Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2017, Qupperneq 7

Skessuhorn - 20.09.2017, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2017 7 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Matarauður Vesturlands – í næstu viku! Auglýsendur eru eindregið hvattir til þátttöku. Hægt er að panta auglýsingar í síma 433-5500 eða á netfangið: auglysingar@skessuhorn.is Auglýsingafrestur rennur út föstudaginn 22. september. Með Skessuhorni í næstu viku fylgir veglegt sérblað sem nefnist Matarauður Vesturlands. Það er geð út í samstar við verkefnis- stjórn á vegum Sóknaráætl- unar Vesturlands. Í efnis- tökum verður lögð áhersla á mat og matarupplifun í október með yrskriftinni; „Veisla á Vesturlandi.“ Í blaðinu verður m.a. kynnt matvælaframleiðsla á Vest- urlandi, fullvinnsla hráefnis, sala beint frá býli, hráefnis- notkun úr heimahéraði á veitingastöðum, matartengd upplifun í landshlutanum og margt eira. Auk venjubundinnar dreif- ingar verður blaðinu öl- dreift til allra heimila og fyrirtækja á Vesturlandi í 10.000 eintökum. Sjúkraliði óskast á Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa við aðhlynningu. Unnið er á morgun- og kvöldvöktum og aðra hvora helgi. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Stykkishólmsbæjar – www. stykkisholmur.is og á skrifstofu Stykkishólmsbæjar. Umsók má skila undirritaðri á Dvalarheimili aldraðra, Skólastíg 14, 340 Stykkishólmi eða á netfangið krishan@stykkisholmur.is. Umsóknarfrestur til 30. september nk. Allar nánari upplýsingar á staðnum eða í síma: 433-8165 alla virka daga. Kristín Hannesdóttir Forstöðumaður Dvalarheimilis aldraðra Stykkishólmi Stykkishólmsbær Hafnargötu 3 340 Stykkishólmur Sími: 433-8100 netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is KT.: 620269-7009 SK ES SU H O R N 2 01 7 Aðalfundur Snæfells, svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda, fór fram í Grundarfirði á sunnudaginn. Fundurinn var vel sóttur og mik- ill hugur í mönnum. Þar voru sam- þykktar ályktanir sem beint verður til aðalfundar Landssambands smábáta- eigenda. Annars vegar um að króka- aflamarksbátar fái leyfi til að veiða með þorskanetum og svo að Lands- sambandið vinni að því að krókaafla- markið verði sameinað aflamarki. Mikil umræða var um þessar tillögur og kom fram að nú væri aðsteðjandi rekstrarvandi vegna mikillar hækk- unar á veiðigjaldi fyrir þorsk og ýsu sem knýju fram breytingar. Einnig vegna þess að á sama tíma hefði fisk- verð farið lækkandi. Á fundinum var framtak nokk- urra strandveiðisjómanna í Grund- firðinga um útflutning í ágúst síðast- liðinum lofað og jákvæður tónn var vegna fyrirætlana LS um skipulagn- ingu á sölu afla á erlenda markaði. Þá var einnig samþykkt að hvetja stjórn- völd til þess að veita kvótaívilnun til þeirra sem landa á fiskmörkuðum. Grásleppumálin voru einnig rædd á fundinum enda eru veiðarnar gríð- arlega mikilvægar fyrir félagsmenn í Snæfelli. Samþykkt var að mæla með að grásleppuveiðar skyldi fara í kvótasetningu, að því gefnu að við- miðunarárin verði að lágmarki sjö. Ef niðurstaðan verður sú að leggja til kvóta á grásleppuveiðar myndi verða greidd atkvæði um hana með- al grásleppuveiðimanna. Á fundinum var rætt um bann á veiðum á hvítl- úðu og var samþykkt að óska eftir gögnum frá Hafrannsóknastofnun um hvernig þróun stofnstærðar hef- ur verið frá því bannið kom til fram- kvæmda. Áskorun var einnig sam- þykkt um að leyfa löndun og sölu á hvítlúðu sem veiðist sem meðafli við línuveiðar. Að lokum var samþykkt að mótmæla harðlega hækkun veiði- gjalda, að strandveiði verði heim- iluð tólf daga í mánuði og aukning línuívilnunar. Að áfram verði knúið á um 16% hlutdeild í heimildum til makrílveiða, rætt um öryggismál sjó- manna, markaðsmál og margt fleira. Allar tillögur Snæfells, sem voru alls 30 á fundinum, munu koma til um- ræðu á 33. aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem fram fer 19. og 20. október næstkomandi. Örvar Már Marteinsson í Ólafs- vík var kosinn formaður félagsins. Tekur hann við af Guðlaugi Gunn- arssyni sem hefur verið formaður undanfarin ár en gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í stjórn Snæfells auk Örvars sitja: Ásmundur Guðmunds- son Stykkishólmi, Bergsveinn Sævar Guðmundsson Grundarfirði, Klem- ens Sigurðsson Arnarstapa og Run- ólfur Kristjánsson Grundarfirði. þa Snæfellskir sjómenn héldu aðalfund Snæfells

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.