Skessuhorn - 20.09.2017, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 201720
Nú í haust hófst í fyrsta sinn í
Grunnskólanum í Borgarnesi
kennsla í slökun og vellíðan. Er það
Elín Matthildur Kristinsdóttir sem
hefur umsjón með kennslunni. Fyr-
irkomulag kennslunnar er þannig að
allir árgangar skólans hafa aðgang að
slökun einn tíma á viku. „Í upphafi
er kynningartími og þá koma nem-
endur í litlum hópum, ekki fleiri en
fimm í senn. Þar kynni ég fyrir þeim
jóga og svo leggjast þau á dýnu,
breiða teppi yfir sig ef þau vilja og
hefja slökunina. Þau læra djúpönd-
un til að losa spennu og athyglis-
öndun til að hvíla hugann. ég segi
þeim frá áhrifum slökunar á hugann
og jafnframt hvaða áhrif stress, kvíði
og vanlíðan hefur á hann,“ segir
Elín í samtali við Skessuhorn. „Þeg-
ar allir nemendur bekkjarins hafa
sótt kynningartíma hafa þeir val um
að koma í slökun á tíma síns bekkj-
ar og þá koma þau fleiri í einu. Ekk-
ert eitt hentar öllum og því þurfum
við að taka tillit til þess ef nemend-
ur vilja ekki koma. Þeir fá ósköp lít-
ið úr því að vera settir í slökun gegn
vilja sínum,“ segir Elín brosandi og
bætir við: „En þegar nemendur sjá
jákvæða upplifun þeirra sem velja
að taka þátt aukast líkurnar á að
þeir ákveði sjálfir að prófa að fara
aftur. Um leið aukast líkur á því að
þeir fái það út úr slökuninni sem við
vonumst eftir, sem er aukin vellíð-
an. Markmiðið er að krakkarnir geti
notað sér það sem þau læra hér til að
auka eigin vellíðan, ekki bara í skól-
anum heldur almennt í sínu daglega
lífi,“ segir hún og leggur áherslu á
að slökunin og vellíðunarstundirnar
séu ætlaðar öllum, ekki aðeins þeim
sem búa við vanlíðan. „Okkur get-
ur nefnilega öllum liðið betur, sama
hvernig okkur líður fyrir.“
Góð líðan
forsenda náms
Elín hefur starfað sem deildarstjóri
sérkennslu undanfarin ár, fyrst í
Stykkishólmi en síðan í Borgarnesi.
„Í því starfi hef ég orðið vör við tals-
verða aukningu á vanlíðan, kvíða
og þunglyndi nemenda. Vanlíð-
an vindur upp á sig og hefur meðal
annars þau áhrif að það verður erf-
iðara að sinna náminu, svo úr verð-
ur námsvandi. Góð líðan er því for-
senda þess að nám geti átt sér stað,“
segir hún. „Fyrir nokkrum árum
vorum við Signý Óskarsdóttir, þá-
verandi skólastjóri Grunnskólans
í Borgarnesi, að ræða hvernig við
gætum stuðlað að betri líðan nem-
enda okkar. Við deilum meðal ann-
ars áhuga á núvitundarhugleiðslu
og jóga og ég sagði við hana að ég
sæi fyrir mér að nota einhvern þess
háttar vinkil sem hluta af úrræði
til að bæta líðan nemenda. Signý
sagðist vilja að slíkt hefði mun
meira vægi innan skólakerfisins en
sem hluta af sérkennsluúrræði. Það
þyrfti hreinlega að vera sér kenn-
ari sem sæi um þetta, færi inn í alla
bekki og kynnti fyrir nemendum
þannig að allir ættu þeir kost á að
nýta sér það. Helst þyrfti þetta að
vera í boði fyrir starfsfólk líka. Mér
fannst hún ansi stórhuga, þó svo að
ég væri sammála henni, en ég sá
ekki fyrir mér hvernig þetta gæti
verið gerlegt,“ segir Elín en bætir
því við að þarna hafi ákveðnu fræi
verið sáð. „Þegar ég fór í námsleyfi
síðasta vetur ákvað ég að sökkva
mér ofan í velferðarfræðin og valdi
mér fræðasvið sem kallast jákvæð
sálfræði. Út frá þeim fræðum vann
ég meistaraverkefni mitt sem fjallar
einmitt um innleiðingu jákvæðrar
sálfræði í daglegt skólastarf. Þetta
meistaraverkefni er ég í raun að
prufukeyra í vetur í Grunnskólan-
um í Borgarnesi. Skólastjórnendur
hér voru tilbúnir að gefa mér svig-
rúm til að prófa þessa leið, höfðu
trú á henni og einnig nýtur þetta
fulls stuðnings fræðslustjóra. Það er
ég afskaplega þakklát fyrir og gott
að finna hve margir hafa trú á verk-
efninu,“ segir hún.
Vellíðan skiptir máli
Valfög í vellíðan eru í boði á mið-
og unglingastigi Grunnskól-
ans í Borgarnesi. Koma nemend-
ur þá vikulega í lengri tíma í senn.
Í þeim tímum er farið dýpra í slök-
unina og fræðin á bakvið hana, nú-
vitund og hugleiðslu ásamt því að
gera meira jóga. Í brautavali á ung-
lingastigi, sem samanstendur af
nokkrum mismunandi námskeið-
um á hverri braut, er fræðslupakki
um velferð og vellíðan skyldufag á
öllum brautum. „Það er eini hlut-
inn af þessu verkefni sem fer fram
í hefðbundinni skólastofu þar sem
skrifleg sjálfsskoðunarverkefni sem
stuðla að aukinni þrautseigju eru
unnin,“ segir Elín. Einnig er í boði
að sækja um einstaklingsvinnu í vel-
líðan með börnum. Þá er kastljós-
inu beint að sjálfseflingu, rætt um
styrkleika, það sem gengur vel og
hvað viðkomandi eru þakklátir fyr-
ir. Síðast en ekki síst eru opnir tímar
bæði fyrir skóla og í hádeginu fyrir
nemendur á mið- og unglingastigi.
Starfsfólki er sömuleiðis velkomið
að taka þátt í þeim tímum, en einn-
ig eru sér tímar fyrir starfsfólk í lok
dags. „Í tímunum fyrir skóla og í
hádeginu nýta nemdendur sér þá
öndunartækni sem þeir hafa lært til
að láta sér líða vel, eða slaka á með
sínum eigin aðferðum. Eina reglan
í vellíðunarstofunni er að þar inni
er ró og friður. Þeir sem koma inn
koma þangað í rólegheitum, finna
sér lausa dýnu og slaka á. Engir
símar eða spjall. Bara hver og einn
með sjálfum sér,“ segir Elín. „Ekki
hentar öllum að liggja við slökun
og því er einnig í boði þegar nem-
endur koma í opinn tíma að sitja
við borð og lita í mandölulitabók,
skoða styrkleikaspjöld eða draga
falleg skilaboð til að hafa með sér
inn í daginn,“ bætir hún við.
Mikið er lagt upp úr því að skapa
notalegt og afslappað andrúmsloft í
vellíðunarstofunni. Kom Elín með
ýmsa hluti að heiman til að ná því
fram. „Á sama tíma er ég að skapa
sjálfri mér notalega vinnuaðstöðu.
Það er eitt sem við þyrftum flest að
huga betur að, bæði börn og full-
orðnir; að gera vinnuumhverfið
okkar þannig að okkur líði vel. Þar
verjum við stórum hluta dagsins og
það skiptir svo miklu máli að við
látum okkur líða vel.“
Það sem koma skal
Aðspurð segir hún verkefnið fara
vel af stað og viðtökurnar séu afar
góðar, þó stutt sé liðið á haustönn-
ina. „Þetta fer mjög vel af stað. Þó
svo að ég hafi frá upphafi haft trölla-
trú á að þetta hefði jákvæð og góð
áhrif þá eru viðbrögðin eiginlega
vonum framar. Tímarnir hafa nýst
mjög vel og í flestum bekkjum er
stór meirihluti nemenda sem velur
að fara í slökun, í sumum árgöngum
mæta allir,“ segir Elín. „Viðbrögðin
hafa því aðeins verið jákvæð og vak-
ið athygli út fyrir veggi skólans. Við
höfum frétt af því að kallað hafi ver-
ið eftir því af foreldrum og kenn-
urum í öðrum skólum að eitthvað
svipað verði tekið upp. Ég vona að
svo verði því ég held að þetta sé það
sem koma skal. Það er vel gerlegt að
taka upp svipað fyrirkomulag í öðr-
um skólum, nóg er til af efni í vellíð-
unarfræðunum. Það eina sem þarf
er vilji, rými og einhver áhugasam-
ur til að stýra verkefninu,“ segir Elín
og vonast til þess að þetta verði senn
tekið upp í fleiri skólum. „Ég vona
það því ég tel okkur þurfa á þessu að
halda. Bæði börn og fullorðnir búa
orðið við mikið áreiti. Með því að
ná að slaka á og auka vellíðan erum
við betur í stakk búin að takast á við
daglegt líf,“ segir hún. „Lengi hef-
ur verið kallað eftir einhverju inn í
skólakerfið til að auka vellíðan nem-
enda. Flestir eru sammála um að það
þurfi að gera betur í ýmsu sem snýr
að andlegri heilsu og fyrirbyggj-
andi aðgerðum. Þetta er tilraun til
að svara því kalli. Fólk er sammála
um hvað þarf að gera en það hefur
reynst snúnara að finna út hvernig.
Ég held að kúnstin sé að flétta vel-
líðun og slökun inn í þann strúkt-
úr sem fyrir er í skólakerfinu,“ segir
Elín Matthildur að endingu.
kgk
Grunnskólabörn í Borgarnesi læra slökun og vellíðan
„Okkur getur öllum liðið betur,
sama hvernig okkur líður fyrir“
Elín Matthildur Kristinsdóttir kennir slökun, velferð og vellíðan í Grunnskólanum í Borgarnesi.
Styrkleikaspjöld sem nemendur geta skoðað. Á þeim eru leiðbeiningar og ráð um hvernig má efla þennan styrkleika hjá
hverjum og einum. Hér bendir Elín á styrkleikaspjald sem segir frá þrautseigju, eða „resilience“ eins og það heitir á spjaldinu
sem er á ensku. Það er að hennar sögn einn mikilvægasti styrkleikinn, sem hjálpar fólki að takast á við áföll og það sem
kemur upp á í lífinu.