Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2017, Side 4

Skessuhorn - 20.09.2017, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. „Þeir vilja ekki vera memm“ „Pff-shhh.“ Þannig var hljóðið sem heyrðist þegar ríkisstjórn Íslands varð loftlaus aðfararnótt síðasta föstudags. Það var ekkert svona alvöru „BÚMM“ eins og þegar Dagur sprengir milljónirnar upp að kvöldi menningarnætur. Engir svona hurðaskellir, formælingar eða læti líkt og þegar stjórnmálamenn fyrir vestan tókust á forðum daga. Nei, það var alltaf einhvern veginn minni reisn yfir þessu stjórnarsamstarfi en ger- ist og gengur, svona letilegt hálfkák, sem ég kann ekki að skýra af því ég þekki svo fáa sem taka að sér stór verk án þess að ætla sér að ljúka þeim. Fráfarandi stjórn var rétt að ná sér eftir þynnku hveitibrauðsdag- anna, búin að máta stólana, ráða hóp aðstoðarfólks og kaupa nýja ráð- herrabíla á línuna. Þá er bara hætt. Búið, basta, „Pff-shhh,“ eins og ekk- ert væri sjálfsagðara. Sögðu bara eins og litlu börnin; „ég vil ekki vera memm.“ Þeir létu eins og þeim væri stórlega misboðið, Proppé og fé- lögum, staddir í miðju partýi vestur í bæ eina nóttina. Undarlegast var þó að þeim var misboðið af því að pabbi forsætisráðherrans hafði gert eitthvað sem orkar tvímælis. Ekki Bjarni, nei pabbi hans! Í stað þess að Proppé-veislan héldi áfram fram í bjarta framtíð datt einhverju í hug að láta geimið snúast yfir í dökka fortíð og föttuðu ekki að þeirra pólitísku framtíð lyki um leið. Þeir gáfu því frá sér yfirlýsingu, svefndrukknir og vafalaust ekki ökufærir þegar þarna var komið sögu. Notuðu einu sam- skiptaaðferðina sem þeir kunnu og létu vita af því á Facebook að þeir nenntu ekki að láta renna af sér. Í dagrenningu varð því uppi fótur og fit. Gamlir sjallar gátu vart trúað eigin augum. Misbauð svo enn meira þegar vinirnir og náfrændurnir í Viðreisn gáfu sömuleiðis frat í allt sam- an. Í ljósi bágrar stöðu og engra flóttaleiða var því brunað á Bessastaði og forsetanum tjáð að nú væri þetta búið. „Þeir vilja ekki vera memm,“ sagði Bjarni með tár á hvarmi. Ekki er ég hætis hót hissa á því að for- setinn hafi daginn eftir þurft að ná sér niður, öðlast jafnvægi á sálina og brunað því í réttir vestur á Snæfellsnes. Hann veit það manna best að sauðfjárbændur láta ekkert hagga sér, eru farnir að þekkja hvernig eigi að taka mótlæti, halda áfram sinni vinnu þótt buddan sé tóm. Nú voru góð ráð dýr. Eftir mjög ígrundaða skoðun og viðræður við alla stjórnmálaforyngja í þrjár mínútur var ákveðið að kjósa upp á nýtt eftir mánuð og þangað til skipuð starfsstjórn. Tæpu ári eftir að síðast var talið upp úr kössunum skal freista þess að nógu margir kjósi annað en þeir gerðu síðast til að skarpari línur fáist til stjórnarmyndunar. Eins og þið sjáið gjörla, hafið þið lesið alla leið hingað, er mér alls ekki skemmt yfir því hvernig þeir sem vilja láta flokka sig í hóp virðu- legra alþingismanna eru að haga sér þessa dagana. Þetta er náttúrlega alls ekki í lagi. Menn taka ekki að sér að mynda ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta án þess að vera búnir að undirbúa slíkt af kost- gæfni og geti tekið minnsta mótlæti. Meirihlutasamband, líkt og hjóna- band, á einmitt að kalla á að fólk vandi sig í hvívetna, gangi heiðarlega og hreint til verks, og láti af öllum barnaskap. Mér finnst það lykta af linku að hlaupa frá illa unnu verki og boða bara til kosninga. Við erum nýbúin að kjósa og menn hljóta að gera sér grein fyrir því að ómótuð- um stjórnmálaöflum vinnst ekki tími til að brýna sverðin og bjóða fram gegn hundrað ára gömlum flokkum sem nægir að ýta á starttakkann til að kosningavélin hrökkvi í gang. En það verður kosið. Kannski um heiðarleika? Kannski um peninga og völd? Hvað veit ég. Eina sem ég óttast er að síbylja kosninga slævi enn frekar vilja fólks til þátttöku og raunverulegra áhrifa. Fólk sitji heima og láti tiltölulega fáa ráða hvernig framtíðin verður mótuð. Magnús Magnússon Leiðari Sýningar á fjórðu þáttaröð Biggest Loser Ísland hefjast í opinni dag- skrá í Sjónvarpi Símans á morg- un, fimmtudaginn 21. september. Þáttaröðin hefur á liðnum árum fengið mikið áhorf, en í þáttunum er fylgst með keppendum há harða baráttu við aukakílóin. Þáttaröðin var sem kunnugt er tekin upp í Borgarfirði á liðnu sumri og höfðu keppendur aðsetur á Bifröst á meðan tökur stóðu yfir. Umhverfi Borgarfjarðar mun leika stórt hlutverk í nýjustu þáttaröð- inni. „Við ætlum að nýta umhverfið eins og við getum og er stefnan sú að fara í þrautir á svæðinu um kring. Það er sama hvert maður snýr í Borgarfirði. Þar eru fallegir töku- staðir,“ sagði Jón Haukur Jensson, leikstjóri hjá Saga Film sem fram- leiðir þættina, í samtali við Skessu- horn í vor. Keppendur í Biggest Loser verða sem fyrr tólf talsins, skipt upp í tvö sex manna lið sem þjálfuð eru af Evert Víglundssyni annars vegar og Gurrý Torfadóttur hins vegar. Þegar líður að lokum keppninnar verða liðin síðan leyst upp og við tekur einstaklingskeppni þar sem einn keppandi stendur að lokum uppi sem sigurvegari. kgk Sýningar á Biggest Loser hefjast á morgun Skjáskot úr kynningarstiklu þáttaraðarinnar á Facebook-síðu Biggest Loser Ísland með Bifröst í baksýn. Gríðarlega mikill munur, eða 819 milljónir króna, var á hæsta og lægsta tilboði sem barst í niðurrif bygginga og búnaðar Sementsverk- smiðjunnar á Akranesi. Alls bár- ust tólf tilboð í verkið og voru þau opnuð í síðustu viku. Tilboðin eru eftirfarandi, lægsta boð efst: Work North ehf., 175.297 þús. kr. ABLTAK ehf., 274.790 þús. kr. Ellert Skúlason ehf., 279.620 þús. kr. Skóflan hf., 378.000 þús. kr. G. Hjálmarsson hf., 460.838 þús kr. Háafell ehf., 495.048 þús. kr. Þróttur ehf., 509.585 þús. kr. Ístak hf., 556.088 þús. kr. Wye Valley, 618.969 þús. kr. Íslandsgámar hf., 666.575 þús. kr. Húsarif ehf., 794.210 þús. kr. Sérfélag stofnað um verkefni, 994.790 þús. kr. Kostnaðaráætlun verkfræðistof- unnar Mannvits gerir ráð fyrir því að niðurrifið muni kosta rúmar 326 milljónir króna. Alls verða 16 mannvirki rifin í fyrsta áfanga nið- urrifsins. Næst á dagskrá málsins er að ganga til samninga við verktaka. Reiknað er með því að niðurrif- ið hefjist nú í haust og áætlað er að fyrsta áfanga þess ljúki haustið 2018. kgk Tólf vilja rífa Sementsverksmiðjuna Blásið var til ljósmyndasamkeppni í tengslum við hátíðina Hval- fjarðardaga, sem haldin var í lok ágústmánaðar. Stóð hún yfir alla helgina og þemað var: Gleði og náttúra í Hvalfjarðarsveit. Dómnefnd kom saman í byrj- un septembermánaðar til að velja vinningsmyndina úr þeim sem bárust í keppnina. Við valið á verðlaunamyndinni fékk dóm- nefnd einungis upplýsingar um innsendingarnúmer myndanna. Eftir að hafa farið vel yfir þær all- ar var það einróma álit dómnefnd- ar að mynd númer 23 væri sigur- myndin í ljósmyndasamkeppni Hvalfjarðardaga 2017. Mynd- ina tók Guðjón Guðmundsson á Akranesi. Var dómnefnd sammála um að viðfangsefni myndarinnar fangaði í senn gleði og náttúru í Hvalfjarðarsveit, í samræmi við þema keppninnar. „Dómnefnd vill færa vinningshafa og öllum þeim sem sendu inn myndir í ljós- myndasamkeppnina bestu þakkir fyrir þátttökuna,“ segir í tilkynn- ingu sem Ása Líndal Hinriksdótt- ir, umsjónaraðili Hvalfjarðardaga, ritaði á íbúasíðu Hvalfjarðarsveit- unga á Facebook. kgk Fangaði gleði og náttúru Hvalfjarðarsveitar á filmu Guðjón tekur við viðurkenningu og verðlaunum fyrir bestu ljósmyndina úr hendi Ásu Líndal Hinriksdóttur, umsjónaraðila Hvalfjarðardaga. Verðlaunamynd Guðjóns Guðmundssonar í ljósmyndasamkeppni Hvalfjarðar- daga 2017.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.