Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 18

Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 18
ar hér er komið sögu tekur við nýr þáttur í lífi mínu, dauður tími. Þá var það heilsan, sem kippti í taumana cg hugðarefnin lögðust í dvala. Nú mátti ég ekki neyta kraftanna. 1911 opnaðist ný óvæntur heimur. þá dvaldist Ásgrímur Jónsson hér sumar- langt cg málaði sínar víðfrægu vatns- litamyndir. Slíka fegurð í litum og formi hafði ég ekki áður litið. Þá skýrð- ust draumarnir. Þennan heim vildi ég byggja eða reyna að byggja. Eg hafði ekki efni á að sleppa öllu öðru, var fátækur verzlunarmaður með lítil laun og það sem mest aftraði að sleppa öllu lausu var vanheilsan. Á kraftana var ekki að treysta. Þó að líkt væri ákom- ið með okkur Jón Þorleifssyni, sem þá líka vaknaði til meðvitundar um sitt hlutverk, stóð hann betur að vígi. I sameiningu útveguðum við okkur pappír og liti. Ég skrifaði Guðbrandi Magnússyni, sem ég þekkti að norðan, og útvegaði hann það fljótt og vel. Og byrjuðum við þá að kappi. En pukr- uðum í fyrstu með það, því að þetta þótti ekki arðsöm iðja þá daga. Þá voru ekki sumarfrí eins og nú og vinnudag- urinn miklu Iengri, en helgarnar not- uðum við eins og hægt var, þegar veð- ur gaf. Seinna svo vel, að dagurinn var tekinn kl. 4. Þá vrru þeir komnir til sögunnar Höskuldur og Svavar. Hann var sérstaklega duglegur að porra upp á moi'gnanna. Búinn að sækja hestana þegar hann vakti okkur. Þá var Jón farinn til náms“, segir Bjarni. Hann var eftir í Hornafirði. Svo fóru þeir allir hinir burt úr Hornafirðinum, út í heiminn til þess að vinna sigra. En Bjarni er þar enn og málar. Honum er Hornafjörðurinn fyrir öllu og þar málar hann myndir, sem áreiðanlega e.ga eftir að vekja athygli margra um ókomin ár. Hann er sérstæður og skemmtilegur málari. Mestur er hann í viðskiptum sínum við landslagið og hafa landlagsmyndir hans margar sérkennilegan og sterkan blæ, sem hvergi er annars staðar að finna. Það er fróðlegt fyrir listmenningu höfuðstaðarins að fá sýningu með verk- um hans. Hann er sjálfur bundinn í báða skó, þar eystra. Hver stund er honum mikils virði því hún flytur hon- um boðskap frá náttúrunni, litmergð, sem hann vill ekki missa. Fræðsludeild SÍS á þakkir skyldar fyrir að koma sýningunni í framkvæmd. Þannig er lif hins íslenzka alþýðu- málara. Við fjöllin og sandana finnur hann fegurð, sem margir taka ekki eftir. Hann lifir til þess að njóta litanna og hamingja hans er sú fegurð, sem hann finnur og nær til að geyma. Bjarni Guðmundsson er fæddur á Papaósi, 2. maí 1886, en þar var þá mikill verzlunarstaður. Hann ólst þar upp til 11 ára aldurs, þá fluttist verzl- unin til Hafnar í Homafirði og faðir hans, sem var söðlasmiður og bóksali, fluttist þanngað einnig. Guðmundur faðir hans hafði einnig unnið lengst af hjá verzluninni á Papaós og hélt því áfram eftir að til Hafnar kom. I Höfn var engin byggð, þegar Bjarni fluttist þangað og hann er annar af tveim nú- lifandi mönnum, sem þar hafa búið síðan að byggð hófst þar. Aldamótaárið fermdist Bjarni og réðst til starfa hjá verzlunum Thors Thul níus. Þar vann hann þangað til Kaupfélag Austur-Skaftfellinga var stofnað árið 1920, en þá réðst hann til þess. Kaupfélagsstjóri í Höfn var hann frá 1942—1951, og þótt hann hafi látið af þeim störfum, er hann enn starfsmaður félagsins. Bjarni gekk á Gagnfræðaskóla Akureyrar 1905— 1906 og naut heimiliskennslu í æsku, en annarar skólatilsagnar hefir hann ekki notið. Kvæntur var Bjarni Ingi- björgu Guðlaugsdóttur, en hún er fyrir skömmu látin. 18 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.