Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 12
SOFFIU ÞATTUR B JARNADOTTU R
FRÁ TÚNUM í FLÓA
Svo þið fóruð um sveitir til þess að
biðja ykkur konu?
Þú getur sagt sem svo, en annars vor-
um við ekki búnir að gefa væntanleg-
um bíl okkar neitt nafn þá.
Hvernig stóð á því, að þið lögðuð út
í þessi bílkaup, hver var tilgangurinn?
Hann var einungis sá að skapa okkur
möguleika til þess að fara um landið á
eigin farartæki, jafnt sumar sem vetur,
og fyrst og fremst til þess að geta lagt
á sjálfar óbyggðirnar. Þær eru lang
skemmtilegastar. En það er ekki hrist
fram úr erminni að fá þannig bíl, þeir
eru hvortveggja dýrir og sjaldséðir.
Fyrst fréttum við af bíl vestur í Stykk-
ishólmi, sem talið var að kæmi til
greina. Yið skruppum því þangað um
helgi, en fórum strax aftur, bíllinn var
bæði dýr og illa farinn. Næst fórum
við austur undir Eyjafjöll, þar var
sæmilegur skrjóður með 26 manna húsi,
en verðið var ekki í neinu samræmi við
pyngjur okkar og snérum við því enn
frá. Loks fréttum við af bíl í Flóan-
um, sem talinn var hentugur fyrir
pyngjurnar en hann var þá kominn í
hróf, hafði verið settur á tunnur og
hjólin tekin undan honum. Eigandi hans
var Bjarni sérleyfishafi í Túni. Eftir
nokkra samningaumleitanir komum við
honum niður í 9 þúsund krónur og
keyptum hann þá. Skrúfuðum við undir
hann drifskaftið, settum hann á hjólin
og heldum glaðir heim. Það var stór
dagur, það máttu vita. Nei, nei, við
slógumst ekkert um það hver skyldi
stýra, um það hefir ætíð ríkt hin bezta
samvinna.
Þannig hófst samtal sem ég átti við
Guðmund Kjerúlf, Bílabúð SÍS í Jötni.
Eg hafði fregnað að hann ásamt And-
rési Péturssyni, samstarfsmanni sínum
og Guðna Sigurjónssyni, vélaverkstæð-
inu í Jötni, hefði fest kaup á bíl og
farið á honum um landið í sumar.
Einnig fylgdi það sögunni, að bílinn
hefðu þeir ausið vatni og skýrt Soffíu
Bjarnadóttur.
Já, það er rétt hann heitir Soffía og
er Bjarnadóttir. Eg segi nú helzt aldrei
nokkrum manni hvernig nafnið er til-