Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 201726 Vísnahorn Einn nágranni Jóns Ein- arssonar í Miðhúsum var nokkuð mismælagjarn. Einhvern tímann varð honum að orði er þeir nágrannar voru að reka fé sitt til slátrunar í Borgarnes. „Er þetta ekki svartrollótta kollan þín?“ Varð þetta tilefni eftirfarandi vísu: Að því drótt ei gjörði grín, grimm nær sótti heljarpín, mörgum þótti séleg sýn svartrollótta kollan mín. Annars tekur lífríkið stöðugum breyting- um og mennirnir hafa þar veruleg áhrif á bæði beint og óbeint en norður á Sauðárkróki orti Albert Sölvason um Ísleif kaupmann: Maður einn vann mikla þraut, mesti ofurhugi. Ísleifur sem eina skaut andarnefju á flugi. Ekki lét svarið á sér standa hjá kaupman- ninum enda Albert ekki síðri skytta og engin ástæða til annars en láta þess getið: Maður einn vann mikla þraut, mestur reyndist öllum. Uxa á flugi Albert skaut uppi í Staðarfjöllum. Og Guðmundur Þorsteinsson hafði þetta að segja um aðra tegund furðufugla enda var þetta áður en fuglaflensan var fundin upp: Ég fer ekki o’n af því að undur mikil þættu ef kjaftaskúmar yrðu í útrýmingarhættu. Þeir félagar á Húsavík sem vafalaust mega teljast frumkvöðlar þess fyrirbæris sem ven- julega er kallað „Hagyrðingakvöld,“ Egill Jó- nasson, Karl Sigtryggsson, Steingrímur í Nesi og Baldur á Ófeigsstöðum komu oft saman og skemmtu fólki. Spurðu þá hver annan spurn- inga og svöruðu í vísum. Steingrímur í Nesi spurði eitt sinn Baldur á Ófeigsstöðum þessa- rar samviskuspurningar: „Hvað er atómljóð?“ Hann svaraði: Atómljóðin eru í dag öfugmælaflokkar, sungin eins og líksöngslag ljóðagyðju okkar. Ein spurningin sem Baldur beindi að Kar- li var hvernig stjónmálamenn ættu að vera. Svaraði Karl því svo: Til auðs og metorða er gatan greið, ef guðstrúnni er kastað á reiti, því stjórnmálasiðferðið sýnir þér leið frá Saurbæ að Þjófaleiti. Í minningu ónefnds stjórnmálamanns sem þó mun enn hafa verið ofar moldu þegar kveðið var orti Jónatan Jakobsson: Hans var jafnan gatan greið, geipan næga og mælgi hafði. Staðreyndirnar lönd og leið lét hann þegar nauðsyn krafði. Sig úr hverjum vanda vatt, vék til hliðar réttlætinu. Stundum reyndar sagði satt - sýnu oftar vék þó hinu. Um hann þó að stæði styr stundum slíkt úr huga víkur. Þjóðin hrædd og hnípin spyr: Hvenær fæðist annar slíkur. Þó þessi þáttur sé skrifaður nokkru fyrir ko- sningar verður væntanlega búið að telja upp úr kössunum þegar hann kemur fyrir augu lesen- da. Nú hef ég ekki þá forspáreiginleika að geta séð fyrirfram hvernig sú talning fer, hvað þá væntanlegar stjórnarmyndunarviðræður en oft og lengi hefur verið rætt um að stjórnmála- menn reyni að hygla sínum flokksmönnum eftir getu. Sömuleiðis verða alltaf einhverjar málamiðlanir milli flokka þannig að enginn fær allt sitt fram til fullnustu. Eftirfarandi vísa held ég að sé úr gömlum Spegli: Bind ég enda á bragamál á bitlingsþefinn rata eins og fordæmd íhaldssál í umgerð hægri krata. Oft hafa orðið einhverjir klofningar í stjórn- málum og myndast flokkar utanum einstakar persónur. Sumir hafa lifað um hríð en fáir len- gi. Björn Sveinbjörnsson frá Þingnesi orti á sinni tíð: Geng ég um með gráan lokk, geðstirður að vonum. Nú hef ég stofnað nýjan flokk, nú er ég einn í honum. Einar Kristjánsson orti um ónefndan sam- ferðamann sinn á lífsgöngunni: Fer á skeiði fantur sá furðu breiða vegu. Ávallt sneiðir utan hjá öllu heiðarlegu. Sigurbjörn á Fótaskinni lýsti granna sínum með þessum orðum: Undanbragðahugsun hög heilann þúsund-klýfur, skaðahræðslu seinvirk sög sundur hjartað rífur. Grútugt nagar nirfilsflag, nærsýnn slagarefur, flá og saga sér í hag sérstakt lag á hefur. Baldur á Ófeigsstöðum var á sínum tíma fréttaritari sinnar sveitar fyrir blöð á Akureyri. Eitt sinn kom í Akureyrarblaði frétt um það að böðun sauðfjár hefði farið fram. Þá orti Rós- berg G. Snædal: Penna beita Baldur kaus, blöðum reit hann glaður. Nú er sveitin lúsalaus, - lofsverð breyting, maður! Nú fyrir kosningarnar voru oft umræður í fjölmiðlum um pólitíkina og vafalaust hafa sumir hlustað með ákefð á hvert orð og hugsað eitthvað líkt og sá er þetta kvað: Ég stilli mitt tæki og stjórnmálin hlusta ég á og stundum er ég nærri því farin að trúa. En þegar þeir koma með „Sannleikurinn er sá“ ég samstundis veit að þá eru þeir farnir að ljúga. Eins og vonandi flestir vita má ekkert standa á kjörseðli fram yfir krossinn við viðkomandi lista og varðar ógildingu atkvæðis. Einhvern tí- mann meðan einmenningskjördæmin voru við lýði kom þessi vísa upp úr kjörkassa skrifuð á seðil sem var að sjálfsögðu dæmdur ógildur en vísunni haldið á lofti enda töldu menn sig sjá hvaða frambjóðandi átti hverja sneið: Óþokkamenni en ekki flón. Útlendra gerir flestra bón. Æsingaskrípi skrílsins hér. Skálkurinn hlynnir mest að sér. Heilög einfeldni hjálpi þér, - hrapi þeir allir fyrir mér! Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is. Grútugt nagar nirfilsflag - nærsýnn slagarefur Föstudaginn 27. október síðast- liðinn var haldið málþing um áhrif knattspyrnunnar á Akranesi. Mál- þingið var haldið af frumkvæði Íþróttabandalags Akraness og Knattspyrnufélags ÍA og fór fram í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi. Meðal þeirra sem tóku til máls var Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi formaður KFÍA. Hann opnaði málþingið með erindi um Gullaldarlið ÍA, sem var fyrsta knattspyrnuliðið utan höfuðborg- arsvæðisins sem hampaði Íslands- meistaratitlinum árið 1951. Fylgdu síðan fjölmargir titlar í kjölfarið. „Árangur Ríkharðs Jónssonar og félaga lyfti Grettistaki í mannlíf- inu á Skaganum. Ekkert félag hef- ur að mínu mati gert meira fyrir félagslíf og uppbyggingu íþrótta- mannvirkja á Akranesi en einmitt ÍA og síðar Knattspyrnufélag ÍA,“ sagði Gunnar í erindi sínu. „Gull- aldarlið ÍA markaði ekki aðeins djúp spor á Akranesi. Það sann- aði fyrir íbúum landsbyggðarinnar að samstaða í smærri samfélögum getur skapað stóra sigra. Æ síðan á ÍA og Akranes stóran sess í hugum margra landsmanna.“ Gunnar kveðst orðinn lang- þreyttur á því að „heyra fólk gaspra um að knattspyrnan fái allt hjá Akranesbæ þegar staðreyndirnar sýna allt annað,“ eins og hann orð- aði það. Kveðst hann fullviss þess að knattspyrnan hafi gert marg- falt meira fyrir bæjarlífið en allt of margir átta sig á. „Knattspyrnan hefur dregið að fleiri ferðamenn til Akraness allt frá 1951 en nokk- uð annað. Engin félagasamtök á Akranesi hafa tekið ríkari þátt í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akranesi en knattspyrnan. Knatt- spyrnan hefur verið jákvæðari aug- lýsing fyrir Akranes í gegnum tíð- ina en nokkurt annað atriði,“ sagði hann. Gunnar ákvað í ljósi þessa að nýta tækifærið til að varpa fram nokkrum tillögum og beindi orð- um sínum sérstaklega til bæjar- stjórnarfulltrúa á Akranesi. Hann lagði til að gerð verði brjóstmynd af Ríkharði Jónssyni og komið fyr- ir á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökk- um. Sömuleiðis að komið verði upp mynd af Guðmundi Svein- björnssyni í hátíðarsal ÍA, með æviágripi hans. „Hann var að mínu mati helsti forystumaður ÍA um árabil og sat meðal annars í stjórn KSÍ í 20 ár,“ sagði Gunnar. Þá lagði hann til að myndarsýning- in sem komið var upp í Akranes- höllinni í tengslum við „Kynslóð- ina 2008“ verði endurnýjuð. „Ég hef þá trú að það sé hvetjandi fyrir unga knattspyrnumenn og -konur á Akranesi að hafa fyrir augunum myndir af öllum þeim sætu sigrum sem unnist hafa í gegnum tíðina,“ sagði hann. „Minnumst þeirra sem hófu merki knattspyrnunnar á loft á Akranesi með myndugleika,“ sagði Gunnar Sigurðsson að end- ingu. kgk Stytta af Ríkharði Jónssyni verði reist á Akranesi Vill minnast sporgöngumanna knattspyrnunnar í bænum Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi for- maður KFÍA. Ríkharður Jónsson að koma boltanum yfir línuna, einu sinni sem oftar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.