Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 20178 Aflatölur fyrir Vesturland dagana 28. október - 3. nóvember. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 10.936 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 10.247 kg í tveimur róðrum. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 7 bátar. Heildarlöndun: 168.563 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.305 kg í einni löndun. Ólafsvík: 9 bátar. Heildarlöndun: 120.002 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 44.076 kg í fimm róðr- um. Rif: 11 bátar. Heildarlöndun: 117.976 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 29.813 kg í fjórum löndunum. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 92.841 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 34.956 kg í fimm róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 67.305 kg. 1. nóvember. 2. Helgi SH - GRU: 44.514 kg. 30. október. 3. Farsæll SH - GRU: 39.989 kg. 31. október. 4. Sigurborg SH - GRU: 15.465 kg. 31. október. 5. Tryggvi Eðvarðs SH - ÓLA. 11.086 kg. 31. október. -kgk Á ellefta tímanum síðastliðið laug- ardagskvöld var Slökkvilið Snæ- fellsbæjar kallað út eftir að hafnar- verðir veittu eftirtekt að reyk lagði frá stýrishúsi á 17 tonna stálbátnum Neista HU sem lá í Ólafsvíkurhöfn. Að sögn Svans Tómassonar slökkvi- liðsstjóra var eldur í kabyssu bátsins og var hann fljótt slökktur, en litlar skemmdir urðu nema vegna reyks. „Við vorum innan við eina mínútu að fara niður að höfn þar sem slökkvi- liðsmenn voru allir í búningum nið- ur á slökkvistöð,“ sagði Svanur: „Við vorum nýkomnir heim úr fræðslu- ferð til annarra slökkviliða á Vestur- landi þegar útkallið barst og vorum að taka til eftir ferðina þegar útkallið barst. Viðbragðstíminn var því með allra stysta móti,“ sagði Svanur af Stuttur viðbragðstími þegar reyks varð vart í bát Í lok síðustu viku og um helgina seldi björgunarsveitarfólk hér á landi hina frægu neyðarkalla. Hagnaður af sölunni rennur beint til björgunarsveitanna og verður hann notaður til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunarsveitar- fólks. mm Björgunarsveitarfólk seldi neyðarkalla um land allt Á meðfylgjandi mynd eru þeir Ísak Máni og Sigurjón félagar í Björgunarfélagi Akraness að selja Svanborgu Bergmannsdóttur neyðarkall í Einarsbúð. Ljósm. ki. Félagar í Björgunarsveitininni Ósk gengu hús úr húsi í Búðardal á fimmtudaginn og buðu fólki að styrkja sveitina með kaupum á Neyðarkallinum. Jóhanna Lind Brynj- ólfsdóttir, björgunarsveitarkona í Búðardal, var ein þeirra sem bauð Neyðarkall. Naut hún dyggrar aðstoðar því Sara Rós dóttir hennar slóst í för með móður sinni og lagði sitt af mörkum við söluna, eins og sést á meðfylgjandi mynd af Söru Rós með Neyðarkallinn. Ljósm. jlb. Samkvæmt nýrri hagspá hagdeildar ASÍ fyrir árin 2017-2019 sýnir hag- kerfið nú merki um að hægja muni á umsvifum eftir kraftmikinn hag- vöxt undanfarinna ára. „Toppi hag- sveiflunnar hefur verið náð en áfram verður umtalsverður hagvöxtur á spá- tímanum sem drifinn verður af vexti einkaneyslunnar fremur en auknum útflutningi eða fjármunamyndun,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Spáin gerir ráð fyrir að hægja muni á vexti ferðaþjónustunnar og að gengi krónunnar verði nokkuð stöðugt yfir spátímann. „Þó eru margir óvissu- þættir til staðar, ekki síst í ríkisfjár- málum, ferðaþjónustu og húsnæðis- málum og því gæti þróunin orðið önnur. Þannig myndi hraðari kóln- un í ferðaþjónustu hafa töluverð áhrif víða, t.d. á vinnumarkaði og fasteignamarkaði sem drægi úr vexti einkaneyslu og fjárfestingum.“ Vöxtur einkaneyslu nær hámarki á þessu ári en verður þó áfram tölu- verður á næstu árum. Það hægir á fjármunamyndun atvinnuveganna en íbúðafjárfesting verður helsti drif- kraftur fjárfestinga yfir spátímann. Verðhjöðnun án hús- næðisliðar í vísitölu Fram kemur að húsnæðisverð er orðið sögulega hátt í kjölfar mikilla hækkana undanfarinna ára. Þær má rekja til lítils framboðs af nýju hús- næði, mannfjölgunar og aukinnar kaupgetu heimilanna. „Aðstæður á húsnæðismarkaði eru því varasam- ar þeim sem hyggja á skuldsett hús- næðiskaup. Merki eru um að hægt hafi á umsvifum á húsnæðismark- aði en slíkar aðstæður kunna að vera tímabundnar þar sem svigrúm heim- ilanna til aukinnar skuldsetningar er enn nokkuð.“ Framangreind þróun á húsnæðismarkaði er einnig megin- drifkraftur verðbólgu undanfarinna missera. Verðbólga mældist 1,4% í ágúst en sé horft framhjá áhrifum húsnæðisverðs hefur verðlag hjaðnað um 3%. Verði þróun efnahagslífsins í takt við spá okkar eru forsendur fyr- ir því að verðbólga verði innan vik- marka á næstu árum, 2,6% á næsta ári og 2,9% árið 2019. Litlar breytingar verða á vexti sam- neyslunnar á spátímanum, eða um 2% árlega en hlutdeild samneyslunn- ar í vergri landsframleiðslu heldur áfram að lækka og verður lægra en að meðaltali sl. tuttugu ár. „Að óbreyttu munu tekjur ríkissjóðs ekki duga til að fjármagna núverandi útgjöld þeg- ar hægir á í efnahagslífinu og við blasir niðurskurður eða aukin skatt- heimta þvert á hagsveifluna. Vinnu- markaðurinn gefur skýrar vísbend- ingar um að hápunkti hagsveiflunnar hafi verið náð og spáin gerir ráð fyrir að atvinnuleysi aukist lítillega næstu tvö ár, verði 2,5% árið 2018 og 2,9% árið 2019. Aukin umsvif í ferðaþjón- ustu hafa átt stóran þátt í að fjölga störfum, en á síðustu mánuðum hef- ur störfum tengdum henni fjölgað hægar en síðustu ár. Vinnuaflseftir- spurn er nú mætt með meiri innflutn- ingi erlends vinnuafls en áður hefur þekkst hér á landi,“ segir að endingu í hagvaxtarspá ASÍ. mm ASÍ spáir því að toppi hagsveiflunnar sé náð Þróun á húsnæðismarkaði er megindrifkraftur verðbólgu undanfarinna missera. Án húsnæðisliðar sem mældur er inn í vísitöluna hefði orðið verðhjöðnun hér á liðnum mánuðunum. Ljósm. kgk. MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað gerir þú í þínum frístundum? Spurni g vikunnar (Spurt í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) Bergsveinn Logi Ríkharðsson: Hitti vini mína. Sólveig Þorsteinsdóttir: Ég er með vinum mínum. Bjarney Helga Guðjónsdóttir: Er með vinum mínum. Stefán Kaprasíus: Spila langoftast körfubolta. Þórir Halldórsson: Spila fótbolta.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.