næsta ár. Þessi ferja
getur haft verulega góð áhrif, ekk-
ert endilega fyrir mig, heldur fyr-
ir t.d. kaffi- og veitingahús á Akra-
nesi. Akranes getur sótt enn frek-
ar í ferðaþjónustu og ferjan getur
spilað sinn þátt þar en þá verður að
standa betur að þessu,“ segir Egg-
ert að endingu.
Hótel Borgarnes:
„Getum ekki selt
landið endalaust sama
hvað það kostar“
„Það hefur gengið alveg þokkalega
í ár en aðeins minna en í fyrra,“
segir Pétur Geirsson eigandi Hót-
el Borgarness. Pétur segir að hann
hafi það á tilfinningunni að ferða-
menn stoppi styttra við á íslandi
og nýti sér í auknum mæli ódýr-
ari gistirými en þó hafi hann engin
töluleg gögn um það. „Maður sér
marga ferðamenn keyra um land-
ið á litlum sendiferðabílum sem
fyrirtæki hérlendis leigja út sem
gistirými. Ég verð að segja að ég
er undrandi á því hve fá skilyrði
gilda um þessi gistirými. Þegar ég
bý til herbergi á hótelinu til þess
að leigja ferðamönnum þarf ég að
uppfylla ýmis skilyrði sem varða
m.a. lágmarks fermetrafjölda eft-
ir fjölda gesta á herberginu, hrein-
lætisstaðla og margt fleira. Þeir
sem leigja út þessa bíla virðast fá
nokkuð frjálsar hendur. Gistirým-
ið er afar lítið og engin hreinlæt-
isaðstaða er í bílnum svo að ferða-
mennirnir ganga örna sinna þar
sem þeir eru þegar náttúran kallar.
Svo virðist vera sem þessum ferða-
mönnum sé ekki gert grein fyrir
þeim reglum sem hér gilda gagn-
vart náttúru okkar.“
Pétur tekur í sama streng og
Eggert og segir sveiflur í gengi
krónunnar lita ferðamannabrans-
ann. „Krónan er sterk núna en það
er erfitt að segja hvernig hún verð-
ur eftir ár. Þessar sveiflur krónunn-
ar eru vissulega óþægilegar upp á
viðskiptin,“ segir Pétur en hann
játar því að hann hafi áhyggjur á
því hvernig verðlagið hérlendis er
orðið. „Við erum að verða dýrasta
land heims og ferðamenn fara að
leita annað, á ódýrari staði, ef fram
heldur sem horfir. Fólk sem hing-
að kemur er að leita að einstakri
náttúru og við búum vissulega yfir
henni, en það er einnig hægt að
finna magnaða náttúru í Norður-
Noregi, Nýja-Sjálandi og víða í
Suður-Ameríku sem dæmi. Ef ís-
land verður ekki samkeppnishæft
við þessa staði gæti hér orðið veru-
legur samdráttur. Það er misskiln-
ingur ef einhverjir halda að magn-
aða náttúru sé ekki að finna ann-
ars staðar, það væri bara íslenskur
hroki. Við getum ekki selt landið
endalaust sama hvað það kostar,“
segir Pétur að endingu.
Hótel Glymur:
„Mikið af ungu og
þróttmiklu fólki að
koma inn í greinina“
Ragna ívarsdóttir er hótelstjóri á
Hótel Glymi í Hvalfirði. Hún seg-
ir að það hafi komið sér á óvart hve
vorið gekk vel í ár. „Fyrr á þessu ári
leit upphaf ferðasumarsins ekki vel
út þar sem mikið var um afbókan-
ir frá erlendum ferðaskrifstofum.
Það getur verið erfitt fyrir lítið
sveitahótel eins og okkar að fá slík-
ar afbókanir. Það rættist hins veg-
ar mjög vel úr því og við náðum að
selja þær gistinætur sem losnuðu.
Vorið í ár gekk ögn betur en í fyrra
sem er mjög jákvætt, síðan hafa
bókanir út árið gengið vel,“ segir
Ragna en hún telur að ástæður fyr-
ir afbókunum geta verið margþætt-
ar. „Ég get ekki svarað fyrir hönd
erlendra ferðaskrifstofa en eflaust
hefur styrking krónunnar eitthvað
að segja í þeim efnum.“
Aðspurð segist Ragna hafa tekið
eftir mikilli umfjöllun að undan-
Sterk staða krónunnar hefur mikil
áhrif á ferðaþjónustuna í ár
Lausleg úttekt á stöðu ferðaþjónustu á Vesturlandi á miðsumri
Ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi kvarta helst undan óstöðugu gengi krónunnar og erfiðleikum við rekstur fyrirtækja við þær aðstæður. Myndin er tekin neðan við
Barnafoss í Hvítá, skammt ofan við Hraunfossa. Ljósm. mm.
Hjónin Eggert Herbertsson og Ingibjörg Valdimarsdóttir reka Stay Akranes.
Pétur Geirsson er einn reynslumesti ferðaþjónustumaður á Vesturlandi.
Hótel Glymur í Hvalfirði hlaut árið 2014 evrópsk verðlaun í flokki lítilla nýmóðins
hótela, frá World Travel Awards. Á myndinni tekur Ragna Ívarsdóttir, hótelstjóri
á Hótel Glymi, við verðlaununum. Það var Graham Cooke, forseti stjórnar World
Travel Awards sem afhenti henni þau ásamt grískri blómarós.