Hlynur - 15.12.1957, Síða 3

Hlynur - 15.12.1957, Síða 3
ÚRSLIT í RITGERÐASAMKEPPNI KAUPFÉLAGS ÞINGEYINGA: — í dag stígur þú Glókollur fyrstu sporin - Á héiðinni voru vörður. Undanfarin dægur hafði geysað krapa- hríð. Heiðin var hulin í fannbreða, svo að hvergi sá dckkan díl. Og vörðurnar voru klæddar í klakahjúp, samlitan um- hverfinu. Göngubúinn maður lagði til heiðar- innar. Veðrið var bjart, heiður himinn, útsýn fögur til allra átta — kaldur tíguleiki yfir vetrarauðninni. Færðin þung og lýjandi, skelin brotnaði í hverju spori. Ferðamaðurinn varð göngumóður. -----------------------------------^ Eins og yfirskrift þessarar síðu ber með sér, þá birtist nú loksins úrslit ritgerðarsamkeppni þeirrar, er Kaupfélag Þingeyinga efndi til hér í blaðinu vegna 75 ára afmælis síns. Blaðinu bárust þó nokkrar ritgerðir og var dómnefndin sammála um að veita ritgerð Sigurjóns Jónssonar, fulltrúa hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga, Höfn í Hornafirði, fyrstu verðlaun. Verðlaunin eru vikudvöl í Þingeyjarsýslu fyrir tvo í boði kaupfélagsins. Sigurjón Jónsson er fæddur að Borg í Hornafirði 3.9. 1911. Hann ólst upp að Víðinesi í Berufirði. Stundaði nám á Laugum 1931—’32. Hóf störf hjá Kf. A.-Skaftfellinga 1935 og hefir unnið þar síðan, en mun flytjast til Reykjavíkur eftir nýár. Hann hefir fengist mikið við smásagnagerð og munu um 40—50 hafa birzt eftir hann í blöðum og tímaritum undir nafninu Sigurjón frá Þorgeirsstöðum. Hlynur þakkar honum fyrir þessa snjöllu ritgerð og óskar honum til hamingju með unnin sigur. Sigurjón frá Þorgeirsstöðum HLYNUR 3

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.