Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 201714 Hann segist ekki kunna annað en þjálfa körfubolta. Ólst upp við íþróttir frá blautu barnsbeini og var byrjuður fyrir tvítugt að vinna við þjálfun körfubolta. Það hefur ver- ið starf hans æ síðan. Í dag er hann aðstoðarþjálfari íslenska karlalands- liðsins í körfubolta sem náði þeim árangri að komast í annað skipti í sögunni í úrslitakeppni EM 2017 fyrr í þessum mánuði. Við setjumst niður með Arnari Guðjónssyni, ríf- lega þrítugum Borgfirðing, sem undanfarin átta ár hefur búið í Dan- mörku ásamt fjölskyldu sinni. Meðal annars kemur fram í spjalli við Arn- ar að árangur Íslendinga í íþróttum megi að stórum hluta rekja til ósér- hlífni og vinnusemi landans og þeim eiginleikum megi ekki fyrir nokk- urn mun glata. Ef fólk slaki á kröf- um hvað það snertir, eigum við sem smáþjóð ekki möguleika til afreka. Arnar Guðjónsson varar við því sem hann kallar eitraða þróun í tölvu- og snjalltækjanotkun ungs fólks. „Börn eiga að fara út og leika sér, taka virk- an þátt í íþróttum í stað þess að koðna niður framan við tölvuskjái eða sjónvarp.“ Hvílir deildarliðsþjálfun að sinni Arnar Guðjónsson er alinn upp í Reykholti í Borgarfirði, son- ur Huldu Laxdal Hauksdóttur og Guðjóns Guðmundssonar. Hann byrjaði að þjálfa körfubolta fyrir tólf árum austur á Höfn í Hornafirði, þá 19 ára gamall. „Fyrstu skrefin voru með Sindra, en þaðan fór ég á Selfoss og þjálfaði FSU í tvö ár og kynntist þar verðandi konu minni; Dröfn Hilmarsdóttur læknanema. Eftir það héldum við til Danmörk- ur þar sem við höfum búið síðastlið- in átta ár. Fjögur fyrstu árin ytra tók ég að mér þjálfun Aabyhøj í Árósum og eftir það lið Svendborg Rabbits í önnur fjögur ár og gekk prýðilega. Nú er ég hins vegar hættur þjálf- un deildarliðs í bili. Mér voru sett- ar þær skorður hjá Svendborg að ég þyrfti að velja, annað hvort að hætta sem aðstoðarþjálfari íslenska karla- landsliðsins, eða hjá þeim. Ég valdi að taka þátt í starfi íslenska lands- liðsins enda stóð það frammi fyr- ir mikilli áskorun og ákvað því að kveðja þjálfarastarfið í Svendborg. Reyndar kom það sér ekkert illa fyr- ir mig af fjölskylduástæðum að taka þessa ákvörðun. Konan mín er nú að hefja kandídatsnámið sitt í lækn- isfræðinni sem er stöðug vinna. Hún er nú að ljúka fæðingarorlofi eftir að hafa eignast annað barn okkar. Þetta nám hennar mun á næstunni taka mikinn tíma og nú er einfaldlega röðin komin að mér í ríkara mæli að sinna uppeldi barnanna okkar og því ákvað ég að taka ekki að mér þjálf- un félagsliðs, allavega ekki næstu tvö árin. Við eigum eina dóttur, Iðunni tveggja og hálfs árs, og Bjarka sex mánaða. Það er ótrúlega gefandi að sinna börnunum,“ segir Arnar. Þannig má segja að tímamót séu í lífi Arnars sem hefur þjálfað félags- lið í körfubolta undanfarin tólf ár. Fjölskyldan er þó ekki á heimleið, því læknisfræðinámið hjá Dröfn tekur að minnsta kosti tvö ár og svo er spurning um sérnám að því loknu. Sjálfur segist Arnar vera lít- ið menntaður. „Ég kann lítið annað en lifa og hrærast í íþróttum, en er reyndar aðeins farinn að læra eftir langt hlé. Halldóra Lóa Þorvalds- dóttir frænka mín plataði mig til að innritast í nám og ég valdi að skrá mig utan skóla í nám í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst. Það er vissulega áskorun að byrja að læra upp á nýtt, en mjög gaman,“ segir Arnar. Er mömmu ævinlega þakklátur En hvernig æxlaðist það að Arnar fór að þjálfa körfubolta? „Það kom nú eiginlega af sjálfu sér, þetta er í blóðinu. Báðir foreldrar mínir eru íþróttakennarar og kenndu fyrst í Reykholti en síðar á Kleppjárns- reykjum. Ég ólst því upp á íþrótta- vellinum líkt og bræður mínir tveir hafa einnig gert. Þegar mamma og pabbi skyldu flutti ég í fyrstu með mömmu austur á Höfn þaðan sem hún var og býr enn í dag. Við fórum bræðurnir, ég að byrja í sjötta bekk en Hilmar bróðir að byrja í barna- skóla. En fyrir mig var þetta erf- ið breyting. Ég var á þessum tíma- punkti einfaldlega búinn að festa rætur uppi í Reykholtsdal, átti þar vini, bakland og áhugamál og bæði pabba og afa sem ég var afar hændur að. Ég var austur á Höfn þetta haust og til áramóta en fékk eftir það að flytja til baka og búa hjá pabba. Ég er mömmu minni ævarandi þakklát- ur fyrir þá dirfsku sem hún sýndi að leyfa mér, tólf ára pjakkinum, að snúa aftur heim í Borgarfjörðinn. Það var á þessum tíma alls ekkert sjálfgefið að barn fengi að alast upp hjá föður sínum og að móðir, sem bæði var og er við góða geðheilsu, myndi sam- þykkja slíkan ráðahag! Þetta fór því svona, ég fór aftur „heim“ en Hilm- ar bróðir ólst upp hjá mömmu okkar á Höfn. Hann var yngri þegar for- eldrar okkar skyldu. Við erum auk þess mjög ólíkir bræðurnir. Hann er listhneigður og ævintýragjarn, en ég er meiri „kassi“. Eftir að ég var aftur kominn heim í Borgarfjörð fór ég á fullt í íþrótt- irnar en var einnig mikið hjá föður- fólkinu mínu í Brekkukoti. Það hef- ur verið sagt að ég og Guðmundur afi minn, sem nú er dáinn blessað- ur, vorum mjög líkir. Ég sóttist því eftir að vera í sveitinni og batt ótrú- lega mikil og sterk tengsl við Borg- arfjörðinn og kalla það alltaf að fara „heim,“ þegar hann er nefndur, þótt ég hafi ekki búið þar í fimmtán ár. Raunar er eini ókosturinn við kon- una mína að hún er Sunnlending- ur,“ segir Arnar og hlær við. „Ég vildi náttúrlega sjálfur að við vær- um öllum stundum í sveitinni minni þegar við erum hér á landi, en Sel- foss er oftast fyrsti viðkomustað- ur, en þaðan er fljótlega farið upp í sveitina mína.“ Landið alltaf fallegt þegar búið er erlendis Í spjallinu við Arnar kemur fljótlega fram að þrátt fyrir að hafa búið ytra um árabil og stofnað þar fjöslkyldu er stutt í heimþrána í kappanum. „Já ég neita því ekkert. Hugurinn stefn- ir alltaf heim, en við tökum þetta bara skref fyrir skref. Konan mín er í löngu sérnámi og það er áætlun okkar að hún ljúki því áður en heim verður haldið. En vissulega er landið okkar alltaf fallegt þegar maður býr erlendis. Það þekkja sennilega flest- ir ef ekki allir sem búið hafa á er- lendri grundu. Enda finnst mér fal- legasta kvæði sem ég veit, Blómið, eftir Davíð Stefánsson þar sem hann yrkir um heimahagana. Hver get- ur neitað sannleikanum í því, segir Arnar, og fer með nokkrar ljóðlínur í hinu þekkta kvæði þjóðskáldsins. Allsstaðar gott að búa Arnar hefur verið viðloðandi þjálfun landsliða í körfuknattleik bæði hér heima á Íslandi og í Danmörku und- anfarin fimm ár. Hann var ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska U18 lands- liðs karla árið 2012 en næstu tvö ár þar á eftir gegndi hann sömu stöðu hjá U20 ára landsliði Dana. Und- anfarin ár hefur hann svo aðstoð- að Peter Ökvist og nú síðast Craig Pedersen við þjálfun íslenska karla- landsliðsins. „Markmiðið mitt er að þjálfa körfubolta þar til ég hætti að vinna. Það er náttúrlega út af fyrir sig galið markmið þar sem þetta er eitt ótryggasta starf sem til er. En þar sem ég set ekki miklar kröfur um hvar ég bý veitir það manni ákveð- in tækifæri, það er allsstaðar gott að búa ef rétta hugarfarið er til staðar.“ Myndu láta vaða í gegnum hurðina Arnar segir að hver þjóð hafi sín kar- aktereinkenni sem móti þær hvort sem er í íþróttum eða á öðrum svið- um. „Ég sakna til dæmis ákveð- inna eiginleika í Dönum sem ein- kenna okkur Íslendinga. Ég get tek- ið dæmi til að útskýra hvað ég á við: Sem dæmi, ef liðum frá Íslandi ann- ars vegar og Danmörku hins vegar væri fyrirskipað að hlaupa í gegnum hurð, þá myndu Danirnir líklega slá á fund og ræða hver væri best til þess fallinn að opna hurðina. Íslending- arnir myndu hins vegar láta vaða í gegnum hana og alls ekki athuga hvort hún væri til dæmis opin! Dan- ir eru agaðri en búa ekki yfir sömu vinnusemi og Íslendingar.“ Fórnfýsi og dugnaður er lykillinn Í framhaldi af þessu förum við að ræða þann árangur sem Íslendingar, þessi smáþjóð norður í Atlantshafi, er að ná í fjölmörgum íþróttagrein- um. Nefna má knattspyrnu, hand- bolta, golf, sund, frjálsar íþróttir og fjölmargar aðrar greinar. Hvern- ig útskýrir aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfu þennan árangur? „Það er sagt úti í Dan- mörku að vinnusemi sé aðalsmerki okkar Íslendinga. Það er til dæm- is þekkt að Íslendingar ytra eigi af þeim sökum auðvelt með að útvega sér vinnu. Ósérhlífni og áræðni var þannig sá neysti sem komið hefur okkur lengra en margar aðrar þjóð- ir og mikið fjölmennari geta státað af. Mér dettur einmitt hann afi minn í Brekkukoti í hug. Hann var sjálf- ur duglegur og ósérhlífinn. Hann hafði einhvern tímann vinnumann sem hann mat mikils fyrir dugnað. Sagði að hann væri t.d. bara tíu mín- útur að skófla í sig matnum og væri svo rokinn út til verkanna. Á sama hátt má segja að þetta kapp sem við Arnar Guðjónsson aðstoðarþjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins tekinn tali „Árangur Íslendinga í íþróttum má rekja til vinnusemi og ósérhlífni“ Arnar Guðjónsson aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta. Ljósm. mm. Arnar og Dröfn ásamt börnum sínum Iðunni og Bjarka. Stundum þarf að tala hreina íslensku við þessa dómara, nú eða dönsku!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.