Skessuhorn - 20.09.2017, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 201712
Sveitarstjórn Borgarbyggðar tók
á síðasta ári ákvörðun um að hefja
undirbúningsvinnu við ljósleiðara-
væðingu í sveitarfélaginu. Sú vinna
er nú komin vel á veg, en hófst eins
og kunnugt er með því að Guð-
mundur Daníelsson ráðgjafi var ráð-
inn til að annast ákveðna undirbún-
ingsvinnu, hanna ljósleiðarakerfi og
ákveðna undirbúningsvinnu sem
nauðsynleg er þegar hafist er handa
við undirbúning svo umfangsmik-
ils verkefnis. „Hönnun ljósleiðara-
kerfis fyrir Borgarbyggð er nú lokið.
Alls eru formlegir tengipunktar yfir
500 í dreifbýli Borgarbyggðar. Und-
ir það flokkast heimili með fasta bú-
setu í dreifbýli, fyrirtæki og aðrir
staðir sem þurfa slíka tengingu svo
sem fjarskiptastaðir, virkjanir, dælu-
stöðvar og önnur álíka starfsemi.
Ljósleiðarakerfið í sveitarfélaginu
verður nálægt 600 km. Hér er því
um að ræða eitt stærsta samfellda
verkefni á landinu af þessu tagi. Þar
fyrir utan eru rúmlega 1.200 sumar-
bústaðir í sveitarfélaginu sem koma
líklega með að tengjast ljósleiðara-
kerfinu í töluverðum mæli sé miðað
við reynslu annarra sveitarfélaga,“
segir Gunnlaugur A. Júlíusson sveit-
arstjóri í pistli sem hann hefur rit-
að um stöðu verkefnisins í Borgar-
byggð.
Fjármagnað á
þrennan máta
Lagning ljósleiðara í hvern tengi-
punkt í dreifbýli landsins er fjár-
mögnuð á þrennan hátt. Hluti
kostnaðar er fjármagnaður með
styrkjum frá Fjarskiptasjóði, hluti
með greiðslu frá þeim sem taka
tengingu heim og hluti er fjármagn-
aður með framlagi sveitarfélagsins.
Árlegt afnotagjald rennur síðan til
að endurgreiða það fjármagn sem
sveitarfélagið hefur lagt til verks-
ins á einhverjum árafjölda, til dæm-
is áratug. Þeir sem taka ljósleiðara
í sumarhús greiða allan kostnað af
því sjálfir og njóta t.d. ekki styrks úr
Fjarskiptasjóði sem styrkir heldur
ekki tengingar sem eru frágengnar
áður en styrkurinn er veittur.
Byrjað í Andakíl
Borgarbyggð hlaut á síðasta ári styrk
úr Fjarskiptasjóði til að leggja ljós-
leiðara í 12 tengipunkta í Andakíls-
hreppi á þessu ári. Innan skamms
verður ákveðið hverjir það verða.
Einnig fékkst styrkur upp á rúmar
12 milljónir króna frá Byggðasjóði
til þessa verkefnis í ársbyrjun. „Það
voru vonbrigði að ekki hafi fengist
styrkur til að vinna stærra verkefni
á þessu ári. Vonir standa hins vegar
til að í næstu úthlutun Fjarskipta-
sjóðs, sem fer fram í október næst-
komandi, fáist styrkur til að vinna
að umtalsvert stærri áfanga. Í sum-
ar hafa verið lagðir um 25 km af
rörum í Reykholtsdal og nágrenni
með rafstrengjum sem Rarik hefur
lagt í jörð. Það er gert til að flýta
fyrir verkinu og sparar einnig fjár-
muni,“ segir Gunnlaugur sveitar-
stjóri.
Hann segir að stefnt sé að ljúka
þessu verkefni eigi síðar en á árinu
2020. „Til að það gangi eins og
best verður á kosið þarf að undir-
búa verkefnið vel, kynna það vel
fyrir öllum hlutaðeigandi, tryggja
gott samstarf við landeigendur um
lagnaleið þar sem það á við og hafa
tryggt að farið sé eftir öllum lögum
og reglum sem málið varðar,“ segir
Gunnlaugur.
Lítið byrjað í þéttbýli
Varðandi stöðu ljósleiðaralagn-
ar í þéttbýli Borgarbyggðar seg-
ir Gunnlaugur að árið 2015 hafi
verið skrifað undir samkomu-
lag um að Gagnaveita Reykjavík-
ur myndi leggja ljósleiðara í þétt-
býli Borgarbyggðar; Borgarnes og
Hvanneyri. Verkinu skyldi lok-
ið árið 2018. „Fram til þessa hef-
ur verkinu ekki þokað mikið áfram
svo sýnilegt er og kemur margt til.
Þó hefur ýmislegt gerst og margt
í undirbúningi. Ljósleiðari hefur
verið lagður í alla skurði sem hafa
verið grafnir í Borgarnesi. Kveld-
úlfsgatan er t.d. frágengin. Búið er
að semja um afnot Gagnaveitunn-
ar af aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni
þar sem sett verður upp miðstöð
fyrir ljósleiðarakerfið í Borgarnesi.
Vinna við uppsetningu hennar er
að hefjast svo og tenging stöðvar-
innar við lagnakerfið. Gagnaveit-
an er síðan að hefja frekari fram-
kvæmdir í Borgarnesi þannig að
sjá má þess merki innan tíðar að
kominn sé aukinn þungi í fram-
kvæmdir. Ekkert hefur verið unnið
á Hvanneyri enn sem komið er, en
Gagnaveitan stefnir að því að ljúka
lagningu ljósleiðara í Borgarnes og
Hvanneyri fyrir árslok 2018,“ segir
Gunnlaugur.
mm
Hönnun ljósleiðarakerfis er lokið í Borgarbyggð
Framundan eru talsverðar breyt-
ingar á verslun Samkaupa í Búð-
ardal og verður henni á næstunni
breytt í Kjörbúð og opnuð sem slík
síðar í haust. Í frétt Skessuhorns í
byrjun nóvember á síðasta ári sagði
frá að öllum Samkaup Úrval og
Samkaup strax verslunum á landinu
yrði breytt yfir í önnur vörumerki.
Samkaup rak fyrir breytingarnar
um fimmtíu verslanir víðsvegar um
landið. Þær spönnuðu allt frá lág-
vöruverðsverslunum til þæginda-
verslana. Byrjað var að breyta versl-
unum í Garði og Sandgerði fyrir tíu
mánuðum síðan. „Kjörbúðinni er
ætlað að þjónusta íbúa með því að
bjóða gott úrval, lágt verð og fersk-
ar vörur á hverjum stað. Með því
vill Samkaup gera viðskiptavinum
sínum um allt land kleift að versla
daglega allar helstu nauðsynjavör-
ur á samkeppnishæfu verði,“ sagði
í tilkynningu frá Samkaupum í
nóvember sl. Frá því í nóvember í
fyrra hafa sambærilegar breytingar
verið gerðar á verslununum á hátt í
tuttugu stöðum allt frá Bolungarvík
í vestri til Neskaupstaðar í austri.
Heiðar Róbert Birnuson rekstr-
arstjóri Kjörbúðanna segir í samtali
við Skessuhorn að breytingarnar í
Búðardal séu gerðar til að koma til
móts við íbúa með lækkuðu vöru-
verði og auknu vöruúrvali. Sam-
hliða breytingunum verður fram-
boði veitinga breytt sem og opn-
unartíma. Aðspurður segir Heiðar
Róbert að opnunartíminn í Kjör-
búðinni í Búðardal verði fyrst í
stað frá klukkan 9 til 19 virka dag,
10-18 á laugardögum og 12 til 18
á sunnudögum. Nú er talvert mikil
umferð í gegnum Búðardal þar sem
þjóðvegurinn í gegn er tengingin
við Vestfirðina. Heiðar Róbert seg-
ist á þessari stundu ekki geta fullyrt
um aukinn opnunartíma verslunar-
innar t.d. á sumrin, tíminn verði að
leiða það í ljós.
Samhliða breytingunum verður
framboði veitinga breytt í Kjörbúð-
inni í Búðardal. „Við munum bjóða
upp á skyndiréttakonsept. Áfram
verður grillaður kjúklingur í boði,
pylsur, gott úrval skyndirétta og þá
verðum við með útgáfu af bakaríi á
staðnum til að fólk geti nálgast nýja
vöru daglega.“
Umfram allt segir Heiðar Róbert
að Dalamenn geti vænst betri versl-
unar í Búðardal síðar í haust, en
þeir hafa í dag. „Við ætlum að opna
góða verslun sem ég vona að allir
geti verið sáttir með. Við reynum
alltaf að koma til móts við óskir við-
skiptavina okkar á hverjum stað og
ég er sannfærður um að það muni
takast í Búðardal eins og á öðrum
stöðum víðsvegar um landið,“ segir
Heiðar Róbert að endingu. Áfram
verður eldsneytissala á vegum N1 á
planinu við Kjörbúðina.
mm
Samkaupsverslun í Búðardal
verður reytt í Kjörbúð
Fyrsta Kjörbúðin var opnuð í Garði fyrir um tíu mánuðum síðan.
Ljósm. Víkurfréttir.
Svipmynd úr Samkaupsversluninni í Búðardal. Ljósm. úr safni Skessuhorns.Svipmynd úr Samkaupsversluninni í Búðardal. Ljósm. úr safni Skessuhorns.