Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 201722 Síðastliðinn sunnudag var hátíðar- messa í Stafholtskirkju í Borgarfirði þegar þess var minnst að 140 ár eru frá vígslu kirkjunnar. „Í Stafholti hefur kirkja verið í meira en níu aldir, enda er helgi staðarins mik- il. Góð kirkjusókn var af þessu til- efni og kirkjunni voru færðar góðar gjafir,“ segir séra Elínborg Sturlu- dóttir sóknarprestur. Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands prédikaði og rifjaði hún m.a. upp stórviðri í Borgarfirði þegar hún var prestur á Hvann- eyri. Elínborg þjónaði fyrir altari og kirkjukórinn söng við undirspil Jónínu Ernu Arnardóttur. Brynjólf- ur Guðmundsson í Hlöðutúni, for- maður sóknarnefndar, fór yfir sögu kirkjunnar. Að messu lokinni var að vanda boðið í kaffi á prestssetrinu þar sem margt var um manninn. mm Héldu upp á 140 ára afmæli Stafholtskirkju Sóknarprestur ásamt biskupi, öðrum prestum í héraði og organista. Stafholtskirkja í Borgarfirði. Hjónin Auður Líndal og Baldur Ólafsson tóku við rekstri Garða- kaffis á Akranesi í maí 2016 og seg- ir Auður að reksturinn hafa geng- ið mjög vel. „Við bjóðum að sjálf- sögðu upp á kaffi og kökur auk þess sem hægt er að koma og fá holl- an og léttan hádegismat fjóra daga í viku og mætir alltaf ákveðinn kjarni fólks. Hér tökum við gjarn- an á móti hópum við ýmis tilefni en þá er vinsælt að bjóða upp á tapas- réttina okkar, sem eru fjölbreyttir og heppilegir réttir fyrir fjölmenna hópa,“ segir Auður í samtali við blaðamann. Safavikur Á Garðakaffi eru reglulega haldn- ar safavikur fyrir þá sem vilja taka safahreinsun. Þá er boðið uppá að kaupa sex safa í einu, sem er einn dagsskammtur. „Ætlunin er að fólk drekki eingöngu þessa safa og borði ekkert annað, í þeim tilgangi að hreinsa líkamann og núllstilla meltinguna,“ segir Auður. „Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hversu vinsælar safavikurn- ar hafa verið og hversu fjölbreytt- ur hópur fólks tekur þátt í hverri viku. Ég held að þegar fólk finnur hversu góð áhrif þetta hefur á lík- amann sé ekki aftur snúið. Safarnir eru stútfullir af næringu og vítam- ínum og er ég viss um að einn dags- skammtur af þeim sé næringarrík- ari en maturinn sem flestir borða á venjulegum degi,“ segir Auður og bætir því við að fæstir sem taki þátt finni fyrir hungri. „Ég held að margir óttist hungrið á meðan þeir taki safahreinsun, en það er venju- lega ekki vandamál. Ég mæli með að allir prófi og sjái hvort þetta henti þeim. Það er ekki þörf á að taka heila viku, hver og einn finnur hvað hentar. Sumir taka alla vikuna á meðan aðrir taka einn dag. Flest- ir eru að taka um þrjá daga, sem er mjög fínn tími,“ segir Auður. Góður vettvangur fyrir viðburði Aðspurð hvort eitthvað nýtt sé í kortunum á Garðakaffi segir Auður svo ekki vera. „Við erum ekki að fara út í neinar breytingar en það þýðir ekki að allir dagar hér séu eins. Hér er dagurinn oft brotinn upp með skemmtilegum viðburðum og hvet ég fólk eindregið til að hafa sam- band ef það er í leit að húsnæði fyr- ir sérstök tilefni, hvort sem um er að ræða opinn viðburð eða fyrir lok- aða hópa,“ segir Auður og bætir því við að reglulega sé eitthvað sérstakt í gangi á Garðakaffi. „Við vorum með hrekkjavökugleði hér á laugar- daginn 4. nóvember og mættu 1334 einstaklingar til okkar og skemmtu sér mjög vel. Við lögðum mikið í að gera þetta ógnvekjandi og var mik- ið um öskur. Þetta er eitthvað sem við komum örugglega til með að endurtaka,“ segir hún. „Hér verður vöfflubar og markaður laugardaginn 25. nóvember þar sem seldur verð- ur ýmiss varningur. Svo þegar jól- in nálgast fjölgar eflaust viðburð- um hjá okkur en það á enn eftir að skipuleggja nánar.“ arg Mælir með safahreinsun fyrir alla Í heimsókn á Garðakaffi á Akranesi Auður Líndal sér um reksturinn á Garðakaffi ásamt eiginmanni sínum Baldri Ólafssyni Snitturnar á Garðakaffi hafa verið mjög vinsælar fyrir hópa. Ljósm. fengin af Facebook síðu Garðakaffis. „Við vorum með hrekkjavökugleði hér laugardaginn 4. nóvember og mættu 1334 einstaklingar til okkar og skemmtu sér mjög vel. Við lögðum mikið í að gera þetta ógnvekjandi og var mikið um öskur. Þetta er eitthvað sem við komum örugglega til með að endurtaka,“ segir Auður. Hér er hún ásamt þremur öðrum uppvakningum. Ljósm. Byggðasafnið í Görðum. Vöffluhlaðborð er alltaf vinsælt á Garðakaffi. Ljósm. fengin af Facebook síðu Garðakaffis.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.