Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 15
ingar hafa þegar verið gerðar og eru
þær mjög góður. Bekkjunum verður þá
komið þannig fyrir, að hægt sé að
leggja bökin niður og nota þá fyrir
svefnbekki. Alls munu þá 8 manns geta
sofið í Soffíu.
Hefir ykkur ekki dottið í hug að fara
utan með Soffíu?
Jú, mikil ósköp, það hefir verið marg
rætt. Það er verst að geta ekki siglt
henni þangað, þá þyrfti ekki eins mik-
inn pening til f'arinnar, en annars er
þetta nú enn á umræðustigi. Ef við
færum utan vrði farið víða um Evrópu.
Jæja, hvað viltu að lokum segja um
þetta ævintýri ykkar og hennar Soffíu?
Eg veit ekki, nema ef vera skyldi, að
Soffía var keypt til þess að við gætum
notið góðra stunda á fjcllum uppi. Við
viljum vera glaðir og ánægðir og' engum
háðir á ferðalögunum. Kjörorðið um
borð í Soffíu er: Enginn úldinn, þ. e.
að allir séu í góðu skapi og láti á-
hyggjurnar lönd og leið. Enginn einn
ræður og ákvcrðanir eru teknar saman
eftir hendinni. Oft kom það fyrir í
sumar, að við vorum ekki búnir að
ákveða hvert halda skyldi, þegar komið
var inn að Elliðaám. En það eru líka
beztu ferðalögin að hafa énga ferða-
áætlun. Maður veit þá ekki hvar maður
lendir og allt er óákveðið en ágætt.
Jú, það er munur að eiga sína Soffíu
og geta farið á henni inn á örævin.
Væri þetta ekki mjög vel athugandi
fyrir starfsmannafélögin? Ef til vill, en
það er nú enn önnur saga.
Kvikmyndavélar
í tveimur Fellum
Nú er svo komið, að tvö samvinnu-
skipanna, Hamrafell og Jökulfell, hafa
bæði orðið kvikmyndasýningarvélar
innanborðs. A erlendum skipum tíðkast
það mjög mikið að sýna kvikmyndir
fyrir áhafnirnar meðan á siglingum
stendur. Þykir það gefa góða raun og
vera ágætis skemmtun í tómstundum
skipverja, eins og ekki er erfitt að skilja.
I flestum samvinnuskipanna eru starf-
andi sérstök tómstundafélög og það eru
þau, sem forgöngu hafa haft á viðkom-
andi skipum um öflun tækjanna. Sam-
kvæmt viðtali við skipverja, þá ríkir
hin mesta ánægja með vélarnar og þyk-
ir þeim mikill fengur að þeim. Skip-
verjar kaupa vélarnar sjálfir og afla sér
fjárins með félagsgjöldum og einnig
munu þeir selja aðgang að sýningum.
HLYNUR 15