Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 201730 Snæfell og ÍA mættust í fyrsta deildarleik liðanna svo árum skiptir þegar þau áttust við í Vesturlandsslag 1. deildar karla í körfuknattleik á laug- ardag. Leikurinn fór fram í Stykkishólmi og var aldrei spennandi. Snæfell hafði yfir- höndina frá upphafi til enda og vann að lokum öruggan sigur, 116-79. Snæfell byrjaði betur og Skagamenn máttu hafa sig alla við að halda í við heimamenn í upphafi leiks. Um miðjan fyrsta leikhluta hafði Snæ- fell fimm stiga forskot, 18-13, en eftir það tóku heimamenn mikinn sprett. Þeir náðu 15 stiga forystu, 31-16 en Skaga- menn áttu lokaorðið í upphafs- fjórðungnun. Með góðri rispu síðustu mínúturnar minnk- uðu þeir muninn í níu stig áður en leikhlutinn var úti, 34-25. Snæfellingar tóku síð- an öll völd á vellinum í öðrum fjórðungi. Þeir skoruðu fyrstu tólf stig leikhlutans, stungu Skagamenn af og leiddu með 23 stigum í hálfleik, 63-40. Heimamenn héldu áfram að bæta við forystu sína jafnt og þétt í síðari hálfleik en Skagamenn virtust heill- um horfnir. Eftir þriðja leikhluta var forysta Snæfells orðin 37 stig og sá munur hélst meira og minna óbreyttur allt til leiksloka. Sami munur var síðan á liðunum þegar lokaflautan gall. Snæfell sigraði ÍA með 116 stigum gegn 79. Christian Covile var at- kvæðamestur í liði Snæfells með 27 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Nökkvi Már Nökkvason var með 25 stig, Geir Elías Úlfur Helgason 20 stig og 5 fráköst og Viktor Marinó Alexandersson 19 stig. Derek Shouse skoraði 33 stig og tók 10 fráköst í liði Skagamanna, Björn Steinar Brynjólfsson 12 stig og 7 frá- köst en aðrir höfðu minna. Eftir leikinn er Snæfell í 4. sæti deildarinnar með sex stig, tveimur stigum minna en Breiðablik í sætinu fyrir ofan. Í sætinu fyrir neðan er Fjöln- ir með sex stig einnig en hef- ur leikið einum leik fleira en Snæfell. Næsti deildarleik- ur Hólmara er annar Vestur- landsslagur, því á morgun, fimmtudaginn 9. nóvember, mætast Snæfell og Skalla- grímur í Borgarnesi. ÍA vermir botnsæti deild- arinnar og er stigalaust, rétt eins og lið FSu í sætinu fyr- ir ofan, en ÍA eiga þó leik til góða. Næst leika Skagamenn föstudaginn 10. nóvember og mæta Breiðabliki á Akranesi. kgk Skallagrímskonur unnu góðan úti- sigur á 1. deildar liði Fjölnis þegar liðin mættust í 16 liða úrslitum Mal- tbikarsins á föstudagskvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu Borgnes- ingar af í þeim síðari og sigruðu að lokum með 18 stigum, 69-87. Jafnræði var með liðunum í upp- hafsfjórðungnum en Skallagríms- konur höfðu þó heldur yfirhöndina. Liðin fylgdust að framan af fyrsta leikhluta og það var ekki fyrr en undir lok hans að Skallagrímskon- ur náðu góðri rispu og leiddu með sex stigum að honum loknu, 15-21. Fjölnisliðið gaf ekkert eftir og minnkaði muninn í eitt stig snemma í öðrum leikhluta. Eftir það náðu Skallagrímskonur aftur yfirhönd- inni en Fjölnir var aldrei langt und- an. Skallagrímur leiddi með fimm stigum í hálfleik, 38-33. Það var síðan eftir hléið að leið- ir skildu. Skallagrímskonur gersam- lega kafsigldu Fjölnisliðið í þriðja leikhluta. Þær hertu tökin í vörninni og héldu Fjölni án stiga fyrstu sjö mínútur síðari hálfleiks og léku vel í sókninni. Með þessum stórgóða leikkafla náðu þær 29 stiga forskoti, 33-62 og gerðu í raun út um leik- inn. Staðan að loknum þriðja fjórð- ungi var 44-67 fyrir Skallagrími og úrslit leiksins ráðin. Fjölnisliðið náði aðeins að koma til baka í lokafjórð- ungnum en sigur Skallagríms var aldrei í hættu. Að lokum fór svo að Skallagrímskonur sigruðu með 18 stigum, 89-87. Carmen Tyson-Thomas skor- aði 29 stig og tók 15 fráköst í liði Skallagríms. Sigrún Sjöfn Ámunda- dóttir var með 26 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar, Bríet Lilja Sigurð- ardóttir 11 stig og 8 fráköst og Jó- hanna Björk Sveinsdóttir 10 stig og 13 fráköst. Berglind Karen Ingvarsdóttir var stigahæst í liði Fjölnis með 20 stig og 5 fráköst að auki en McAlle Fell- er skoraði 19 stig og tók 7 fráköst. Með sigrinum tryggði Skalla- grímur sér áframhaldandi þátttöku í bikarnum. Dregið var í átta liða úr- slitum bikarkeppninnar í hádeginu í gær, þriðjudag. Skallagrímskonur voru dregnar fyrstar upp úr pott- inum og fá því heimaleik gegn ÍR í átta liða úrslitum. Leikirnir í átta liða úrslitum fara fram 10. og 11. desember næstkomandi. kgk Skallagrímskonur settu í fluggírinn í síðari hálfleik Carmen Tyson-Thomas og Jóhanna Björk Sveinsdóttir verjast hér aðgangsharðri Fjölniskonu í bikarleiknum á föstudag. Ljósm. Fjölnir Karfa/Facebook. Íþróttanefnd Félags aldraðra í Mosfellsbæ stóð á sunnudaginn fyrir móti í ringói í íþróttahúsinu við Varmá. Keppendur voru 25 og komu frá þremur félögum. Vegna slæmrar veðurspár var aðeins spiluð ein umferð þar sem spilað var í 15 stig í hverjum leik. Úrslit urðu þau að keppendur í liði eitt frá UMSB báru sigur úr býtum með 8 stigum, í öðru sæti varð lið heimamanna og HSK í þriðja. Vegna slæmrar veð- urspár var ákveðið að stytta mótið þannig að allir kæmust heilir heim. Að sögn Flemmings Jessen er næsta skipulagða ringómót fyrirhugað í Borgarnesi í mars. mm Kepptu í ringói á móti í Mosfellsbæ Sigursveit UMSB; Þorbergur, Smári, Anna og Sveinn, með verðlaun sín en allir þátttakendur voru leystir út með rós. Snæfell vann öruggan sigur á ÍA Christian Covile var atvæðamestur í liði Snæfells. Ljósm. úr safni/ Haukur Páll. Haustmót í stökkfimi fór fram laug- ardaginn 4. nóvember í íþróttahús- inu við Vesturgötu á Akranesi. Keppt var frá 4. flokki upp í meistaraflokk og átti Fimleikasamband Akraness, FIMA, 100 keppendur á mótinu en samtals voru keppendur um 250 talsins frá átta félögum. Keppendur FIMA stóðu sig með stakri prýði að sögn Þórdísar Þráinsdóttur yfirþjálf- ara. „Við áttum keppendur á verð- launapalli í öllum flokkum auk þess sem við tókum öll verðlaun í opn- um flokki 16 ára og eldri og opnum flokki 15 ára og yngri,“ segir Þórdís. Valdís Eva Ingadóttir tók sig til og var fyrsti iðkandi FIMA til að keppa í tvöföldu heljarstökki með beinan líkama og hálfri skrúfu. „Við höfum aldrei verið með svona marga kepp- endur í tvöföldum stökkum áður, en við höfum ekki getað æft þessi flókn- ari stökk almennilega vegna að- stöðuleysis. Það hafa þó orðið miklar framfarir hjá okkur og ég held að við séum að komast yfir þennan hjalla,“ segir Þórdís. „Þá er einnig gaman að segja frá því að við erum að leggja áherslu á að byggja upp strákafim- leikana og voru fjórir strákar frá okk- ur á mótinu, sem stóðu sig allir alveg hrikalega vel,“ bætir hún við. arg Haustmót FIMA í stökkfimi Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylf- ingur úr Leyni, komst ekki í gegn- um niðurskurðinn á Fatima meist- aramótinu í Abu Dhabi í síðustu viku, en mótið er hluti af LET Evr- ópumótaröðinni. Valdís lék á sam- tals fimm höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina. Mótið markar upphaf lokakafla mótaraðarinnar á þessu tímabili. Valdís er sem stendur í 108. sæti stigalista LET Evórpumótarað- arinnar og þarf að koma sér í hóp 80 efstu til að halda keppnisrétti sínum á þessari sterkustu móta- röð Evrópu. Næsta keppir Valdís í Indlandi dagana 10.-12. nóvember næstkomandi. kgk Valdís Þóra komst ekki áfram í Abu Dhabi Opna írska ungmennamótið í keilu, Irish Open Youth, var haldið í síð- ustu viku. Ísland sendi fjóra fulltrúa til keppni og þar af komu þrír þeirra frá Keilufélagi Akraness. Það voru þeir Jóhann Ársæll Atlason, Ólaf- ur Sveinn Ólafsson og Matthías Leó Sigurðsson en auk þeirra keppti Hin- rik Óli Gunnarsson úr ÍR. Jóhann og Ólafur kepptu í flokki 16-19 ára og voru meðal yngstu keppenda flokksins. Því var á bratt- ann að sækja fyrir Jóhann og Ólaf sem öttu þar kappi við sér eldri og reyndari keppendur. Jóhann komst engu að síður í undanúrslit og hafn- aði þar í 12. sæti, en aðeins fjórir komust áfram í úrslitin. Ólafur hafn- aði í 23. sæti í þessu sama flokki. Hinrik Óli úr ÍR spilaði í flokki 12 til 16 ára og hafnaði í 27. sæti, en geta má þess að hann keppti í dansi áður en keilumótið hófst og vann þar til tvennra verðlauna. Matthías Leo lék í flokki 12 ára og yngri og komst í undanúrslit eft- ir að hafa verið í 2. sæti mótsins eft- ir tólf leiki. Tólf efstu léku þrjá leiki til viðbótar í undanúrslitum og þar náði Matthías öruggri forystu. Í úr- slitunum voru síðan leiknir þrír leik- ir þar sem fjórir efstu léku maður á mann. Matthías gerði sér lítið fyrir og sigraði alla sína leiki og hrósaði þar með sigri í mótinu í sínum ald- ursflokki. Hlaut hann kúlu í verðlaun fyrir 1. sætið. Hann átti einnig stiga- hæsta leikinn í sínum flokki og fékk fyrir það peningaverðlaun, 25 evrur. Glæsilegur árangur hjá Matthíasi. kgk Ungur Skagamaður sigraði á Irish Open Matthías Leó Sigurðsson úr Keilufélagi Akraness eftir sigurinn á Opna írska ungmennamótinu í keilu. Ljósm. KLÍ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.