Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 201718 Hjónin Eyþór Björgvinsson og Karen Ósk Kristínardóttir á Akranesi komu nýverið heim eftir ársdvöl í Kína. „Við komum heim 4. júlí í sumar, eftir ellefu mánuði úti. Þar var Eyþór í námi í kínverskum fræðum,“ segir Karen í upphafi samtals þegar blaða- maður sest niður með þeim á heimili þeirra á Akranesi. Eyþór útskrifaðist með BA gráðu í kínverskum fræðum frá Háskóla Íslands 28. október síð- astliðinn. „Ég hef alltaf átt mjög auð- velt með að læra tungumál og góð- vinur fjölskyldunnar hafði vísað mér í áttina að þessu námi. Þegar ég fór svo á háskóladaga hitti ég kínverska kennara sem kynntu námið fyrir mér og ég féll alveg fyrir því,“ segir Eyþór aðspurður um hvers vegna hann hafi valið að læra kínversk fræði. „Kín- verjar eru á miklu skriði um allan heim núna, ekki síst hér á land. Þeir eru að sýna svo mikinn áhuga á land- inu okkar, t.d. á að kaupa hér jarðir. Kínverjar eru svo ótrúlega margir og eru að sækja fram á mörgum sviðum úti um allan heim. Ég er því viss um að þetta nám getur skilað sér á einn eða annan hátt. Ég gæti vel hugsað mér að vinna með Kínverjum, hvort sem það er í einhverju sem teng- ist þeirra viðskiptum eða einfaldlega sem túlkur,“ bætir hann við. Kínverjar mun nægju- samari en Íslendingar Eyþór og Karen eru sammála um að menningarsjokkið hafi verið mikið þegar þau komu til Kína en að að- stæður hafi vanist hratt. „Við höf- um öll heyrt talað um hversu marg- ir Kínverjar eru, en maður gerir sér ekki fulla grein fyrir því fyrr en mað- ur sér það með eigin augum. Menn- ingin í Kína er svona hópmenn- ing. Þú ert aldrei einn nema kannski heima hjá þér. Það er alltaf fólk út um allt og nærri vonlaust að finna mannlaus svæði í Kína,“ segir Eyþór. Aðspurð segja þau lifnaðarhætti Kín- verja mjög frábrugna þeim sem við þekkjum. „Aðstæður Kínverja eru alls ekki jafn slæmar og við bjugg- umst við en þó ekki jafn góðar og á Íslandi. Meðalmaður í Kína hefur það ekki jafn gott og meðalmaður á Íslandi. Munurinn er samt helst sá að Kínverjar eru mun sáttari við sitt og með allt önnur viðmið sem gilda um hvað er ásættanlegt og hvað ekki. Kínverjar eru t.d. lítið að stressa sig á smáatriðum eins og hreinlæti,“ segir Eyþór og hlær. Þau segja Kínverja afslappaðri en Íslendinga og segjast ekki hafa upp- lifað sama lífsgæðakapplaup í Kína og hér heima. „Maður fann einfald- lega ekki fyrir stressi þennan tíma í Kína. Hér á Íslandi er maður allt- af útkeyrður, alltaf seinn og alltaf að gera of marga hluti í einu,“ seg- ir Eyþór. „Andrúmsloftið var rólegt í Kína og stemningin afslöppuð. Sem dæmi eru verslanir opnar úti á götu, svona markaðsstemning, og versl- unarfólkið heilsar alltaf og við fór- um fljótt að kannast vel við þá sem við versluðum við, alveg þannig að þegar við fluttum heim aftur fórum við að kveðja alla áður en við fórum, og söknum þeirra flestra,“ segir Ey- þór. „Að koma inn í þennan heims- hluta opnar augu manns gagnvart því hversu gott við höfum það á Íslandi hvað varða lífsgæði, en á sama tíma hversu mikið við gætum lært af þeim varðandi almenna gleði og notalegt andrúmsloft,“ segir Eyþór og Karen tekur undir þetta. „Ég held að allir Íslendingar hefðu gott af því að búa erlendis í smá tíma, þó það væri bara innan Evrópu,“ bætir Karen við. Sakna matarins í Kína Aðspurð hvort þau geti hugsað sér að flytja aftur til Kína eru þau bæði fljót að svara því játandi. „Mig langar að taka mastersnám í Kína og þarf þá að búa þar í tvö ár. Ég hef samt ekki tek- ið neina ákvörðun um þetta, hvort af því verður eða hvenær,“ segir Eyþór. „Ég get líka vel hugsað mér að búa þar aftur, enda er margt sem ég sakna frá Kína,“ bætir Karen við. „Við vor- um einmitt nýlega að tala um hversu mikið við söknum matarins í Kína, ótrúlegt en satt,“ segja þau bæði og hlæja. „Matarmenningin í Kína er mjög frábrugðin okkar. Undirstað- an í næstum öllum þeirra réttum eru hrísgrjón eða núðlur. Oft vorum við ekkert rosalega spennt fyrir matnum og það kom fyrir að mig langaði ekk- ert að borða, ég bara gat ekki hugs- að mér að borða meira af hrísgrjón- um,“ segir Karen og hlær. „Við erum að tala um að dæmigerður nauta- kjötsréttur var fullur diskur af hrís- grjónum með fimm bitum af kjöti og helling af grænmeti, sem er kannski eins gott því kjötið í Kína er ekki allt- af gott. Fyrir útlendinga er það helst svínakjöt og kjúklingur sem hægt er að borða en annað kjöt er eiginlega bara vont. Þessi matur vandist ótrú- lega vel og núna söknum við hans,“ segir Eyþór. „Með tímanum vorum við líka búin að læra hvar væri best að borða og þá fengum við alltaf virki- lega góðan mat fyrir lítinn pening, kannski um 150-200 íslenskar krónur á mann. Við fengum alltaf svo ferskt og gott grænmeti og söknum þess al- veg sérstaklega,“ bætir Karen við. Ný upplifun á hverjum degi „Ég sakna þess að geta farið út í göngutúr og upplifað eitthvað alveg nýtt á hverjum degi. Bara við það að labba í aðra átt en ég var vön eða taka aðra beygju og fara inn í nýja götu. Maður gat allt í einu verið kominn inn í fallega almenningsgarða eða byggingu sem maður hafði ekki hug- mynd um að væri til, þó það væri kannski í næsta nágrenni við heimil- ið okkar. Það var líka alltaf eitthvað nýtt að gerast á þeim stöðum sem ég fór um. Mannlífið er alveg ótrúlega fjölbreytt í Kína svo það voru eng- ir tveir dagar eins. Þegar ég fór út að hlaupa á morgnana fór ég gjarn- an meðfram Xuanwu lake, sem er risastórt vatn í ofboðslega fallegum garði. Þar voru alltaf hópar af eldra fólki að dansa saman, sem var ótrú- lega sérstök og skemmtileg upplifun fyrir Íslendinginn mig, sérstaklega þegar mér var svo boðið upp í dans af eldri manni,“ segir Karen og hlær. Þau segja bæði að fólksfjöldinn hafi gefið þeim öryggistilfinningu. „Við upplifðum okkur aldrei óörugg úti og fórum hiklaust í gegnum þröng húsasund alveg áhyggjulaus, hvenær sem er sólahringsins. Það er hvergi svigrúm til að ráðast að einhverjum eða gera neitt því það er troðfullt af fólki út um allt,“segir Eyþór. Kínverjar hafa mikinn áhuga á Evrópubúum Aðspurð hvað hafi verið eftirminni- legast frá Kína eru þau sammála um að það hafi verið jólin í Sanya og ferðin á eyjuna Gulangyu í febrú- ar. „Það var mjög sérstakt að halda jólin í 30 gráðum á eyju með hvít- um ströndum og reyna að finna jóla- stemninguna“ segir Karen og brosir. „Svo var ferðin á Gulangyu eins og að koma inn í annan heim. Þar eru öll vélknúin farartæki bönnuð og all- ir því bara gangandi. Maður þurfti aldrei að hugsa um umferðina eða að passa sig á bílum. Því fylgdi svo mik- ill friður, engin læti sem fylgir bíla- umferð og allt svo rólegt. Þarna var mikið um Evrópubúa, en þeir setj- ast gjarnan að á þessari eyju. Arki- tektúrinn var því mjög evrópskur og allt frekar frábrugðið öðrum svæðum sem við sáum í Kína,“ segir Eyþór. „Annars var svo margt eftirminnilegt og erfitt að nefna eitthvað eitt. Fyrir okkur, að flytja úr 7000 manna bæjar- félagi í háhýsi í Nanjing þar sem búa níu milljónir manna, er útaf fyrir sig bara alveg einstök upplifun. Það var líka mjög sérstakt hvernig fólk horfði á okkur, við sem Evrópubúar skárum okkur auðvitað töluvert úr hópnum og horfði fólk á okkur eins og við vær- um Brad og Angelina, eða eitthvað,“ segir Karen og hlær. „Kínverjar eru mjög hrifnir af Evrópubúum og voru t.d. alltaf að fá að taka myndir af okk- ur. Fólk hikaði ekki við að biðja okk- ur um að halda á börnunum sínum og smella af einni mynd, þó börnin væru kannski grenjandi í fanginu á ókunnugu fólki. Í eitt skiptið lenti ég í því að kona henti berrössuðu barni í fangið á mér og tók mynd,“ segir Ey- þór og hlær. „Þetta var allt mjög sér- stakt fyrir okkur,“ segja þau að end- ingu. arg/ Ljósm. úr einkasafni. Lærði kínversk fræði í Kína „Mikil viðbrigði að fara úr sjö þúsund manna bæ í níu milljóna borg“ Karen Ósk Kristínardóttir og Eyþór Björgvinsson á Nanjing City Wall í Kína. Útsýnið yfir Xuanwu lake, séð frá Nanjing City Wall. Karen og Eyþór á Sun Yat-Sen Mausoleum á fjallinu Purple Mountain í Nanjing. Mengunarlítill dagur í Shanghai. Ekta markaðsstemning á götum Kína.Núðlur eru mjög vinsæll matur í Kína og eru uppistaðan í fæðinu ásamt hrís- grjónunum. Hér fylgjast hjónin með ljósasýningu sem er á hverju kvöldi í Shanghai.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.