Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 7
RITGERÐASAMKEPPNI K.Þ.
ÖNNUR VERÐLAUN:
— Hinn góði
málstaður sigraði —
Haukur Log:ason
/-------------------------------------.
Onnur verðlaun í ritgerðasam-
keppni Kaupfélags Þingeyinga féllu
í hlut Hauks Logasonar. Hann lauk
burtarfararprófi frá Samvinnuskól-
anum síðastliðið vor, en þar voru í
íslenzkri ritgerð, FYRSTU SPOR-
IN, annað verkefni af tveim. Mjög
margir nemendanna völdu sér þetta
viðfangsefni og bárust margar á-
gætar ritgerðir frá þeim.
Haukur Logason er ungur maður.
Hann er fæddur á Húsavík 7.2. 1937
og er alinn þar upp. Hann stundaði
nám í Gagnfræðaskólanum á Húsa-
vík áður en hann fór í Samvinnu-
skólann. Lengst af hefir hann unnið
hjá Kaupfélagi Þingeyinga og hóf
störf þar strax að afloknu Sam-
vinnuskólanámi. Onnur verðlaun er
bókin Kuml og haugfé í heiðnum sið
á Islandi.
Hlynur vill þakka Samvinnuskól-
anum fyrir að hafa sýnt þessu máli
mikinn skilning og óskar hinum
unga manni til hamingju með
frammistöðuna.
Þriðju verðlaun féllu í hlut Arn-
gríms Guðbjörnssonar á Hvolsvelli.
Þau eru Ferðabók Sveins Pálssonar.
V_____________________________________)
Vor er í lofti og gróður jarðar býr
sig undir að líta mót hækkandi sól. Svo
hefir verið frá alda öðli. Dag hvern
verður heimurinn ríkari af nýjum ein-
staklingum og einstaklingarnir mynda
heild, sem oft reynist furðu mikils
megnug.
Þjóð vor hefir á liðnum öldum, átt
við harða kosti að búa. Hún hefir lotið
erlendum yfirráðum, verið hrjáð af
Dönum, orðið að sætta sig við lélega
fæðu. Þannig gekk þetta öld fram af
öld. Landsmenn voru að niðurlotum
komnir. Ut úr ógöngunum voru raunar
margir afkimar, en allir lokuðust þeir
fyrr en varði — nema einn, sem hélzt
opinn, og varð landinu til blessunar.
Sjálfstæðisviðleitnin er okkur í brjóst
borin. Enn búum við yfir arfi, sem glóir
innst í hjartarótum. Arfur frá forfeðr-
um okkar, sem numu land þetta og
byggðu. Þeir kusu heldur að leggja út
á haf óvissunnar en að lúta hörðum
drottnara, sem lét einskis ófreistað til
að ná völdum meðal þjóðarinnar.
A seinni hluta 19. aldar var hart í
búi hjá mörgum. ,,Landsins forni
fjandi“, kom ár eftir ár að ströndum,
og kól þjóðina bæði á líkama og sál.
Sultur og mannfelli var ekki ótíður.
Verzlun öll var í höndum manna, sem
engan hug höfðu í brjósti til lands-
manna. Hugsuðu aðeins um að bera
sem mest úr býtum. Hugsuðu ekkert
um gæðin, heldur aðeins um skilding-
ana.
Eitt af lögmálum náttúrunnar er að
einstaklingurinn getur ekki staðið gegn
fjöldanum. Og svo fór einnig hér.
Landsmenn fundu og sáu, að við svo
búið mátti ekki stcnda. Það vantaði
aðeins tinnu til að glæða neistann.
I einu héraði landsins höfðu miklar
félagsmálahreyfingar átt sér stað. Norð-
ur í Þingeyjarsýslu höfðu leiðandi menn
efnt til samtaka til eflingar andlegri
mennt. Hér var efniviðurinn eldfimur
og hér blossaði bálið upp.
1882 ákváðu nokkrir þingeyingar að
stofna félag til innkaupa á matvælum
sýslubúum til handa. Selstöðukaupmað-
HLYNUR 7