Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 10

Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 10
FRÉTTABRÉF FRÁ STÖÐVARFIRÐh Nýr bátur — Nýtt verzlunarhús Blaðinu hafa borist eftirfarandi fréttir frá Kaupfélagi Stöðfirðinga: Arið 1952 var byrjað á byggingu verzlunarhúss á Breiðdalsvík, en þar er útibú frá Kaupfélagi Stöðfirðinga og stjórnar Pétur Sigurðsson því. I júlí 1956 var húsið tekið í notkun og var þá byggingarkostnaður kominn í Sigurður Pétur 750 þúsundir. Um svipað leyti tók fiskimjölsverksmiðja til starfa hér á Stöðvarfirði og eru afköst hennar um 250 kg. á klst. Landsmiðjan sá um uppsetningu hennar, og varð bygging- Kaupfélagshúsið nýja á Breiðdalsvík. Kambaröst við bryggju á Stöðvarfirði. arkostnaður um 550 þúsund kr. Fram- leiðsla hennar, það sem af er þessu ári, eru 50 tonn af fiskimjöli, en fram- leiðsla hraðfrystihússins er um 5300 kassar á sama tíma. Sláturtíð er lokið á Breiðdalsvík og hér og alls höfum við til sölumeðferð- ar um 100 tonn af kjöti. Nýlega er kominn hingað til Stcðvar- fjarðar nýr bátur, sem er eign kaupfé- lagsins og hraðfrystihússins. Hann heit- ir m.s. Kambaröst SU — 200 og er 75 brúttólestir, lengd 23 m., breidd 5,7 m. dýpt 2,45 m. Kambaröst er með 280 hestafla díselvél (Manheim) og búin öll- um venjulegum siglingatækjum. Skip- stjóri að utan og heim var Jón E. Guð- mundsson, sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði, en skipstjóri á bátnum hér heima verð- ur Karl Kristjánsson. Ahöfnin er öll héðan, alls 5 manns. Við komuna flutti Sigurður Guðjónsson, kaupfélagsstjóri, ræðu og bauð áhöfnina velkomna með hinn nýja farkost til stcðarins. Því næst var boð inni fyrir stjórn kaupfé- 10 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.