Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2017 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 62 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Gjafmildi.“ Vinningshafi er Bergvin S Guðmundsson, Hlíðarvegi 3,, 350 Grundarfirði. Að- gæsla Skop- leikari Ambátt Rétt- látur Árás Leiði Beita Erfiði Stefna Mylsna Ósk Fát Atreið Korn Bráðum Ber Tími Óviss Fólk Frægð Rugl Völlur Fag Skæði 2 7 Ötular Sver Málm- þynna Önug Annríki Loftop Plöggg Á fæti Óttast Planta Vagga Auðið Jurt Píla Iðin Samhlj. 5 Afar Grípa Kunni Hóp Púki Umslag Leit Flana Tjásur Grasey Kl. 3 Óreiða 1 Reyta Étandi Kæpa Afl Til- gerð Ókunn Bókvís Kvað Vissa Storm- ur Rask Haf Gelt Drykkur Elskar Röð Loforð Grafa Fersk Rot Gallar Nafn- laus Struns Ekki til Röð Duft 8 Baks Ílát 3 Drolla Áhald Sjáðu Par Utan Bola Bók Neyttu Ábreiða Sopa Tákn Ferð Upp- hrópun Ævi- dagar Gáll Hvíli Sund 6 Tvíhlj. Þys Spil Kjöt- réttur Rugluð röð 4 Vía Alda Rausa 1 2 3 4 5 6 7 8 S A M A N S A U M A Ð U R Á Æ S A F E T M N G R A S L A U S N R I S T G Á M U R L U K T N A T N J F R U M A I Ð N Í A F Á L R Ó L A R U R G Ó F U G Ö S L R Ú E R T U R Æ S S E K K U R D R Á R A R S K R E Y T I R S L U G S I Ð N N A S A G Á R Á L A L L N I Ð J Æ T L A R O F A N A Ö S G A L S I S T R U N S R F Ú I N T T A U G A L R R A L Ó N M A L L A E F E L E I R R U S T I N A S K U R N Ó R A N E Ð T A L R J Á L Ó U N N I N Þ Á G A A L L A N A Ý R A G J A F M I L D I L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Einn viðburða á nýliðnum Vöku- dögum var kökuhlaðborð Sorop- timistaklúbbs Akraness laugardag- inn 4. nóvember. Þar var hægt að hlýða á hljómþýðan söng Katrín- ar Valdísar Hjartardóttur við undir- leik Mána Björgvinssonar, upplestur Braga Þórðarsonar á minningarbrot- um Valbjargar Kristmundsdóttur (Völlu í Bænum), sjá hluta af hatta- safni Dýrfinnu gullsmiðs og skoða myndlistarsýningu þeirra Elísabetar Ragnarsdóttur og Jóhönnu Vest- mann. Félagar í Endurhæfingarhús- inu HVER voru einnig með ýmsan varning til sölu, bæði handverk sem þau hafa sjálf unnið og eins kort og skart sem þeim hafði verið fært af velunnurum til að styrkja starfið. Viðburður þessi er hluti af fjár- öflun Soroptimistaklúbbsins, en stærsta fjáröflun klúbbsins er þó hin árvissa pönnukökusala í fyrirtæki hér á Akranesi og nágrenni á bóndadag- inn. Erum við þakklátar þeim sem studdu við starf okkar í dag og þeim ótal fyrirtækjum sem hafa stutt okk- ur í gegnum tíðina. Soroptimistar (Soroptimist Int- ernational) eru alþjóðleg góðgerð- arsamtök kvenna sem hafa það að megin markmiði að bæta líf kvenna og stúlkna og hafa gert það í hart- nær 100 ár. Megin áherslur í hinum ýmsu styrktarverkefnum er að stuðla að menntun kvenna og stúlkna og ýta undir færni þeirra til að geta séð fyrir sér, að vinna gegn ofbeldi gegn kon- um og stuðla að jafnrétti, sjálfbærni og umhverfisvernd. svo dæmi séu tekin. Til að mynda hefur Soroptim- istasamband Evrópu á einu ári veitt 1600 stúlkum styrki til menntunar á ýmsum sviðum, en að undanförnu hefur megin áhersla verið á styrki til stúlkna sem leggja stund á ýmsar raungreinar og til stúlkna sem skara framúr á íþróttasviðinu. Soroptim- istar á Norðurlöndunum standa fyrir metnaðarfullu námskeiði fyrir stúlk- ur á aldrinum 18-30 ára sem eru efni í leiðtoga framtíðarinnar, Nordic Soroptimist Leadership Academy, og verður það næsta haldið í Noregi á komandi sumri. Núverandi verkefni Soroptimista- klúbbs Akraness, sem í eru 35 konur, beinast bæði að heimabyggð og Afr- íku. Verkefnin hér snúa annars veg- ar að Endurhæfingarhúsinu HVER og hins vegar hefur klúbburinn stutt við námskeið í Núvitund með áherslu á sjálfseflingu stúlkna í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þær Íris B. Jónsdóttir geðhjúkrun- arfræðingur á HVE á Akranesi og Dagný Broddadóttir námsráðgjafi í MR héldu fyrsta námskeiðið síð- astliðið vor við góðar undirtektir og verður það aftur í boði eftir ára- mótin. Í Afríku styðjum við fátækar ekkjur í Kenía til þess að geta séð fyrir sér og sínum með því meðal annars að stunda smábúskap og í Malaví hefur starf okkar beinst að því annars vegar að styðja við kon- ur í flóttamannabúðum með því að fá þær til að sauma endurnýtanlega innkaupapoka og hins vegar að ýta undir læsi með því að gefa náms- bækur til kennslu í móðurmáli fyrir börn í litlum skóla í Monkey Bay. Með því móti viljum við stuðla sér- staklega að aukinni lestrarfærni ungra stúlkna, sem margar hverj- ar hafa helst tækifæri á að sækja skóla á yngstu stigum grunnskóla; áður en þær eru orðnar að ómiss- andi vinnuafli heimavið. Konur eru eins og við vitum í lykilstöðu til að auka líkur á að börnin þeirra gangi menntaveginn, jafnt stúlkur og drengir. Enn á ný færum við öllum þeim sem hafa stutt við starf okkar hinar bestu þakkir! Sigríður Kristín Gísladóttir, formað- ur Soroptimistaklúbbs Akraness. Ljósm. Kolbrún Ingvarsdóttir. Soroptimistar buðu upp á kökuhlaðborð Vökudagakökur, hattar, fróðleikur, söngur og myndlist Fjölmenni mætti í kaffihlaðborðið og skemmtunina. Þær Jóhanna L Vestmann og Elísabet Ragnarsdóttir sýndu og seldu akrýlverk sem þær hafa unnið á liðnum vikum. Veitingarnar voru ekki af lakara taginu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.