Skessuhorn


Skessuhorn - 19.07.2017, Page 18

Skessuhorn - 19.07.2017, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 201718 Körfuboltamaðurinn Bjarni Guð- mann jónsson er einn af efni- legri íþróttamönnum Vesturlands um þessar mundir. Bjarni er átj- án ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið fastamaður í liði Skallagríms síðustu tvö tímabil en hann hóf að leika með liðinu árið 2015, þá aðeins sextán ára gamall. Bjarni Guðmann var valinn í U18 ára landslið íslands í sumar sem hefur nýlokið leik á Norðurlanda- mótinu í Finnlandi, þar sem liðið varð í fjórða sæti. liðið hefur svo leik á EM U18 í næstu viku í Eist- landi. Þetta er í fyrsta skipti sem Bjarni er valinn í lokahóp landsliðs en hann hefur áður verið í æfinga- hópum. „Ég hef aldrei verið og er ekki frábær körfuboltamaður. Það eru margir í þessu landsliði sem geta gert mikið meira með boltann en ég nokkur tímann. Ég gæti ekki skotið til að bjarga lífi mínu,“ segir Bjarni léttur í bragði, en hann tel- ur sig búa yfir öðrum hæfileikum sem bæti það upp. „Ég er dugleg- ur, ég legg mig allan fram í leikinn hverju sinni. Ég hef aðallega spil- að sem framherji og ég kann vel við mig þar; að djöflast undir körf- unni,“ segir hann. Lærði mikið á síðasta tímabili Það var árið 2015, þegar Bjarni Guðmann var aðeins sextán ára, sem hann hóf að leika með meist- araflokki Skallagríms. „Ég hef verið að spila með þremur flokk- um hjá Skallagrími undanfarin ár; drengjaflokki, unglingaflokki og meistaraflokki. Ég byrjaði að fá tækifæri hjá Skallagrími árið sem við fórum upp úr fyrstu deildinni fyrir tveimur árum. Þegar við spil- uðum svo í Domino‘s deildinni veturinn 2015-2016 fékk ég minna að spila fyrst um sinn en náði að vinna mig inn í liðið þegar fór að líða á mótið,“ segir Bjarni sem vakti töluverða athygli á síðasta tímabili Skallagríms. Skallagrím- ur byggir nú aðallega á ungum og efnilegum heimamönnum í bland við reynslumeiri erlenda leikmenn. Þessi stefna Skallagríms bar oft á góma í umræðum um Domino‘s deildina í fyrra. „Það hefur verið frábært að spila með Skallagrími síðasta árið. Stemningin í hópnum er mjög góð og við erum allir fé- lagar. Við erum flest allir ungir og tengjum vel við hvorn annan. Það er verið að byggja upp sterkt lið og það getur tekið tíma. Við lærð- um allir rosalega mikið á síðustu leiktíð þar sem spilatími okkar var mikill,“ segir Bjarni en Skallagrím- ur féll þó niður um deild og mun því leika í þeirri fyrstu í vetur. Erlendu leikmennirnir mikil hvatning Bjarni segir að hann hafi mikinn metnað til að bæta sig og þakk- ar erlendum leikmönnum Skalla- gríms fyrir að hafa styrkt sig sem leikmann. „Þegar maður æfir dag- lega með jafn öflugum leikmönn- um og Darell Flake og Flenard Whitfield verður maður betri. Þeir eru hvatning fyrir mann að gera betur. Maður þarf að æfa auka- lega á öllum sviðinu; bæði styrk- inn og körfuboltann til að eiga roð í þá á æfingum. Þeir eru einn- ig duglegir að leiðbeina manni svo maður verði betri leikmaður. Það er ómetanlegt að fá að umgang- ast svona menn,“ segir Bjarni sem hefur tekið umtalsverðum fram- förum undanfarin ár. „Ég var alltaf fínn í körfubolta en það voru alltaf strákar í flokknum betri en ég. Ég hef lagt mikið á mig til að reyna að bæta mig og hef verið duglegur að taka aukaæfingar. Ég hef verið við- loðandi yngri landsliðin í körfu- bolta og það hafa alltaf verið von- brigði þegar ég hef ekki komist í lokahóp. Ég ætlaði mér að kom- ast í landsliðshóp og það hefur lík- lega kveikt svolítið á mér. Undan- farið hef ég lagt mesta áherslu á að bæta skotin mín sem hafa ekki verið góð. Ég var kominn í gott skotform í byrjun sumars og vænti þess að vera búinn að bæta mig á því sviði þegar átökin í fyrstu deild hefjast.“ Komst í yngri landslið í badminton Bjarni hefur verið mikið í íþrótt- um allt frá unga aldri. Hann hóf ungur að æfa körfubolta en æfði einnig lengi badminton og fót- bolta. „Ég komst í yngri landslið í badminton en þrátt fyrir það var ég aldrei í vafa um hvaða íþrótt ég vildi leggja fyrir mig. Ég vissi það að árgangurinn minn í badminton var ekki jafn góður og árgangurinn minn í körfu svo það var auðveld- ara að komast í landsliðið í bad- minton. lengi vel var ég líka einn á mínu reki í Borgarnesi að æfa badminton og það gat verið leið- inlegt. Að spila körfubolta er það skemmtilegasta sem ég geri svo það var í raun það eina sem komst að,“ segir hann. Vill spila fleiri landsleiki leikmannahópur U18 ára landsliðs íslands var valinn fyrir allt sumar- ið. Strákarnir æfa því saman í tvo mánuði og keppa bæði á Norður- landamótinu sem lokið er í Finn- landi og EM í Eistlandi sem hefst í næstu viku. „Ferðin til Finnlands var frábær. Það var vel hugsað um okkur og við spiluðum þokkalega á mótinu. Við vorum þó sammála um það að við hefðum ekki alveg verið tilbúnir sem lið á Norður- landamótinu en munum mæta full- mótaðir á EM. Það er frábært að fá að taka þátt í móti eins og EM. Við komum inn í mótið sem minnsta liðið og hinar þjóðirnar búast ekki við neinu frá okkur. Það verður því okkar að sanna okkur og stríða þessum liðum,“ segir Bjarni sem hlakkar til komandi tíma. „Ég ætla að reyna að hjálpa Skallagrími upp úr fyrstu deild á komandi tímabili. Það verð- ur skemmtilegt verkefni þar sem fyrsta deildin er frábrugðin Dom- ino‘s deildinni. Fyrsta deildin snýst meira um líkamlegan styrk og minna um taktík og því um líkt. Það verður því mikil bar- átta á næsta tímabili. Ég klára svo Menntaskóla Borgarfjarðar næsta vor og hvað tekur við eftir það er óljóst. Ég horfi eins og margir til háskólanáms í Bandaríkjunum þar sem ég get farið á körfuboltastyrk. Það er þó ekkert fast í hendi með slíkt en það væri draumur. Ég er ekki kominn langt í huganum og hef ekki sett mér langtímamark- mið. Ég ætla að reyna að halda sæti mínu í landsliðum íslands. Á næsta ári er ég gjaldgengur í U20 og það verður krefjandi verkefni að kom- ast í það lið þar sem ég verð á yngra ári. Síðan reyni ég bara að einbeita mér að því að bæta minn leik og njóta þess að spila körfubolta,“ segir Bjarni að endingu. bþb „Ég ætlaði mér að komast í landsliðshóp og það hefur líklega kveikt svolítið í mér“ Rætt við hinn efnilega körfuboltamann Skallagríms; Bjarna Guðmann Jónsson Í leik með landsliði U18 á Norðurlandamótinu í Finnlandi á dögunum. Bjarni Guðmann Jónsson heldur út til Eistlands í næstu viku að keppa á EM.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.