Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 28

Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 28
28 HLYNUR HELGI INGI INGIMUNDARSON SEGIR FRA: ENGLANDS- OG DANMERKURFÖR Ferð mín til Danmerkur var gerð í því augnamiði að kynnast skipulagi kjörbúða hjá H. B. í Kaupmannahöfn. Því fyrirkomulagi í rekstri verzlana sem nú, hin síðari ár, hefur rutt sér mjög til rúms. Verzlun sú, er ég starfaði aðallega við, var ekki stór hvað gólfflöt snertir, en hvað veltu viðkom, var hún stærst af þeim 100 verzlunum, er reknar eru af H. B. eða um 4 millj. dcnskra króna árið 1955. Kaupfélagsverzlun þessi var sú fyrsta sinnar tegundar, sem komið var upp nálægt miðhluta lx>rgarinnar, og litu margir nýbreytni þessa hornauga fyrst í stað, en árangurinn sagði fljótt til sín. Þetta var árið 1953. Nú rekur kaupfélagið um 60 kjörbúðir í borg- inni, er sífellt að byggja nýjar og breyta þeim eldri í kjörbúðaform, enda nýtur félagið forystu ungra og dugandi framfaramanna. Danir eru góðir verkamenn og var athyglisvert hversu vinnan var vel skipulögð og vinnuaflið nýtt til hins ýtrasta. Hafa verið gerðar mjög ná- kvæmar rannsóknir á hagnýtingu Samvinnugatan í Manchester. I öðru húsi frá vinstri eru aðalstöðvar brezka sam- bandsins, C.W.S. vinnuaflsins og t. d. verið mældur út hámarksskrefaljöldi við hvert einstakt verk. Mjög mikil áherzla er lögð á útstill- ingar og auglýsingagerð, en þau at- riði hafa verið vanrækt mjög í verzl- unum okkar. Er hin mesta nauðsyn að auka fræðslu á þessu sviði, því að þar erum við mjög á eftir öðrum þjóðum. Er slæmt að þetta meginatriði dragist aftur úr í hinni hröðu þróun, sem á sér stað í verzlunarmálum okkar. Vil ég hvetja verzlunarmenn kaup- félaganna til að hefjast þegar handa við skilta- og auglýsingagerð, og veit ég að Fræðsludeild S.Í.S. mun verða hverjum þeim innan handar, sem að- stoðar óskar. Að sjálfsögðu mætti rekja hér mörg fleiri atriði, sem mjög voru athyglis- verð, t. d. vörutalningu, kassaeftirlit og skipulag vöruhúsa, en það verður að bíða að þessu sinni. Fyrirgreiðsla af hálfu H. B. var mjög góð, og reyndust mér allir afar hjálp- legir, enda var hugur minn til Dana annar, er ég yfirgaf land þeirra en þegar ég kom þangað. Fyrir atbeina Fræðsludeildarinnar komst ég að hjá brezka sambandinu um þriggja mánaða skeið. Aðalstöðv- ar C. W. S. eru í Manchester, en

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.