Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 20172 Um komandi helgi er spáð kólnandi veðri og má því gera ráð fyrir hálku eða hálkublettum á vegum í lands- hlutanum. Förum því varlega í um- ferðinni, fylgjumst með færð á veg- um áður en við förum af stað og nú er góður tími til að setja vetrardekkin undir bílana ef það er ekki búið. Á morgun verður vestlæg átt 5-13 m/s og él, en bjartvirði á Suðaustur- landi og Austfjörður. Vægt frost víða um land en hiti rétt ofan við frostmark með ströndinni. Á föstudag eru horf- ur á norðvestan 15-23 m/s um land- ið austanvert en hægari vindur á vest- anverðu landinu. Snjókoma eða él á Norður- og Austurlandi og léttskýjað á sunnanverðu landinu. Forost 0 til 6 stig, kaldast í uppsveitum suðvestan- lands. Á laugardag er útlit fyrir norð- an 5-10 m/s en 10-15 m/s með aust- urströndinni. Él á norðanverðu land- inu og léttskýjað syðra og áfram kalt í veðri. Á sunnudag stefnir í breyti- lega átt 3-8 m/s og léttskýjað og kalt í veðri víða um land, vaxandi suðaust- anátt og hlýnandi veður með kvöldinu á vestanverðu landinu. Á mánudag má gera ráð fyrir sunnanátt með rigningu eða slyddu á láglendi og snjókomu til fjalla, hiti 1-6 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Eiga konur að stefna að sér- stökum kvennaframboðum?“ Flestir svarenda, eða 65% svöruðu „Nei, alls ekki.“ „Nei, líklega ekki“ sögðu 13%, en „Já, ekki spurning“ sögðu 10%. Hlut- lausir voru 7% og „Já líklega“ sögðu 4%. Í næstu viku er spurt: Hvaða vikudagur finnst þér skemmtilegastur? Vestlendingar vikunnar að þessu sinni eru félagar í björgunarsveitum sem stóðu vaktina í sölu á Neyðarkallinum í vikulokin en héldu svo í beinu fram- haldi af því í björgunarstörf þegar fyrsta vetrarlægðin gekk yfir á sunnu- daginn. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Halda sameiginlegt bocciamót AKRA-BORG: Íþrótta- nefnd félaga eldri borgara í Borgarfirði og Akranesi gengst fyrir árlegu einmenn- ingsmóti í boccia sunnu- daginn 19. nóvember næst- komandi í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Mót- ið hefst klukkan 10:00 og gert ráð fyrir að mæting í hús sé hálftíma áður. Keppt verður í 4/5 manna riðlum og ræðst riðlafjöldi af þátt- töku. Keppt verður í flokk- um kvenna og karla. Hver leikur er fjórar lotur með sex boltum. Sigurvegari í hverj- um riðli leikur síðan til und- anúrslita/úrslita. Þátttöku skal tilkynna til Flemmings Jessen, flemmingj@sim- net.is eða í síma 868-1008 í síðasta lagi 10. nóvember kl. 20.00. Þátttökugjald er 3000 krónur og skal greiða það inn á: 0326-13-110900 kt. 481298-2029 um leið og skráning er tilkynnt. Innifal- ið er þátttökugjald og veit- ingar. -fréttatilk. Tíu þræðir úr sögu Borgarness BORGARNES: Fimmtu- daginn 16. nóvember klukk- an 20 fer fram annar fyrir- lestur vetrarins í fyrirlestra- röð Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi. Þar mun Heið- ar Lind Hansson, sagnfræð- ingur og annar af tveim- ur höfundur bókanna um Sögu Borgarness, flytja fyr- irlestur sem hann nefnir Tíu þræðir úr sögu Borgarness. „Ég mun draga fram tíu at- riði sem sem mér finnst vera rauði þráðurinn eftir skrif okkar frændanna um 150 ára sögu bæjarins,“ segir Heiðar Lind. -mm SÍÐASTI PÖNTUNARDAGUR ER TIL MIÐNÆTTIS Á MIÐVIKUDÖGUM. AFHENDING ER Á ÞRIÐJUDEGI Í KOMANDI VIKU. GSM: 865-2580 SMIÐJUVÖLLUM 17 300 AKRANES SÍMI: 431-2580 WWW.SANSA.IS BORGARNES OG NÁGRENNI: VIÐ MINNUM Á AÐ SANSABÍLLINN ER Á PLANINU HJÁ GEIRABAKARÍ, DIGRANESGÖTU 6 BORGARNESI Á ÞRIÐJUDÖGUM FRÁ KL. 17:00 - 18:00 - ÞÚ SÆKIR Kíktu inná SANSA.IS 1 32 Veðurstofa Íslands kynnti síðastlið- inn miðvikudag til leiks nýtt viðvör- unarkerfi. „Með nýju kerfi er leitast við að auka þjónustu við almenning og hagsmunaaðila. Helstu breyt- ingar í útgáfu viðvarana verða þær að nýja kerfið tekur meira tillit til aðstæðna hverju sinni. Stakir veð- urfarsþröskuldar verða úr sögunni, en það eru viðmið sem Veðurstofan hefur notað, svo sem 20 m/s fyrir vind og 100 mm úrkoma á 24 klst. Þau víkja nú fyrir viðmiðum sem taka tillit til árstíðar og aðstæðna í hverju tilviki fyrir sig,“ sagði í til- kynningu. Ekki þurfti lengi að bíða að reyndi á nýja kerfið, en fyrir síð- astliðinn sunnudag gilti appelsínu- gul viðvörun sem varaði við storm- inum sem þá gekk yfir mestallt landið. Nýja viðvörunarkerfið byggir á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðar- tilkynninga og viðvarana um nátt- úruvá. Útgefin skeyti eru á þekktu, stöðluðu formi sem gerir alla miðl- un viðvarana samræmda yfir mis- mundandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upp- lýsingar um þá náttúruvá sem var- að er við, landshluta sem viðvörun- in nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá get- ur haft á samfélagið. Fyrsta útgáfa kerfisins nær eingöngu til viðvar- ana vegna veðurs, en áætlað er að innan örfárra ára muni kerfið ná til allrar náttúruvár sem Veðurstofan vaktar. Viðvaranirnar verða í litum; gul- um, appelsínugulum og rauðum lit í samræmi við alvarleika væntan- legs veðurs. Litirnir eru að erlendri fyrirmynd (meteoalarm.eu) og hafa fjölmargar evrópskar veðurstofur tekið þá í notkun. Rauðar viðvar- anir eru hæsta stig og boða mikil samfélagsleg áhrif af veðri; gular viðvaranir eru lægsta stig þar sem annað hvort samfélagsleg áhrif eru takmörkuð þó miklar líkur séu á veðrinu, eða minni líkur á áhrifum mikils veðurs lengra fram í tímann. Viðvörunarlitur ákvarðast af mati sérfræðinga á væntanlegum áhrifum veðursins og líkum á því að spáin gangi eftir. Samfélagsleg áhrif geta verið mismunandi, s.s. truflanir á samgöngum, eignatjón, skemmdir á mannvirkjum og líkur á slysum, jafnvel mannskaða. Við- bragðsaðilar verða hafðir með í ráðum um útgáfu viðvarana á efri stigum og má þar nefna Almanna- varnadeild Ríkislögreglustjóra og Vegagerðina. Veðurfræðingar gefa frekari lýsingu á atburðinum í texta sem fylgir viðvöruninni. mm „Ég vona að bílstjóri flutninga- bílsins sem tók framúr að minnsta kosti fimm bílum í Hvalfjarðar- göngum í morgun um klukkan 07:15 komist heill á húfi á leið- arenda. Hann reyndi sitt til að ég kæmist ekki til Reykjavíkur í morg- un. Ég hélt að mitt síðasta væri að renna upp þarna undir sjávarmáli í Hvalfirðinum,“ skrifaði ökumað- ur bíls á suðurleið í Hvalfjarðar- göngum síðastliðinn miðvikudag. Viðkomandi var mjög brugðið og vakti máls á aksturslagi flutninga- bílstjórans á samfélagsmiðlum. Marinó Tryggvason er öryggis- stjóri Spalar sem rekur Hvalfjarð- argöngin. Hann segir í samtali við Skessuhorn að öryggismyndavél- ar fari sjálfkrafa á upptöku ef eitt- hvað óeðlilegt sé við akstur í göng- unum, meðal annars ef ekið er yfir miðlínu eða þegar eitthvað fer úrskeiðis. Marinó segir að víða í göngunum sé ekki óbrotin miðlína en engu að síður stutt á milli strik- anna. Slíkt þýðir að framúrakstur er ekki óheimill en engu að síð- ur óæskilegur nema ökumenn sjái að greinilega sé svigrúm til fram- úrakstur án þess að skapa hættu. „Um akstur í gegnum jarðgöng sem og annars staðar á þjóðvegum gildir að hann byggi á heilbrigðri skynsemi ökumanna. Ef flutninga- bíll fer fram úr fimm bílum í jarð- göngum, eins og þetta atvik lýsir, er augljóslega um vítaverðan akst- ur að ræða. Framúrakstur er alltof algengur í göngunum en ef hann er þar sem miðlínan er brotin eru ökumenn strangt til tekið ekki að brjóta lög og því getum við fátt gert í slíkum tilfellum. Við mun- um engu að síður skoða þetta til- tekna atvik,“ segir Marinó. Því má bæta við að eftir að frétt þessa efnis birtist á vef Skessuhorns í síðustu viku voru þrír vegfarend- ur um Hvalfjarðargöng sem höfðu svipaða sögu að segja um glæfra- legan akstur ökumanna stórra bíla um göngin, einkum framúrakstur þar sem aðstæður leyfa slíkt ekki. mm Vítaverður framúrakstur flutninga- bílstjóra í Hvalfjarðargöngum Veðurstofan kynnir nýtt viðvörunarkerfi Áhrifatafla mun fylgja útgefinni við- vörun á vef Veðurstofunnar. Hér má sjá appelsínugula viðvörun sem gefin var út vegna hvassviðrisins síðastliðinn sunnudag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.