Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 20176 Ragnar Þór formaður KÍ LANDIÐ: Ragnar Þór Pét- ursson hefur verið kjörinn formaður Kennarasambands Íslands. Þrjú voru í framboði til formanns KÍ og féllu at- kvæði þannig að Guðríður Arnardóttir hlaut 34,2% at- kvæða, Ólafur Loftsson 6,9% og Ragnar Þór 56,3%. Auð- ir seðlar voru 2,6%. Á kjör- skrá voru 10.675 og greiddu 5.691 atkvæði, eða 53,3%. Atkvæðagreiðslan var raf- ræn. Ragnar Þór tekur við formennsku af Þórði Árna Hjaltested á VII þingi Kenn- arasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. Þórður lætur þá af embætti en hann hefur gegnt formennsku í KÍ frá árinu 2011. Eiríkur Jóns- son var fyrsti formaður KÍ, sat frá árinu 2000 til 2011. -mm Málaferli vegna uppsagnar AKRANES: Í gærmorgun var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem Hafliði Guðjónsson höfðar gegn rík- inu vegna meintar ólögmæt- ar uppsagnar hans við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Tildrög málsins eru að Hafliða, sem þá var nýráð- inn aðstoðarskólamesitari við FVA, var sagt upp störfum fyrirvaralaust í lok september 2015. Hann hyggst nú leita réttar síns og réði Lúðvík Bergvinsson hdl. til að sækja málið. -mm Árlegt æskulýðsball VESTURLAND: Hið ár- lega Æskulýðsball fyrir nemendur elsta stigs grunn- skóla verður haldið í Hjálm- akletti í Borgarnesi fimmtu- daginn 9. nóvember frá kl. 20:00-23:00. Það er félags- miðstöðin Óðal sem heldur þetta ball ár hvert og koma saman unglingar frá öllum félagsmiðstöðvum á Vestur- landi. -mm Brýnir fólk til að flokka sorp STYKKISH: Hlutfall sorps sem fer til endur- vinnslu í Stykkishólmi hefur minnkað, samkvæmt skráningu á vegum sveit- arfélagsins. „Sú þróun er ekki ásættanleg og bend- ir til þess að bæta þurfi sorpflokkun,“ segir Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í auglýsingu sem birtist í síðasta tölublaði Skessu- horns. Þar ávarpar hann íbúa bæjarins og brýnir bæði þá sem og gesti bæj- arins til að flokka sorp. „Undirritaður, fyrir hönd bæjarstjórnar, vill hvetja íbúa Stykkishólms og gesti okkar til þess að bæta flokk- un á sorpi og koma þannig til móts við þá eindregnu stefnu Stykkishólmsbæj- ar að vera í fremstu röð þeirra sveitarfélaga sem leggja áherslu á umhverf- ismál,“ segir hann. Sturla segir góða flokkun sorps og aukna endurvinnslu sýna vilja til þess að hafa umhverfismál í hávegum. „Tökum höndum saman og bætum flokkun sorps- ins sem fellur til í Stykk- ishólmi,“ segir Sturla að endingu. -kgk Hægt er að skoða nýjar 360° götumyndir af húsum í landinu á kortavef Já.is. Teknar voru ríf- lega fimm milljónir mynda í sum- ar. „Við höfum reglulega endur- nýjað götumyndir á svæðum sem hafa verið í uppbyggingu sem og svæðum sem breytast ört. Okk- ur finnst afar mikilvægt að end- urnýja myndirnar með reglulegu millibili til að sýna sem réttasta mynd af götum landsins. Í ár tók- um við ákvörðun um að endur- nýja allan myndagrunninn okk- ar og keyrðum um allt land. Þá hefur tækninni einnig fleygt fram og nýr tækjabúnaður var tekin í notkun. Jafnframt er nú hægt að skoða myndirnar í nýju viðmóti. Þegar við mynduðum fyrst árið 2013 fylgdi Google í kjölfarið og myndaði götumyndir. Þessi upp- færsla á kortavef Já býður því upp á fleiri og nýrri myndir,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir hjá Já. Í samræmi við persónuvernd- arlög eru andlit og bílnúmer skyggð á myndunum. Jafnframt birtast eingöngu 360° myndir við heimilisfang þeirra einstaklinga sem hafa gefið upplýst samþykki en hægt er að gefa samþykki fyr- ir birtingu myndar á skraningar. ja.is. mm Nýjar 360°götumyndir á kortavef Já Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa sem kunnugt er samþykkt að ganga til samninga við fyrirtækið Work North ehf. um niðurrif húsnæðis og búnað- ar Sementsverksmiðjunnar. Útboðs- verkinu var skipt upp í tvo þætti og mun fyrirtækið sjá um framkvæmd á þætti eitt. Tólf tilboð bárust í verkið þegar það var boðið út og átti Work North lægsta boð. Það hljóðaði upp á rúmar 175 milljónir króna, eða um 54% af kostnaðaráætlun sem unnin var af verkfræðistofunni Mannviti. Eftir að ákveðið var að ganga til samninga við lægstbjóðenda spratt upp nokkur umræða um fyrirtækið, bæði meðal bæjarbúa og verktaka á Akranesi en einnig í fjölmiðlum. DV greindi til að mynda frá því að aðil- ar tengdir Work North tengdust slóð gjaldþrota og væru til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna ýmissa brota. Vegna umfjöllunar um fyrirtækið í fjölmiðlum hefur Akranesbær sent frá sér tilkynningu, sem birt var á heima- síðu bæjarins á mánudag. „Vegna málsins og til frekari upplýsingar er rétt að taka fram að eftir að ljóst var að Work North átti lægsta tilboðið sem var lægra en kostnaðarmat gerði ráð fyrir, leitaði sveitarfélagið sér upplýs- inga um verk sem félagið hafði unnið hjá Hafnarfjarðarbæ fyrir skemmstu. Um var að ræða niðurrif húss í Hafn- arfirði sem kallað var Dvergurinn. Félaginu var borin vel sagan varð- andi það verk. Jafnframt var upplýst að hæfi félagsins hefði verið skoðað og að sú skoðun hafi ekki leitt í ljós nein atriði sem útilokuðu félagið frá því verki,“ segir í yfirlýsingu Akra- neskaupstaðar. Þá segir enn frem- ur að skýringa hafi verið óskað frá félaginu vegna þess hve lágt tilboð þess var miðað við kostnaðaráætlun. „Þær skýringar sem gefnar voru voru metnar trúverðugar af sérfræðingum sveitarfélagsins,“ segir í yfirlýsing- unni. „Vegna ábendinga um að fé- lagið eða forsvarsmenn þess tengdust glæpastarfsemi eða slíkum aðilum var jafnframt óskað eftir upplýsingum um eigendur og eigendur þeirra fé- laga (lögaðila) sem eiga Work North m.a. sakarvottorðum forsvarsmanna. Á þeim eða í þeim gögnum kom ekk- ert þar fram, að mati lögmanns sveit- arfélagsins, sem leitt gæti til þess að Akraneskaupstaður gæti hafnað boði Work North. Jafn ítarleg skoðun á tilboðsaðila hefur ekki farið fram áður af hálfu sveitarfélagsins og það þrátt fyrir að félagið hafi unnið fyrir fleiri sveitarfélög.“ kgk „Jafn ítarleg skoðun ekki farið fram áður af hálfu sveitarfélagsins“ Samið við Work North um niðurrif Sementsverksmiðjunnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.