Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 201714 Síðastliðinn fimmtudag var efnt til pokahlaups í verslunarmið- stöðinni Hyrnutorgi í Borgarnesi. Um táknrænan viðburð var að ræða sem markaði um leið form- legt upphaf umhverfisátaks á veg- um sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Yfirskrift átaksins er „Egla tekur til hendinni.“ Fyrsti liðurinn í um- hverfisátakinu, og þar með fyrsta verk Eglu, er að minnka notkun á burðarplastpokum í sveitarfé- laginu. Til að undirbúa þetta hafa forsvarsmenn átaksins, þær Björk Jóhannsdóttir kennari og vara- fulltrúi í sveitarstjórn, og Hrafn- hildur Tryggvadóttir, náttúru- fræðingur og verkefnastjóri á Um- hverfis- og skipulagssviði Borgar- byggðar, heimsótt flest fyrirtæki í sveitarfélaginu síðustu mánuði. Þær segja að tilgangur heimsókn- anna hafi verið að kanna hug for- svarsmanna fyrirtækjanna til um- hverfisátaksins og leita eftir hug- myndum og samstarfi. Þær stöllur hafa varið tveimur tímum á hverj- um miðvikudagsmorgni í þetta verkefni frá því í byrjun ágústmán- aðar. Öldupokarnir Í pokahlaupinu á fimmtudaginn voru svonefndir Öldupokar form- lega teknir í notkun, en það eru margnota innkaupapokar sem starfsfólk Öldunnar í Brákarey hefur saumað úr textílafgöngum. Pokarnir eru sérstaklega merktir sem „poki að láni“ og hugmynd- in sú að þeir sem gleyma margnota pokunum sínum heima fái lánað- an Öldupoka í búðinni, sem þeir svo skila í næstu verslunarferð. Þetta fyrirkomulag er þekkt víða um heim sem „Boomerang-pok- ar“. Nafngift Öldupokanna teng- ist annars vegar nafni vinnustað- arins þar sem þeir eru saumaðir og er hins vegar tilvísun í haföld- una sem skilar í land því sem flýt- ur á sjónum. Ef allt gengur að ósk- um ætti Öldupokarnir að skila sér í búðirnar nokkurn veginn jafnhratt og þeir hverfa þaðan. Öldupokarnir verða fyrst um sinn staðsettir við verslanir Bón- us og Nettó í Borgarnesi. Aldan mun halda utan um verkefnið og bæta við pokum eftir þörfum, þar til jafnvægi hefur náðst. Að sögn Bjarkar hófst samstarfið við Öld- una snemma á undirbúningstíma umhverfisátaksins, en Aldan er vinnustaður í Brákarey í Borgar- nesi fyrir fólk með skerta starfs- getu. Verkefnið hefur þannig bæði stuðlað að félagslegum og um- hverfislegum framförum í sveitar- félaginu. Fjölbreytt dagskrá Fjölmennt var á pokahlaupinu á fimmtudaginn. Viðburðurinn hófst með kynningarávarpi Bjarkar Jóhannsdóttur, þar sem hún sagði m.a. frá einkennismerki átaksins, sem Heiður Hörn Hjartardótt- ir hannaði. Síðan fluttu ávörp þau Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitarstjórnar, og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfis- stofnunar. Stefán Gíslason, um- hverfisstjórnunarfræðingur, fór síðan í stuttu máli yfir mikilvægi þess að umgangast plast með var- úð. Einnig var flutt atriði úr söng- leiknum Móglí sem nú er verið að æfa, Gunna Dan hjálpaði fólki að teigja á sér og boðið var upp á kynningu á starfsemi og vörum Ís- lenska Gámafélagsins, Umhverf- isráðgjafar Íslands og Öldunnar. Dagskránni lauk svo með því að starfsfólk Öldunnar fyllti þar til gerðan kassa við innganginn að Nettó af Öldupokum til láns. Loks er bent á facebook síð- una „Egla tekur til hendinni“. Þar verða fréttir af gangi mála í héraði auk fræðslu um eitt og annað um- hverfistengt, en þó mest um plast- ið. mm/bj Egla tekur til hendinni í Borgarbyggð Átaksverkefninu plastpokalausri Borgarbyggð hrundið af stað með pokahlaupi Merkið „Egla tekur til hendinni,“ er hannað af Heiði Hörn Hjartardóttur. Hrafnhildur Tryggvadóttir og Björk Jóhannsdóttir hafa undirbúið verkefnið á liðnum mánuðum. Hér eru þær ásamt Signýju Óskarsdóttir sem gerði umhverfisverk af þessu tilefni. Þarna er á táknrænan hátt pakkað í plast ýmsum gróðri úr náttúrunni. Dagskránni í Hyrnutorgi síðastliðinn fimmtudag lauk með pokahlaupi, sem var táknrænt til vitnis um að átakið plastpokalaus Borgarbyggð er hafið. Starfsmenn Öldunnar settu þá í stóran dall fjölnota burðarpoka sem íbúar mega fá að láni og skila svo að nýju í næstu verslunarferð. Í þessum plastkassa eru 13 kíló af plastumbúðum, sem talið er að meðal heimili noti á einum mánuði. Starfsfólk í Öldunni kynnti og seldi varning sem framleiddur er í Brákarey. Öldu- pokarnir voru jafnframt kynntir til leiks. Ungmenni sýndu brot úr söngleiknum Móglí. Umhverfisgjörningur Signýjar Óskarsdóttur í anddyri Hyrnutorgs. Mjög fallegt verk miðað við alvarleika málsins. Á veggjum í Hyrnutorgi má sjá listaverk eftir 3-5 ára börn í leikskólanum Klet- taborg, en verkin eru unnin úr plastafgöngum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.