Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 45. tbl. 20. árg. 8. nóvember 2017 - kr. 750 í lausasölu Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils Besta bankaappið á Íslandi Samkvæmt könnun MMR Til alþingismanna Tökum upp US Dollar Pétur Geirsson SK ES SU H O R N 2 01 7 Jólaseríur inni og úti Opnunartími Mánudaga – föstudaga kl. 12-18 Laugardaga kl. 11-15 Skagabraut 17, Akranes Parið Rachel Stroud og Niall Tierny eru fuglafræðingar sem dvalið hafa hér á landi frá því í febrúar. Verkefni þeirra er að skrásetja hið fjölskrúð- uga fuglalíf sem er að finna í friðlandi Andakíls í Borgarfirði. „Við fylgj- umst með og skrásetjum hvaða fugl- ar koma hingað að vori, hvaða teg- undir koma við og líka hvaða fugl- ar dvelja hér sumarlangt til að fjölga sér og síðan hvaða fuglar snúa aft- ur frá norðlægari slóðum að hausti,“ útskýrir Rachel. Fram kemur að á einum degi geti allt að fimm þúsund fuglar dvalið í einu á Hvanneyri. „Þetta er að sumu leyti eins og að gera vörutalningu í búð,“ segir Ni- all. „Það er verið að afla með skipu- lögðum hætti upplýsinga um hvaða fuglar eru hér á þessu svæði allt árið um kring. Í framtíðinni verður hægt að nýta okkar rannsókn til saman- burðar, ef einhverjum skyldi detta í hug að rannsaka fuglalífið á þessu svæði í framtíðinni.“ Lesa má fróð- legt viðtal um starf fuglafræðing- anna á miðopnu Skessuhorns í dag. kgk Skrá fuglalíf í Andakíl Eftir hvassviðrið síðastliðið sunnu- dagskvöld héldu mannvirki Sements- verksmiðjunnar á Akranesi áfram að tapa skrautfjöðrunum. Klæðning fauk af hluta húsa og fuku járnplöt- ur yfir Suðurgötu þannig að lögregla lokaði götunni um tíma fyrir umferð. En umferð um Faxabraut var einn- ig stöðvuð. Ekki einvörðungu vegna þess að sjór gekk kröftuglega yfir göt- una, þá féll einnig þessi hluti steypts veggs á suðurhlið stóru skemmunn- ar út á Faxabraut. Að líkindum hef- ur ástæðan verið sog sem myndaðist inni í húsinu þannig að veggurinn fór á hreyfingu. Skemman er orðið mjög gisin og vindur kemst því auðveld- lega inn í hana. Eins og fram kemur í yfirlýsingu frá Akraneskaupstað, og birt er í ann- arri frétt í Skessuhorni í dag, er vonast eftir að hægt verði að ganga til samn- inga við lægstbjóðanda um niðurrif fyrsta áfanga á aflögðum verksmiðju- húsum á næstu dögum. Kærufrestur vegna niðurstöðu útboðs Akranes- kaupstaðar rennur út í þessari viku en eftir þann frest er þess vænst að hægt verði að undirrita samninga við WorkNorth ehf. sem bauð í verkið 54% af kostnaðaráætlun. Sjá fréttir um þetta og önnur áhrif hvassviðrisins á sunnudaginn í Skessuhorni vikunnar. mm Kári byrjar niðurrifið Lognið fer mismundi hratt sagði vís maður. Þegar þessi mynd var nýverið tekin þegar stafalogn var í höfninni í Rifi. Skipin Stakkhamar, Esjar og Matthías voru bundin við bryggju. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.