Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 201728
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmar 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Þjónustum öll tryggingafélög
Borgarness
Pennagrein
Hinn 26. október síðastliðinn var
frétt í Skessuhorni þar sem vitnað
er til þess að aðalfundur Landssam-
bands smábátaeigenda taki undir
þá ályktun Sæljóns, smábátafélags
Akraness, að felld verði úr gildi þau
friðunarákvæði, þ.e. tímamörk, sem
gilda um grásleppuveiðar og vernd-
un æðarvarps við Faxaflóa og víðar.
Minnt skal á að æðarrækt er
mikilvæg búgrein víða um land.
Við Faxaflóa eru fjölmargar jarð-
ir sem hafa hlunnindi af æðarvarpi
sem skila bændum og þjóðarbúinu
tekjum en æðardúnn er eftirsótt
útflutningsafurð. Auk þess er allt
Faxaflóasvæðið mikilvægt „beitar-
og uppeldissvæði“ fyrir æðarfugl
og fleiri fugla sem þar eiga athvarf
sitt. Tíminn snemma vors og fram
á sumar er sérstaklega viðkvæmur
fyrir varpfugla. Þekkt er að æðar-
fugl frá öðrum svæðum leiti inn á
Faxaflóasvæðið bæði fyrir og eft-
ir varp, enda er þetta svæði kjör-
lendi fyrir uppeldi og athvarf bæði
æðarfugls og annarra fugla. Því eru
það ekki eingöngu hagsmunir æð-
arbænda á svæðinu að vernda æð-
arfuglinn yfir viðkvæmasta tímann,
heldur einnig annarra bænda sunn-
an og norðan við flóann.
Þá er það einnig þekkt að neta-
veiðar á grunnslóð eru æðarfugli
og öðrum fuglum hættulegar, bæði
hvað varðar fugla sem farast í net-
um og einnig sú truflun og rask sem
netabátum fylgir. Í könnun sem
Hafrannsóknastofnun gerði á sín-
um tíma á Breiðafirði og Húnaflóa
kom fram að umtalsverður fjöldi
fullorðinna fugla (varpfugla) á
svæðunum fórst í grásleppunetum.
Í ljósi þessara staðreynda voru nú-
gildandi reglur settar. Með slíkum
umgengnisreglum fæst nauðsynleg
vernd fyrir æðarfugl og jafnframt
sátt á milli aðila sem nýta mismun-
andi hlunnindi. Einnig skal bent á
skýrslu nefndar um vernd, velferð
og veiðar villtra fugla og spendýra
frá 2013 en þar kemur fram að hér
við land eru lagnet fyrir þorsk, ýsu
og grásleppu sennilega þau veið-
arfæri sem hafa hvað neikvæðust
áhrif á fugla og bent á að gráslepp-
unet drepi helst teistu og æðarfugl.
Jafnframt er þar tekið fram að grá-
sleppuveiði hafi aukist og verði að
líta á þær sem vaxandi vandamál,
sérstaklega fyrir teistu og æðar-
fugl.
Í þessu máli vegast á ólíkir mik-
ilvægir hagsmunir. Það hlýtur að
veikja samþykkt aðalfundar Lands-
sambands smábátaeigenda að halda
því fram að „lobbyismi“ hafi ráð-
ið banninu þegar það liggur fyrir
hversu mikilvæg þessi verndun sé
fyrir æðarfuglinn og viðkomu hans.
Í þessum orðum felst að ráðherra
hafi látið annað en málefnaleg rök
ráða við setningu reglugerðarinn-
ar. Er þessi málflutningur ekki síð-
ur vafasamur í ljósi þess að á sínum
tíma stóðu yfirvöld, í samráði við
viðkomandi aðila, að því að setja
umræddar reglur til þess að ná sátt
um hlunnindanýtingu ólíkra greina
og að öll hlunnindi séu nýtt í sem
mestri sátt við viðkvæma náttúru.
Svanur Steinarsson, formaður Æð-
arræktarfélags Vesturlands og
Guðrún Gauksdóttir, formaður
Æðarræktarfélags Íslands.
Æðarrækt og
hrognkelsaveiðar
Þjóðminjasafn Íslands mun á næst-
unni senda út spurningaskrá um
héraðsskóla og aðra heimavistar-
skóla til sveita á unglingastigi, en
fyrirhugað er að safna upplýsingum
um daglegt líf og athafnir í þessum
skólum. Söfnunin byggir eingöngu
á frásögnum fyrrverandi nemenda
og er því fyrst og fremst verið leita
eftir minningum fólks, segir í til-
kynningu frá safninu.
Spurningaskráin er hluti af þjóð-
háttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands
sem staðið hefur óslitið síðan 1960.
Spurt er um hefðir, félagslíf, ýmis-
leg samskipti við aðra nemendur
og starfsfólk skólans, kennslu, nám,
frístundir, tengsl við fjölskyldu og
heimili o.fl.
„Þjóðminjasafnið leitar eftir heim-
ildarmönnum sem vilja svara þessari
spurningaskrá, bæði úr héraðsskól-
um og síðast en ekki síst úr öðrum
heimavistarskólum. Þeir sem taka
vilja þátt eru vinsamlegast beðnir
um að senda netfang sitt á agust@
thjodminjasafn.is. Farið verður með
netföngin sem trúnaðarmál,“ segir í
tilkynningu.
Afrakstur söfnunarinnar verður
gerður öllum aðgengilegur í menn-
ingarsögulega gagnagrunninum
Sarpi eða sarpur.is. Héraðsskólar
voru formlega stofnaðir 1929 en var
seinna breytt í gagnfræðaskóla og
störfuðu þeir áfram sem slíkir fram
undir aldamótin 2000. Flestir aðrir
sveitaskólar með heimavist tóku til
starfa á síðari hluta 20. aldar. mm
Þjóðháttasöfnun um héraðsskóla
og aðra heimavistarskóla til sveita
Héraðsskólinn í Reykholti var meðal fyrstu slíkra skóla hér á landi og var starfandi
frá á síðasta áratug liðinnar aldar.
Þær stöllur Aldís og Anna héldu ný-
verið tombólu við Krónuna á Akra-
nesi. Seldu þær fyrir 6.272 krón-
ur sem færðu Rauða krossinum til
stuðnings góðs málefnis. RKÍ vill
koma á framfæri þakklæti til þeirra.
mm
Gáfu RKÍ af-
rakstur tombólu
Haförninn á meðfylgjandi mynd
var á ferð í nágrenni þéttbýlisstað-
anna Ólafsvíkur og Rifs í síðustu
viku. Svo virðist sem eitthvað sé
að hrjá fuglinn því hann getur ein-
ungis flogið stutta vegalengd milli
þess sem hann lendir á jörðinni.
Að sögn sjónarvotta er líklegt að
hann sé veikur eða meiddur. Með-
fylgjandi mynd tók Alfons Finns-
son í liðinni viku skammt frá Rifi.
mm
Vankaður
haförn á ferð
í Snæfellsbæ