Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 9

Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 9
Aldursmerkingarnar eru framkvæmd- ar á þann hátt, að þegar vörur koma til verzlana eru þær verðmerktar um leið og þær eru teknar upp og bornar saman við tilsvarandi reikning. Að sjálf- sögðu er hver einstakur hlutur verð- merktur. Til þessarar verðmerkinga eru notaðir sérstakir verðmerkingamiðar með ýmsum litum og táknar hver litur visst tímabil úr ári, t. d. táknar hvítur verðmerkingamiði með sítrónugulri þverrönd, að viðkomandi vcrutegund hefir verið keypt inn á tímabilinu 1. jan. til 30. júní 1957 og appelsínugulur verðmerkingarmiði táknar að varan sé keypt á tímabilinu 1. júlí til 31. des. 1957. Verðmerkingarmiðarnir eru tvenns konar, límmiðar og hengimiðar, hvorir tveggja handhægir í notkun. Nokkur félög hafa nú tekið upp þessa nýbreytni hjá sér og hyggjast halda því áfram. Nú hefir SÍS látið búa þessa miða til og afgreiðir þá eftir pöntun. Allar nánari upplýsingar varðandi ])essa nýbreytni gefur Kaupfélagaeftir- litið og sendir sýnishorn til félaganna, sem þess æskja. Kristinn Ketilsson. Námsmenn erlendis Helgi Sigurðsson, starfsmaður hjá Samvinnutryggingum, fór utan í sept. til náms í Bretlandi. Hann mun stunda nám í verzlunarskóla í Birmingham, en hyggst einnig vinna um nokkurt skeið hjá tryggingarfélögum í Bret- landi. Runólfur Sigurðsson, fyrrum starfs- maður hjá Kf. Langnesinga og inn- flutningsdeildar, fór utan um líkt leyti og Helgi. Hann stundar nú nám í Stanford Hall, brezka samvinnuskólan- um. Báðir eru þeir ungir menn, sem stunduðu nám í síðasta árgangi Jónasar Jónssonar í Samvinnuskólanum. Starfsmanna- hald SÍS komnir .... Agúst Agústsson, Sendladeild 8/10 Bergur Hallgrímsson, Bókhald 11/10 Bjarni Pétursson, Iðnaðardeild 1/10 Gígja Hermannsdóttir, Innfl.d. 42 1/10 Guðbjörg Gissurardóttir, Reikningad. 1/10 Guðmundur Aðalsteinss., Samv.tr. 17/10 Guðrún I. Árnadóttir, Innfl.d. 40 1/10 Gullý B. Kristbjörnsdóttir, Endursk. 1/10 Gylfi Gröndal, Fræðsludeild 11/10 Halldór K. Halldórsson, Útfl.deild 30/10 Haraldur Jakobsson, Bókab. Norðra 2/10 Hreggviður Þorsteinsson, Sendladeild 23/10 Ingunn Jónasdóttir, SIS-Austurstr. 1/10 Jóhanna B. Helgadóttir, Bókhald 1/10 Jónína Bjarnadóttir, SIS-Austurstr. 7/10 Karl Ó. Jónsson, Útflutningsdeild 23/9 Kristín Helgadóttir, Útflutningsdeild 1/10 Magnea K. Sigurðard., Starfsm.deild 21/10 Ólafur R. Albertsson, Sendladeild 8/10 Ólafur Jónsson, Sendladeild 25/10 Ragna K. Þórðardóttir, Samv.sp.sj. 3/10 Salgerður Marteinsd., Kjöt & Gr.m. 11/10 Sigríður Nikulásdóttir, Véladeild 53 1/10 Sigríður Thorlacius, Norðri 4/10 Sigurborg Kristbjörnsd., Kjöt & Gr.m. 1/10 Sigurður Jónsson, Sendladeild 18/10 Sólveig Karvelsdóttir, SÍS-Austurstr. 14/10 Stefán Gunnarsson, Útflutningsd. 2/10 Steinar Halldórsson, Sendladeild 4/10 Viðar Hjálmtýsson, Sendladeild 4/10 Þórir Erlendsson, Sendladeild 28/10 .... farnir Ágúst Ágústsson, Sendladeild 18/10 Gísli R. Pétursson, Útfl.deild 20/10 Hanna Ólafsdóttir, Upplýsingar 5/10 Jónína Halldórsdóttir, Iðnaðardeild 12/10 Kristján Thorlacius, Reykh. & Garnast. 5/10 Ólöf G. Eyjólfsdóttir, Véladeild 50 15/10 Sigrún Á. Pálmadóttir, Véladeild 53 15/10 Sigurborg Kristbjörnsd., Kjöt & Gr.m. 5/10 Steinunn Á. Eyjólfsdóttir, Skipadeild 15/10 Valdimar Þ. Hergeirsson, Hagdeild 12/10 Viðar Hjálmtýsson, Sendladeild 7/10 HLYNUR 9

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.