Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2017, Side 6

Skessuhorn - 20.09.2017, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 20176 Undirbúa stefnu- mótunarfund BIFRÖST: Stjórn Háskól- ans á Bifröst hefur ákveðið að halda sérstakan stefnu- mótunarfund á Bifröst laugardaginn 21. október nk. Til fundarins er boðið fulltrúaráði skólans, starfs- fólki, nemendum og fulltrú- um aðstandenda skólans, þ.e. Borgarbyggðar, Sam- taka atvinnulífsins, Sam- bands íslenskra samvinnu- félaga og Hollvinasamtaka Háskólans á Bifröst. Við- fangsefni fundarins verð- ur að fjalla um mikilvæg- ar spurningar um stöðu og framtíð skólans og vísa veg- inn í stefnumótun hans til lengri tíma. Í frétt frá skól- anum segir að hann hafi breyst ört á undanförnum árum. 80% nemenda eru nú í fjarnámi og 70% nýrra nemenda í háskólanámi nú á haustönn 2017 komu inn í nám eða námsfyrirkomu- lag sem ekki var til staðar skólaárið 2013-2014. Skól- inn stendur frammi fyrir mikilvægum ákvörðunum um framtíð sína nú þegar hann nálgast aldarafmæli sitt á næsta ári. Á fundin- um verður m.a. fjallað um stefnupýramítann, hvernig skólinn verður eftir tíu ár, alþjóðavæðingu, fjarnám vs. staðnám, staðsetningu skólans, hugsanlega sam- einingu sjálfstæðra skóla, teninginu við atvinnulífið og símenntun. -mm Eva Pandóra sækist eftir forystusæti NV-KJÖRD: „Ég tilkynni hér með að ég sækist eftir að leiða lista Pírata í Norð- vesturkjördæmi í komandi kosningum,“ segir Skag- firðingurinn Eva Pandóra Baldursdóttir, alþingis- maður. Hún er 27 ára við- skiptafræðingur og bú- sett á Sauðárkróki. „Í að- draganda síðustu kosn- inga hlaut ég brautargengi til að leiða lista Pírata og var kjörin til setu á Al- þingi í kosningunum sem fram fóru á haustmánuð- um 2016. „Í þeim kosning- um sem í hönd fara sækist ég eftir áframhaldandi um- boði kjósenda til að láta til mín taka á vettvangi stjórn- málanna og mun berjast af einurð gegn þeirri leynd- arhyggju, frændhygli, sér- hagsmunagæslu og spill- ingu sem einkennir íslensk stjórnmál og stjórnsýslu,“ segir Eva Pandóra. -mm Sveitamarkaður í Æðarodda AKRANES: Laugardaginn 7. október næstkomandi verð- ur slegið upp sveitamark- aði í Æðarodda, félagsheimili Hestamannafélagsins Dreyra á Akranesi. Eins og jafnan á sveitamörkuðum verður ým- iss konar varningur boðinn til sölu, allt frá handverki til matar. Markaðurinn hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 17:00. Áhugasömum er bent á að ekki verður posi á öllum bás- um markaðarins og gestum því ráðlagt að hafa reiðufé meðferðis. -kgk Sveitarfélagið kaupir hitaveituhlut EYJA- OG MIKL: Hrepps- nefnd Eyja- og Miklaholts- hrepps samþykkti á síð- asta fundi sínum kaup sveit- arfélagsins á hlut Sigurðar Hreinssonar og Félagsbúsins Miðhrauni í Hitaveitu Eyja- og Miklaholtshrepps. Oddviti fór yfir drög að kaupsamn- ingnum og kynnti yfirlýsingu Félagsbúsins Miðhrauni um að öll réttindi sem það hafði fengið með samningi frá 2004 flytjist yfir til sveitarfélagsins. Jafnframt kynnti hann drög að samningi við Eiðhús ehf. Lagt var til að drögin að samningn- um yrðu samþykkt með eftir- farandi fyrirvörum: Að Eiðhús ehf. kaupi hlutafé og vatn af sveitarfélaginu í samræmi við það sem kynnt var á fundin- um. Einnig að Hitaveita Eyja- og Miklaholtshrepps komi að kaupum á hlutafé og vatni af sveitarfélaginu. -kgk Pétur Pétursson, útgerðarmaður og skipstjóri á Arnarstapa, skrif- aði á fimmtudag undir samning við dönsku skipasmíðastöðina Bredga- ard Bådeværft um smíði á nýjum báti. Samningurinn var undirrit- aður á Íslensku sjávarútvegssýn- ingunni sem haldin var í Kópavogi í síðustu viku. Nýi báturinn mun leysa af hólmi hinn fengsæla Bárð SH-81 sem Pétur hefur gert út síð- an 2001. Pétur hóf útgerð frá Arnarstapa árið 1983 á sínum fyrsta Bárði, sem var rúmlega tveggja tonna trébátur. Síðan þá hafa bátarnir farið stækk- andi. Nýr Bárður verður þann- ig stærsti trefjaplastbátur sem ís- lenskur útgerðarmaður hefur lát- ið smíða; 25,18 metra langur, sjö metra breiður og mun rista 2,5 metra. Verður hann því umtals- vert stærri en sá Bárður sem gerð- ur er út nú. Sá er 15 metra langur plastbátur, rúmlega fjögurra metra breiður og ristir 1,5 metra. „Mikið tilhlökkunarefni“ Pétur kveðst í samtali við Skessu- horn fullur eftirvæntingar fyrir nýj- um Bárði. „Báturinn sem við róum á í dag er orðinn full lítill, okkur hefur vantað pláss bæði fyrir afla og veiðarfæri. Við það að fá stærri bát með góðu plássi verður væntan- lega hægt að auka gæði aflans enn frekar. Á þessum nýja báti verður bæði gott pláss fyrir afla og veið- arfæri en ekki síst betri aðbúnað- ur fyrir mannskapinn,“ segir Pét- ur og bætir því við að skipverjum komi til með að fjölga um einn, úr þremur í fjóra, með tilkomu nýja bátsins. Veiðimunstrið verður hins vegar með svipuðum hætti og verið hefur. „Þetta verður fyrst og fremst netabátur en hannaður með þann möguleika að einnig verði hægt að gera hann út á dragnót. Við höfum ekki möguleika á því í dag,“ seg- ir hann. „Að fá nýjan bát er mikið tilhlökkunarefni og vonandi endist maður lengur í þessu á stærri bát sem fer betur með bæði menn og afla,“ segir Pétur ánægður að end- ingu. Eitt ár í smíðum Skipasmíðastöðin Bredgaard Både- værft hefur smíðað trefjaplastbáta í hálfa öld, eða frá árinu 1967. Er stöðin þekkt fyrir smíði sterkra og vandaðra plastbáta. Fyrirtækið Afl- hlutir ehf. er umboðsaðili dönsku skipasmíðastöðvarinnar á Íslandi. Koma Afhlutir til með að útvega allan vélbúnað í nýjan Bárð, allt frá aðalvél bátsins til rafala og skrúfu- búnaðar. Smíði á bátnum mun hefjast á næstu misserum og reiknað er með því að hún taki um það bil eitt ár. Áætlaður afhendingartími nýs Bárðar SH er í desember 2018. kgk Samið um smíði á nýjum Bárði Verður stærsti trefjaplastbátur landsins Pétur Pétursson, útgerðarmaður og skipstjóri á Bárði SH, með fulla lest af fiski. Ljósm. úr safni/ af.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.