Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2017 19 Nýjar hugmyndir og tækifæri á markaði Örnámskeið fyrir fólk sem vill vinna að eigin viðskiptahugmynd í nýju eða starfandi fyrirtæki Námskeiðin verða kennd hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Námskeiðin verða einungis kennd ef næg þátttaka næst. Léttar veitingar í boði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu Upplýsingar veitir Anna Guðný Guðmundsdóttir í síma: 522 9431, eða í gegnum netfangið annagudny@nmi.is. Jafnframt veitir Signý Óskarsdóttir upplýsingar í gegnum tölvupóst, signy@craetrix.is Skráning og frekari upplýsingar er að nna á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is/ornamskeid Mánudagurinn 13. nóvember kl. 19:00-21:30 1. Nýjar hugmyndir og tækifæri á markaði Mánudagurinn 20. nóvember kl. 19:00-21:30 2. Markaðsmál og nýjustu boðleiðir Mánudagurinn 27. nóvember kl. 19:00-21:30 3. Viðskiptaáætlun / Business Model Canvas 13. nóvember, mánudagur kl. 10 Dagrenning með yngstu kynslóðinni Ingibjörg Daníelsdóttir les úr bókinni Fjársjóðseyjan eftir Mauri Kunnas. Nemendur frá Kleppjárnsreykjum og Hnoðrabóli koma í heimsókn 14. nóvember, þriðjudagur kl. 20:30 Fyrirlestrar í héraði Eins og þruma úr heið skíru lofti – eru fornsagnir nothæfar í nútíma? Friðrik Erlingsson rithöfundur flytur Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 14. og 15. nóvember Friðrik, rithöfundur vikunnar, heimsækir Grunnskóla Borgarfjarðar og eldri borgara í Brún 15. nóvember, miðvikudagur kl. 20 Kvæðamannafélagið Snorri í Reykholti Opin æfing og fundur 16. nóvember, Dagur íslenskrar tungu kl. 20 Prjóna-bóka-kaffi í anda frásagnarhefðar með baðstofublæ. Friðrik Erlingsson leikles einleik sinn, „Uppgjör við smán: Mörður Valgarðsson segir frá“ Norræna bókasafnavikan er verkefni á vegum Sambands norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrenni Norræna bókasafnavikan – Dagur íslenskrar tungu Snorrastofa í Reykholti 13.–19. nóvember 2017 Ingibjörg DaníelsdóttirFriðrik Erlingsson Myndin af formönnum og konum flokkanna fjögurra heima hjá Sig- urði Inga formanni fyllti hjarta mitt af óútskýrðum yl. Þetta var bara eitt- hvað svo „hygge,“ eins og Daninn myndi segja. Mig langaði að hita mér kakó og horfa á skítaveðrið úti. Ég meina, það voru bara allir á sokka- leistunum og meira að segja Lilja Al- freðs fór úr því að vera alltaf klædd eins og Charlize Theron í Promot- heus í að vera þægilega klædd svona til tilbreytingar. Katrín formaður VG slakaði sýndist mér ekki á verðinum og hélt uppi merkjum flokks síns, klæddist ullarklæðnaði í sterkum lit- um. Ég ímynda mér að þegar forkólf- ar flokkanna tóku að streyma inn til hans Sigurðar Inga formanns Fram- sóknarflokksins að hann hafi staðið í dyragættinni og brosað breitt, heitt loftið sem streymdi út úr dyragætt- inni (því það er orðið kalt úti) faðm- aði stjórnmyndunarliða líkt og gam- all góður vinur. Mögulega var verið að bralla gúllassúpu fyrir fólkið líka svo lyktin hefur verið ennþá hlýlegri en svo kom í ljós að það var pizza í hádegismatinn. Þetta var bara eitt- hvað svo „hygge“. Þegar inn var komið fékk kannski Helgi Hrafn Pírati að sjá hluti sem hann myndi annars aldrei rekast á í sínu daglega lífi því ég ímynda mér að hann þekki bara stráka á miðjum fertugsaldrinum sem leigja í mið- bænum, kannski vinna við forritun og eru með „stolna“ Netflix áskrift í gangi því þeir eru með IP tölu ein- hversstaðar í Asíu því þeir kunna að fokka í DNS-servernum sínum. Svo eru þeir ekki að stela heldur að nýta rétt sinn til að hlaða niður afþreyingu að þeirra vali og ánægju. Það hanga engar myndir á veggjunum þar, kannski kvikmyndaplakat. En hjá Sigurði Inga ímynda ég mér bóka- vegg með leðurinnbundnum bók- um rammaðar inn af mahónískáp úr Húsgagnahöllinni, landsmótsmynd- ir, myndir af hestum (ýmist skeið- andi eða á tölti), árshátíðarmyndir og fjölskyldumyndir þar sem hann sit- ur í einhverri brekkunni undir hlýju teppi með einn kaldan. Jafnvel ein- hverjir verðlaunabikarar og medalíur sem einhver úr fjölskyldunni hafði unnið á einhverju fjórðungsmótinu. Semsagt alveg ógeðslega „hygge“ og nú eru eflaust margir búnir að henda lopasokkunum sínum í ruslið þar sem Framsókn varð allt í einu kalt á fótunum og hætti við. En hvað um það. Guðni fær bolt- ann aftur og hinn pólitíski laumukap- all hefst aftur á ný. Ég er spenntur fyrir því. Hvað Miðflokkurinn gerir er ekki gott að segja til um, kannski tekur hann bara yfir, ég meina ann- að eins hefur nú gerst. Ég var lengi að leita að hliðstæðu úr poppkúlt- úrnum til að skilja hvað Miðflokk- urinn er, hvað hann stendur fyrir. Ég kaupi ekki þessa róttæku rökhyggju og bara þeir sem skrá sig í félags- fræði í HÍ hafa svona nokkurn veg- inn óljósa hugmynd um hvað hún er. Mér finnst skemmtilegt að skilgreina suma hluti út frá dægurmenningunni og komst að þeirri niðurstöðu að Miðflokkurinn er eins og her hinna dauðu úr Game Of Thrones (eða exem, því ef þú klórar það þá kemur það sterkara til baka), með Sigmund Davíð í hlutverki Næturkonungsins því her hans samanstendur af upp- vakningnum úr Framsókn og Sjálf- stæðisflokknum. Verð að viðurkenna að ég saknaði þess að sjá Sigmund á vettvangi stjórnmálanna, maður veit aldrei hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nú ef ég ætti að halda áfram þá gætum við sagt að Katrín sé Kha- leesi drekadrottning sem berst við að ná sæti sínu á Járnhásætinu (forsætis- ráðherrastóllinn í þessari meiningu) og Bjarni Benediksson sé þessi ein- eygði úr Bræðralagi án Fána sem er alltaf lífgaður fyrir aftur eða er hann kannski Jamie Lannister? Ég er ekki viss. Góðar stundir, Axel Freyr Eiríksson En þetta var bara eitthvað svo „hygge“ PISTILL Bókaforlagið mth á Akra- nesi gefur út á þessu hausti bók- ina „Skaga- menn – í gamni og al- vöru,“ eftir Braga Þórð- arson. Í bók- ina er safn- að saman þáttum sem Bragi hef- ur ritað og birt í Árbókum Akur- nesinga á liðnum árum. „Þegar vel er að gáð sést að í þessum skrif- um hefur Bragi ofið saman ýmsa þræði úr ævi sinni og starfi, allt frá bernsku til efri ára, og gefa þætt- irnir því dágóða innsýn í lífshlaup hans. Brugðið er upp skemmtileg- um svipmyndum af samferðafólki og sagðar sögur af því, í gamni og alvöru. Bókin er 22. bók höfund- arins,“ segir í tilkynningu frá út- gefanda. Bókin verður kynnt og höf- undurinn áritar fimmtudaginn 9. nóvember í versluninni Eymunds- son á Akranesi milli klukkan 16.30 og 18.00. mm Skagamenn - í gamni og alvöru

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.